Francois Hollande Frakklandsforseti afhjúpaði í dag minnismerki um þá sem féllu í hryðjuverkaárásum á París fyrir nær ári síðan. Sautján manns létu lífið á þremur dögum er herskáir íslamistar gerðu árásir á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo og fleiri staði.
Fyrsta minnismerkið var afhjúpað við fyrrverandi skrifstofur Charlie Hebdo, þar sem tólf voru skotnir til bana. Það þurfti þó að hylja það strax aftur þegar í ljós kom að nafn eins hinna látnu, Georges Wolinski, var stafsett vitlaust.
Þá tók forsetinn þátt í tveimur öðrum minningarathöfnum, einni fyrir lögregluþjón sem var drepinn þegar hann veitti árásarmönnunum eftirför, og annarri við verslun Gyðinga í austurhluta borgarinnar þar sem fjórir voru drepnir.
Ekkja lögreglumannsins leitar um þessar mundir réttar síns vegna meintra afglapa franskra yfirvalda, sem hún segir að hafi ekki tekið hótanir í garð Charlie Hebdo nógu alvarlega.
Hollande heiðrar þá sem féllu í Charlie Hebdo árásunum

Tengdar fréttir

Gríðarleg fjölgun brota gegn múslímum í Frakklandi
Fjöldi brota sem beinast að sérstaklega að múslímum í Frakklandi var hærri í janúar 2015 en allt árið 2014.

Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“
Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld.

Coulibaly jarðaður í úthverfi Parísar
Franski hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hefur verið jarðaður í múlímskum grafreit í Thiais-hverfinu.

Tímaritið Charlie Hebdo komið til landsins
Ekki útilokað að pöntuð verði fleiri eintök af blaðinu.

Opna að nýju verslun þar sem gíslum var haldið í Parísarárásinni
„Þetta sýnir að samfélag gyðinga í Frakklandi heldur lífinu áfram,“ segir leiðtogi samtaka gyðinga í Frakklandi,