Franska blaðið Le 10 Sport heldur því fram í dag að Manchester United ætli að kaupa brasilíska landsliðsmanninn Neymar frá Barcelona fyrir morðfjár í sumar.
Neymar á í samningaviðræðum við Barcelona þessa dagana en viðræður hafa siglt í strand í bili.
Riftunarverð hans eru 140 milljónir punda eða 27 milljarðar króna. Berist svo hátt tilboð í leikmanninn getur Barcelona ekki hafnað því.
Franska blaðið segir Manchester United reiðubúið að borga riftunarverðið og lokka Brasilíumanninn til England með ævintýralegum samningi.
Neymar skoraði 39 mörk í 51 leik með Barcelona á síðustu leiktíð þegar Barcelona vann þrennuna en hann er búinn að skora 16 mörk fyrir Börsunga í 21 leik það sem af er vetri.
Verði þessi félagaskipti að veruleika verður Neymar lang dýrasti leikmaður heims.
United sagt tilbúið að borga 27 milljarða fyrir Neymar
Tómas Þór Þórðarson skrifar
