Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2016 06:00 Ríkissaksóknari nýtur aðstoðar lögreglu, þó ekki lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, við rannsókn á brotum lögreglumanns í fíkniefnadeild sem sætir gæsluvarðhaldi. vísir/gva „Hann hefur starfað hjá lögreglunni í nokkur ár,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari um lögreglumann sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í nokkra daga vegna gruns um alvarleg brot í starfi. Lögreglumaðurinn er karlmaður á fimmtugsaldri og er í einangrun sökum rannsóknarhagsmuna. Helgi Magnús neitar því ekki að rannsóknin snúi að óeðlilegum samskiptum hans við brotamenn og segir að málið verði rannsakað af embætti ríkissaksóknara með aðstoð lögreglu. „Við höfum lögregluna okkur til aðstoðar, en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segir mál lögreglumannsins og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar sem var fluttur til í starfi fyrr á árinu og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi ekki nátengd. „Málin eru ekki nátengd og eru ekki rannsökuð sem eitt og sama málið. Ég get þó ekki tjáð mig um það, hvort við séum að rannsaka hitt málið.“Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkTilfærsla í starfi eftir fjölda ábendinga um leka Sá lögreglumaður er enn við störf innan lögreglu en hann gegndi í töluverðan tíma yfirmannsstöðu bæði hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Slíkt fyrirkomulag er afar óvenjulegt og gagnrýnisvert að mati dansks yfirlögregluþjóns. Var hann færður til í starfi árið 2015 eftir að ábendingar bárust í enn eitt skiptið um að hann væri að leka upplýsingum til glæpamanna. Eftir að hafa gegnt stöðu í deild ótengdri rannsóknum á fíkniefnamálum var hann færður í deild sem kemur að símahlustunum. Urgur var hjá starfsfólki lögreglu vegna þessa samkvæmt heimildum fréttastofu og þótti ákvörðunin óskiljanleg. Með þeirri tilfærslu var hann aftur komin í stöðu til að hafa áhrif á rannsóknir fíkniefnamála.Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelmÍ nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir tillögur nefndarinnar ekki duga. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál.Sjá einnig:Blað brotið ef upp kemst mútumál hjá íslensku lögreglunni „Embætti lögreglu er mannleg stofnun. Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum. Lögreglan er hins vegar eina mannlega stofnunin sem hefur heimild til að beita líkamlegu valdi. Í því sambandi er mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglumönnum. Eftirlitið sem við viljum er miklu víðtækara en einfaldlega það hvort þeir fara eftir hegningarlögum eða ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum." Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
„Hann hefur starfað hjá lögreglunni í nokkur ár,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari um lögreglumann sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í nokkra daga vegna gruns um alvarleg brot í starfi. Lögreglumaðurinn er karlmaður á fimmtugsaldri og er í einangrun sökum rannsóknarhagsmuna. Helgi Magnús neitar því ekki að rannsóknin snúi að óeðlilegum samskiptum hans við brotamenn og segir að málið verði rannsakað af embætti ríkissaksóknara með aðstoð lögreglu. „Við höfum lögregluna okkur til aðstoðar, en ekki lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.“ Hann segir mál lögreglumannsins og yfirmanns í fíkniefnadeild lögreglunnar sem var fluttur til í starfi fyrr á árinu og ítarlega hefur verið fjallað um á Vísi ekki nátengd. „Málin eru ekki nátengd og eru ekki rannsökuð sem eitt og sama málið. Ég get þó ekki tjáð mig um það, hvort við séum að rannsaka hitt málið.“Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkTilfærsla í starfi eftir fjölda ábendinga um leka Sá lögreglumaður er enn við störf innan lögreglu en hann gegndi í töluverðan tíma yfirmannsstöðu bæði hjá upplýsingadeild og fíkniefnadeild. Slíkt fyrirkomulag er afar óvenjulegt og gagnrýnisvert að mati dansks yfirlögregluþjóns. Var hann færður til í starfi árið 2015 eftir að ábendingar bárust í enn eitt skiptið um að hann væri að leka upplýsingum til glæpamanna. Eftir að hafa gegnt stöðu í deild ótengdri rannsóknum á fíkniefnamálum var hann færður í deild sem kemur að símahlustunum. Urgur var hjá starfsfólki lögreglu vegna þessa samkvæmt heimildum fréttastofu og þótti ákvörðunin óskiljanleg. Með þeirri tilfærslu var hann aftur komin í stöðu til að hafa áhrif á rannsóknir fíkniefnamála.Helgi Hrafn segir mikilvægt að hafa virkt eftirlit með störfum lögreglunnar. Eftirlitið verði að hafa frumkvæði að því að skoða mál.vísir/vilhelmÍ nóvember skilaði nefnd, sem innanríkisráðherra skipaði, skýrslu um meðferð kærumála gagnvart lögreglu. Í henni er lagt til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir tillögur nefndarinnar ekki duga. Mikilvægt sé að koma upp sjálfstæðri stofnun sem hafi eftirlit með störfum lögreglunnar og hafi frumkvæði að því að skoða einstök mál.Sjá einnig:Blað brotið ef upp kemst mútumál hjá íslensku lögreglunni „Embætti lögreglu er mannleg stofnun. Það eru brestir í öllum mannlegum stofnunum. Lögreglan er hins vegar eina mannlega stofnunin sem hefur heimild til að beita líkamlegu valdi. Í því sambandi er mikilvægt að hafa eftirlit með lögreglumönnum. Eftirlitið sem við viljum er miklu víðtækara en einfaldlega það hvort þeir fara eftir hegningarlögum eða ekki,“ segir Helgi Hrafn. „Það er svo mikilvægt að fyrirbyggja þessa hluti og að lögreglumenn viti að þeir séu ekki einu varðmennirnir, heldur séu líka aðrir varðmenn að fylgjast með varðmönnunum."
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Lögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi Ekki er um að ræða þann lögreglumann sem grunaður er um leka í starfi. 5. janúar 2016 15:48
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33