Hagræddu sannleikanum að venju Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2016 11:00 Frambjóðendurnir sjö. Vísir/getty Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sjöttu kappræður forsetaframbjóðenda Repúblikana fóru fram í gær. Þar deildu sjö fylgismestu frambjóðendurnir um meðal annars þjóðaröryggi, efnahagsmál og utanríkismál. Þetta voru síðustu kappræðurnar fyrir forval flokksins sem hefst 1. febrúar. Þeir sem tóku þátt voru Donald Trump, Ted Cruz, Marco Rubio, Ben Carson, Jeb Bush, Chris Christie og John Kasich.Sjá einnig: Trump og Cruz körpuðu um kjörgengi Cruz Sem áður hafa fjölmiðlar ytra farið yfir ýmsar staðhæfingar frambjóðendanna og kannað sannleiksgildi þeirra og virðist sem að ýmsum röngum staðhæfingum hafi verið haldið fram í kappræðunum. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkrar af staðhæfingum frambjóðenda sem reyndust rangar.Sérfræðingur AP segir að frambjóðendur hafi skammast út í Barack Obama fyrir að fjársvelta herinn. Hins vegar var það þingið, sem stjórnað er af Repúblikönum, sem ákvað fjárveitingar til varnarmála þar í landi. Íran fyrirferðamikiðTed Cruz sagði að ef eitthvað ríki myndi þvinga hermenn á hnén, eins og gert var í Íran við tíu hermenn sem sigldu fyrir mistök inn í landhelgi Íran, myndu finna fyrir „fullum mætti og bræði Bandaríkjanna“. Um sama málefni sagði Chris Christie að einræðisherrar væru að stela skipum af Bandaríkjunum.AP fréttaveitan bendir á að krísan hafi verið mynduð af bandarísku hermönnunum og að hún hafi staðið stutt yfir. Það sé ekkert óeðlilegt við að afvopna hermenn sem sigli inn í landhelgi annars lands og að færa þá til yfirheyrslna. Mönnunum var þó sleppt fljótt og bátunum skilað. Að vísu tóku Íranir myndband af hermönnunum og birtu það á internetinu sem hægt er að líta á sem ögrun.Carly Fiorina sagði Írani hafa brotið gegn Genfarsáttmálanum þegar þeir handsömuðu bandarísku hermennina tíu og að Obama hefði aldrei minnst á það.Genfarsáttmálinn er samningur þjóða um reglur sem gilda í stríðsrekstri. CNN tekur fram að John Kirby, talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði, réttilega, á þriðjudaginn að Bandaríkin væru ekki í stríði við Íran og því ætti sáttmálinn ekki við. Sérfræðingar sem CNN ræddi við eru sammála. Þó sögðu einhverjir sérfræðingar að Íranir hafi mögulega brotið gegn hafrétti.Ted Cruz sagði einnig að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að senda hundrað milljarða dala til Íran. Donald Trump hefur áður haldið svipuðu fram. Á árunum 2011 og 2012 voru viðskiptaþvinganir gegn Íran hertar af Bandaríkjunum og Evrópu og eignir Íran erlendis frystar. Eftir að kjarnorkusamkomulag Íran, Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja tekur gildi verða þessar eignir aðgengilegar Írönum. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Jacob Lew, hefur sagt að upphæðin sem Íranir gætu nálgast væru um 50 milljarðar. Þá er ljóst að þetta eru eignir Íran en ekki upphæð sem verður greidd úr ríkissjóði Bandaríkjanna.Donald Trump og Ted Cruz.Vísir/gettyMarco Rubio hélt því fram að Obamacare, heilbrigðiskerfisbreytingar Barack Obama drægi úr störfum í Bandaríkjunum.CNN bendir á að rannsóknir hafi sýnt fram á að fjögur prósent vinnuveitenda með 50 eða fleiri starfsmenn, hafi dregið úr vinnustundum starfsmanna svo það þyrfti ekki að tryggja þá. Önnur fjögur prósent sögðust hafa dregið úr starfsmönnum í fullu starfi vegna kostnaðar við heilsufarstryggingar. Hins vegar hafi tíu prósent starfsveitenda sagst hafa fært starfsmenn úr hlutastarfi í fullt starf svo þau væru tryggð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira