Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2016 17:30 Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund. Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
Fjörutíu ár eru í dag liðin frá Kópaskersskjálftanum, sem reið yfir þann 13. janúar árið 1976. Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu, vatns- og holræsalagnir rofnuðu, og voru íbúarnir fluttir brott í norðan stórhríð við illan leik. Skjálftinn mældist 6,4 stig og átti upptök undir hafsbotni skammt undan Kópaskeri. Hrina smærri skjálfta hafði gengið yfir sem tengd var upphafi Kröfluelda þremur vikum fyrr. Svo sterkar minningar eru bundnar Kópaskersskjálftanum að þar er rekið jarðskjálftasetur þar sem þessum örlagaríku dögum í janúar 1976 eru gerð sérstök skil. Skjálftinn var rifjaður upp í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í fyrra, sem fjallaði um Kröfluelda og Kópaskersskjálftann. Þar lýsti Hólmfríður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Skjálftasetursins, upplifun sinni á jarðskjálftanum og áhrifum hans á íbúana. „Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn,“ sagði Hólmfríður meðal annars.Jarðskjálftasetrið er til húsa þar sem áður var grunnskóli á Kópaskeri.Mynd/Stöð 2.Þess má geta að íbúar Öxarfjarðar koma saman til rabbfundar í Skjálftasetrinu á Kópaskeri í kvöld, - ekki til að minnast skjálftans, - heldur er fundurinn liður í verkefninu „Brothættar byggðir“ til að ræða um leiðir til verjast frekari fólksfækkun í héraðinu. Árið 1976 bjuggu 138 manns á Kópaskeri. Núna eru 114 manns skráðir þar til heimilis. Ef fólksfjölgun þar hefði fylgt mannfjöldaþróun á landinu á þessum 40 árum ættu yfir 200 manns að búa á Kópaskeri í dag því á sama tíma fjölgaði íbúum landsins alls um 50%, úr 219 þúsund í 329 þúsund.
Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir 10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Sjá meira
10-15 manna verksmiðja hefur rekstur á Kópaskeri Niðursuðuverksmiðja hefur tekið til starfa á Kópaskeri í byggingu sem áður hýsti rækjuverksmiðju. 12. október 2013 19:00
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52