Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 15:18 Sigríður Björk á eftir að skoða hvort ástæða sé til að víkja lögreglufulltrúanum frá störfum. Vísir/Ernir Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort reynslumiklum lögreglufulltrúa, sem starfað hefur við rannsóknir á fíkniefamálum um árabil, verði vikið frá störfum. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á málefnum fulltrúans en málið kom inn á borð hans í gær. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti að málið væri komið til formlegrar rannsóknar. Í framhaldinu mun svo koma í ljós hvort tilefni þykji til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum fyrir brot í starfi. Ólafur Þór sagðist ekki geta tjáð sig nánar um málið. Lögreglufulltrúinn er enn við störf en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort honum verði vikið frá störfum eða ekki.vísir/gva Athugun á fulltrúanum hófst í fyrra Fréttir af því að málið væri komið á borð héraðssaksóknara bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði að ekki hefði náðst að fara yfir málið. Lögreglufulltrúinn er því enn við störf, nú hjá tæknideild lögreglu, en hann hefur þrívegis verður færður til í starfi á hálfu ári. Ólafur Þór segir það alfarið lögreglustjóra að taka ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vikið frá störfum. Sá sem hafi rannsókn á hendi beiti sér allajafna ekki fyrir því. Um innri mál lögreglustjórans sé að ræða. Sigríður Björk staðfestir að málið eigi sér aðdraganda hjá embættinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðnu frá fyrrihluta síðasta árs. Þá hófst athugun á starfsháttum fulltrúans en þá höfðu níu starfsmenn fíkniefnadeildar, meirihluti samstarfsmanna mannsins, kvartað yfir honum við yfirmann sinn Friðrik Smára Björgvinsson. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Þegar engin viðbrögð fengust leituðu þeir framhjá yfirmanni sínum og til lögreglustjórans. Um enn eitt skiptið er að ræða þar sem athugasemdir voru gerðar við starfshætti lögreglumannsins. Í eitt skipti, þegar athugasemdir voru háværar árið 2011, fullyrti Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, að rannsókn hefði farið fram á ásökununum og þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Engin formleg rannsókn fór þó fram á ásökununum, fyrr en nú, fjórum árum síðar.Tvö aðskilin mál Rannsóknarlögreglumanni við fíkniefnadeild var vikið tímabundið frá störfum í gær en sá sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin. Um tvö aðskilin mál virðist vera að ræða að því frátöldu að mennirnir störfuðu innan sömu deildar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort reynslumiklum lögreglufulltrúa, sem starfað hefur við rannsóknir á fíkniefamálum um árabil, verði vikið frá störfum. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á málefnum fulltrúans en málið kom inn á borð hans í gær. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti að málið væri komið til formlegrar rannsóknar. Í framhaldinu mun svo koma í ljós hvort tilefni þykji til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum fyrir brot í starfi. Ólafur Þór sagðist ekki geta tjáð sig nánar um málið. Lögreglufulltrúinn er enn við störf en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort honum verði vikið frá störfum eða ekki.vísir/gva Athugun á fulltrúanum hófst í fyrra Fréttir af því að málið væri komið á borð héraðssaksóknara bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði að ekki hefði náðst að fara yfir málið. Lögreglufulltrúinn er því enn við störf, nú hjá tæknideild lögreglu, en hann hefur þrívegis verður færður til í starfi á hálfu ári. Ólafur Þór segir það alfarið lögreglustjóra að taka ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vikið frá störfum. Sá sem hafi rannsókn á hendi beiti sér allajafna ekki fyrir því. Um innri mál lögreglustjórans sé að ræða. Sigríður Björk staðfestir að málið eigi sér aðdraganda hjá embættinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðnu frá fyrrihluta síðasta árs. Þá hófst athugun á starfsháttum fulltrúans en þá höfðu níu starfsmenn fíkniefnadeildar, meirihluti samstarfsmanna mannsins, kvartað yfir honum við yfirmann sinn Friðrik Smára Björgvinsson. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Þegar engin viðbrögð fengust leituðu þeir framhjá yfirmanni sínum og til lögreglustjórans. Um enn eitt skiptið er að ræða þar sem athugasemdir voru gerðar við starfshætti lögreglumannsins. Í eitt skipti, þegar athugasemdir voru háværar árið 2011, fullyrti Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, að rannsókn hefði farið fram á ásökununum og þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Engin formleg rannsókn fór þó fram á ásökununum, fyrr en nú, fjórum árum síðar.Tvö aðskilin mál Rannsóknarlögreglumanni við fíkniefnadeild var vikið tímabundið frá störfum í gær en sá sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin. Um tvö aðskilin mál virðist vera að ræða að því frátöldu að mennirnir störfuðu innan sömu deildar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00