Kollegar lögreglumannsins steinhissa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 10:30 Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og reynslumikill innan fíkniefnadeildar. Vísir/GVA Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15