Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 69-55 | Valskonur upp að hlið Keflavíkinga Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. janúar 2016 19:45 Bergþóra Holton Tómasdóttir. Vísir/Anton Valskonur skutust upp að hlið Keflavík í 4. sæti Dominos-deildarinnar með verðskulduðum 69-55 sigri á Grindavík í dag en þetta var fyrsti sigur Vals á Grindavík í vetur. Grindavík leiddi á upphafsmínútunum en Valskonur voru fljótar að ná forskotinu sem þær slepptu aldrei eftir það. Voru þær nálægt því að gera út um leikinn í þriðja leikhluta. Grindavík tókst að halda í við Val fram að miðjum fjórða leikhluta þar sem Valskonur voru mun sterkari og sigldu sigrinum heim. Var þetta í þriðja skiptið sem þessi lið sem sátu hlið við hlið í töflunni fyrir leik dagsins mættust í vetur. Hafði Grindavík unnið báða leiki liðanna hingað til, sannfærandi á heimavelli en unnið nauman sigur í Vodafone-höllinni. Liðin skiptust á körfum í upphafi leiksins en Valskonur náðu tökum á leiknum eftir því sem leið á leikinn og leiddu 13-10 að fyrsta leikhluta loknum. Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta, Valskonur voru með forskotið og Grindavík reyndi að saxa á það. Tókst þeim nokkrum sinnum að gera atlögu að forskoti Valskvenna og einusinni að jafna en Valsliðið átti alltaf svör við áhlaupum Grindavíkur. Náðu Valskonur sjö stiga forskoti þegar þær breyttu stöðunni úr 27-27 í 34-27 undir lok fyrri hálfleiksins og tóku þær fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, 34-29. Sóknarleikur Grindavíkur var afskaplega dapur framan af í þriðja leikhluta og gengu Valskonur á lagið við það. Náðu Valskonur þegar mest var þrettán stiga forskoti en Grindavík var aðeins með þrjú stig fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins. Grindvíkingar náðu að minnka muninn aftur niður í átta stig fyrir lok leikhlutans og fóru þær eflaust fegnar inn í fjórða leikhluta aðeins átta stigum undir. Lítil sóknarframlag kom frá öðrum leikmönnum liðsins en Whitney Frazier, Petrúnellu Skúladóttur og Ingunni Emblu Kristínardóttur í fyrstu þremur leikhlutunum en þær voru með 32 af 43 stigum liðsins. Grindavík hóf fjórða leikhluta af sama krafti og þær hófu þriðja leikhlutann og náði að minnka muninn niður í fjögur stig með tveimur þriggja stiga körfum í upphafi leikhlutans. Þá virtust orkubirgðir liðsins hinsvegar vera á þrotum og gengu Valskonur á lagið við það og sigldu fjórtán stiga sigri heim. Kom ekki að sök að Grindavík næði að loka vel á Karisma Chapman í sóknarleik Vals, aðrir leikmenn liðsins stigu upp í hennar stað. Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst í liði Vals með 18 stig ásamt því að taka fimm fráköst og gefa átta stoðsendingar en Karisma var öflug undir körfunni með 15 fráköst og bætti við átta stigum. Hjá Grindavík var Whitney atkvæðamest með 20 stig en Ingibjörg Jónsdóttir bætti við ellefu stigum. Guðbjörg: Frábært að sjá aðra leikmenn liðsins stíga upp„Þetta var virkilega skemmtilegt og það er frábært að ná öðrum sigurleiknum í röð. Liðið var að spila vel saman og við erum mjög sáttar eftir þennan leik,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, sátt að leikslokum. Guðbjörg sagði leikmenn liðsins ekkert hafa velt sér upp úr því að Grindavík hefði unnið báða leiki liðanna á tímabilinu fyrir leik dagsins. „Við vorum ekkert að hugsa út í það. Við erum að einblína á að komast í úrslitakeppnina og við erum að keppast við Grindavík og Keflavík þar. Að taka tvo sigra gegn þessum liðum er frábært.“ Guðbjörg var ánægð með spilamennskuna en Valskonur voru lengst af í leiknum með gott forskot. „Við héldum góðu forskoti nánast allan leikinn en mér fannst þær komast óþarflega nálægt okkur þarna í fjórða leikhluta. Við héldum sem betur fer áfram og kláruðum þennan leik þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna,“ sagði Guðbjörg og bætti við: „Kannski er það dæmi um þroskamerki á liðinu. Það var frábært að sjá aðra leikmenn stíga upp og mér fannst allt liðið spila vel hérna í dag.“ Guðbjörg tók undir orð þjálfara síns og hrósaði ungum leikmanni liðsins. „Sóknarleikurinn okkar hefur verið byggður á því að koma boltanum á Karismu en Dagbjört sýndi í dag að hún er tilbúin í stærra hlutverk. Það verða allir að fara að stíga upp því það styttist í stærstu leikina.“ Ingibjörg: Á ekki orð yfir það hvernig við mætum til leiks í dag„Ég á eiginlega ekki orð yfir það hvernig við mætum í leikinn í dag og spilamennskuna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður Grindavíkur, pirruð að leikslokum. „Við mættum ekki nægilega hugaðar í þennan leik, andlausar eftir frábæran sigur gegn Haukum. Ég skil ekki hvernig við komum svona slakar inn í þetta.“ Ingibjörg kunni ekki skýringu á því afhverju liðið hefði verið jafn andlaust og hún talaði um. „Þjálfarinn setti leikinn vel upp og þetta er algjörlega hjá okkur sem eitthvað fer úrskeiðis. Við söknum nokkurra leikmanna en við getum ekki kennt því um þetta. Einbeitingarleysi er kannski orð sem á vel við eftir þetta.“ Leikur Grindavíkur féll saman á lokamínútum leiksins þegar Valskonur gerðu út um leikinn. „Það er alltaf erfitt að eltast við en við gátum haldið áfram. Við eigum að geta komið til baka og sýnt hvað við getum en ég veit ekki hvað fór úrskeiðis.“ Valskonur komust upp fyrir Grindavík með sigrinum í dag. „Ég væri til í að segja fullt af leiðinlegum orðum núna en ég læt það vera að segja að ég sé verulega ósátt. Það mætir allt annað lið til leiks í næsta leik.“ Ari: Frábært að fleiri leikmenn komi inn og stígi upp„Ég er mjög ánægður með þetta. Liðið lagði sig fram og leikskipulagið gekk upp í dag svo ég get ekki verið annað en ánægður,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, sáttur að leikslokum. „Við náðum forskoti og héldum því út leikinn. Mér fannst við vera með undirtökin í leiknum allan tímann og Grindavík var alltaf að eltast við okkur. Það er ákveðin sálfræði að vera yfir allan tímann,“ sagði Ari sem minntist ekkert á að leikmenn Grindavíkur gætu farið að þreytast eftir eltingarleikinn. „Það er alltaf erfitt að elta en ég minntist ekkert á það. Stelpurnar eru svo klárar að þær vissu þetta alveg og vissu að ef við myndum halda haus þá myndum við klára þetta.“ Ari var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins þegar Karisma Chapman átti erfiðan dag í sókninni. „Hún var ekki að skora mikið en tók nóg af fráköstum. Þá stigu aðrir leikmenn einfaldlega upp í sóknarleiknum, leikmenn eins og Dagbjört sem kemur inn aðeins 16 ára og spilaði frábærlega. Það er frábært ef fleiri leikmenn komi inn og skili einhverju fyrir liðið,“ sagði Ari og bætti við: „Þetta er liðs íþrótt og ef sem flestir fara að stíga upp og spila betur er það frábært. Við erum núna búin að vinna tvo leiki í röð og vonandi höldum við strikinu áfram.“Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild kvenna Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Sjá meira
Valskonur skutust upp að hlið Keflavík í 4. sæti Dominos-deildarinnar með verðskulduðum 69-55 sigri á Grindavík í dag en þetta var fyrsti sigur Vals á Grindavík í vetur. Grindavík leiddi á upphafsmínútunum en Valskonur voru fljótar að ná forskotinu sem þær slepptu aldrei eftir það. Voru þær nálægt því að gera út um leikinn í þriðja leikhluta. Grindavík tókst að halda í við Val fram að miðjum fjórða leikhluta þar sem Valskonur voru mun sterkari og sigldu sigrinum heim. Var þetta í þriðja skiptið sem þessi lið sem sátu hlið við hlið í töflunni fyrir leik dagsins mættust í vetur. Hafði Grindavík unnið báða leiki liðanna hingað til, sannfærandi á heimavelli en unnið nauman sigur í Vodafone-höllinni. Liðin skiptust á körfum í upphafi leiksins en Valskonur náðu tökum á leiknum eftir því sem leið á leikinn og leiddu 13-10 að fyrsta leikhluta loknum. Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta, Valskonur voru með forskotið og Grindavík reyndi að saxa á það. Tókst þeim nokkrum sinnum að gera atlögu að forskoti Valskvenna og einusinni að jafna en Valsliðið átti alltaf svör við áhlaupum Grindavíkur. Náðu Valskonur sjö stiga forskoti þegar þær breyttu stöðunni úr 27-27 í 34-27 undir lok fyrri hálfleiksins og tóku þær fimm stiga forskot inn í hálfleikinn, 34-29. Sóknarleikur Grindavíkur var afskaplega dapur framan af í þriðja leikhluta og gengu Valskonur á lagið við það. Náðu Valskonur þegar mest var þrettán stiga forskoti en Grindavík var aðeins með þrjú stig fyrstu sex mínútur seinni hálfleiksins. Grindvíkingar náðu að minnka muninn aftur niður í átta stig fyrir lok leikhlutans og fóru þær eflaust fegnar inn í fjórða leikhluta aðeins átta stigum undir. Lítil sóknarframlag kom frá öðrum leikmönnum liðsins en Whitney Frazier, Petrúnellu Skúladóttur og Ingunni Emblu Kristínardóttur í fyrstu þremur leikhlutunum en þær voru með 32 af 43 stigum liðsins. Grindavík hóf fjórða leikhluta af sama krafti og þær hófu þriðja leikhlutann og náði að minnka muninn niður í fjögur stig með tveimur þriggja stiga körfum í upphafi leikhlutans. Þá virtust orkubirgðir liðsins hinsvegar vera á þrotum og gengu Valskonur á lagið við það og sigldu fjórtán stiga sigri heim. Kom ekki að sök að Grindavík næði að loka vel á Karisma Chapman í sóknarleik Vals, aðrir leikmenn liðsins stigu upp í hennar stað. Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst í liði Vals með 18 stig ásamt því að taka fimm fráköst og gefa átta stoðsendingar en Karisma var öflug undir körfunni með 15 fráköst og bætti við átta stigum. Hjá Grindavík var Whitney atkvæðamest með 20 stig en Ingibjörg Jónsdóttir bætti við ellefu stigum. Guðbjörg: Frábært að sjá aðra leikmenn liðsins stíga upp„Þetta var virkilega skemmtilegt og það er frábært að ná öðrum sigurleiknum í röð. Liðið var að spila vel saman og við erum mjög sáttar eftir þennan leik,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Vals, sátt að leikslokum. Guðbjörg sagði leikmenn liðsins ekkert hafa velt sér upp úr því að Grindavík hefði unnið báða leiki liðanna á tímabilinu fyrir leik dagsins. „Við vorum ekkert að hugsa út í það. Við erum að einblína á að komast í úrslitakeppnina og við erum að keppast við Grindavík og Keflavík þar. Að taka tvo sigra gegn þessum liðum er frábært.“ Guðbjörg var ánægð með spilamennskuna en Valskonur voru lengst af í leiknum með gott forskot. „Við héldum góðu forskoti nánast allan leikinn en mér fannst þær komast óþarflega nálægt okkur þarna í fjórða leikhluta. Við héldum sem betur fer áfram og kláruðum þennan leik þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna,“ sagði Guðbjörg og bætti við: „Kannski er það dæmi um þroskamerki á liðinu. Það var frábært að sjá aðra leikmenn stíga upp og mér fannst allt liðið spila vel hérna í dag.“ Guðbjörg tók undir orð þjálfara síns og hrósaði ungum leikmanni liðsins. „Sóknarleikurinn okkar hefur verið byggður á því að koma boltanum á Karismu en Dagbjört sýndi í dag að hún er tilbúin í stærra hlutverk. Það verða allir að fara að stíga upp því það styttist í stærstu leikina.“ Ingibjörg: Á ekki orð yfir það hvernig við mætum til leiks í dag„Ég á eiginlega ekki orð yfir það hvernig við mætum í leikinn í dag og spilamennskuna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður Grindavíkur, pirruð að leikslokum. „Við mættum ekki nægilega hugaðar í þennan leik, andlausar eftir frábæran sigur gegn Haukum. Ég skil ekki hvernig við komum svona slakar inn í þetta.“ Ingibjörg kunni ekki skýringu á því afhverju liðið hefði verið jafn andlaust og hún talaði um. „Þjálfarinn setti leikinn vel upp og þetta er algjörlega hjá okkur sem eitthvað fer úrskeiðis. Við söknum nokkurra leikmanna en við getum ekki kennt því um þetta. Einbeitingarleysi er kannski orð sem á vel við eftir þetta.“ Leikur Grindavíkur féll saman á lokamínútum leiksins þegar Valskonur gerðu út um leikinn. „Það er alltaf erfitt að eltast við en við gátum haldið áfram. Við eigum að geta komið til baka og sýnt hvað við getum en ég veit ekki hvað fór úrskeiðis.“ Valskonur komust upp fyrir Grindavík með sigrinum í dag. „Ég væri til í að segja fullt af leiðinlegum orðum núna en ég læt það vera að segja að ég sé verulega ósátt. Það mætir allt annað lið til leiks í næsta leik.“ Ari: Frábært að fleiri leikmenn komi inn og stígi upp„Ég er mjög ánægður með þetta. Liðið lagði sig fram og leikskipulagið gekk upp í dag svo ég get ekki verið annað en ánægður,“ sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, sáttur að leikslokum. „Við náðum forskoti og héldum því út leikinn. Mér fannst við vera með undirtökin í leiknum allan tímann og Grindavík var alltaf að eltast við okkur. Það er ákveðin sálfræði að vera yfir allan tímann,“ sagði Ari sem minntist ekkert á að leikmenn Grindavíkur gætu farið að þreytast eftir eltingarleikinn. „Það er alltaf erfitt að elta en ég minntist ekkert á það. Stelpurnar eru svo klárar að þær vissu þetta alveg og vissu að ef við myndum halda haus þá myndum við klára þetta.“ Ari var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins þegar Karisma Chapman átti erfiðan dag í sókninni. „Hún var ekki að skora mikið en tók nóg af fráköstum. Þá stigu aðrir leikmenn einfaldlega upp í sóknarleiknum, leikmenn eins og Dagbjört sem kemur inn aðeins 16 ára og spilaði frábærlega. Það er frábært ef fleiri leikmenn komi inn og skili einhverju fyrir liðið,“ sagði Ari og bætti við: „Þetta er liðs íþrótt og ef sem flestir fara að stíga upp og spila betur er það frábært. Við erum núna búin að vinna tvo leiki í röð og vonandi höldum við strikinu áfram.“Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild kvenna Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum