Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Bjarki Ármannsson skrifar 2. janúar 2016 20:15 Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Vísir Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira