Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Höskuldur Kári Schram skrifar 6. janúar 2016 12:00 Snorri segir að lögreglumenn vonist til að sjá málið hreyfast á þessu ári. Vísir/Vilhelm Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir það vilja lögreglumanna að fá einhverskonar innra eftirlit eða eftirlit óháðs aðila með störfum sínum. Hann segir að slíkt eftirlit þekkist víða í nágrannalöndum og að íslenskir lögreglumenn hafi kallað eftir því um árabil.Hafa bent á leiðir „Afstaða lögreglumanna til þess er sú að það sé nauðsyn á því og það hefur verið bent á það í áraraðir að það sé þörf á slíku eftirliti og það hefur verið fjallað um það meðal annars á þingum landssambands lögreglumanna. Svona eftirlitsaðilar eru til staðar til dæmis í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð og víðar og við höfum bent á þær leiðir sem þar hafa verið farnar.“ En hvernig mun slíkt eftirlit starfa? Snorri segir að fyrir liggi skýrsla í innanríkisráðuneytinu sem fjalli um akkúrat það. „Það er komin skýrsla vinnuhóps sem innanríkisráðherra skipaði um þessi atriði og við mættum á fund þess vinnuhóps og útlistuðum hvað við vissum um þessar stofnanir sem framkvæma þetta eftirlit í þessum löndum sem ég nefndi,“ segir hann. „Þetta eru hlutlausir aðilar sem að hafa eftirlit með tilteknum störfum eða öllum störfum lögreglu og geta kallað eftir upplýsingum til að geta kynnt sér mál frekar.“ Ekki nauðsynlegt að hafa sér ríkisapparat Snorri er þó ekki sannfærður um að það þurfi sérstaka ríkisstofnun til að halda utan um þetta eftirlitshlutverk. „Sumir hafa nefnt í þessu samhengi einhverskonar þingnefnd, ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin, en einhver eftirlitsaðili. Ég er reyndar ekki viss um að rétta leiðin sé heldur að stofna enn eitt ríkisapparat eða stofnun um þetta en einhver svona aðili þarf að vera til staðar eigi síður.“ Snorri segir að hreyfing þurfi að komast á málið; óeðlilegt sé að lögreglumenn rannsaki kollega sína. Þetta fyrirkomulag er óþægilegt fyrir alla aðila? „Það segir sig sjálft og þarf svo sem ekkert að orðlengja neitt meira eða frekar um það. Eðlilegast væri að þetta væru einhverjir hlutlausir aðilar, það er eiginlega ótækt að setja lögreglumenn í þá stöðu að þeir séu að rannsaka meint brot kollega sinna.“Ótækt að láta lögreglumenn rannsaka kollega Lögreglumönnum í öðrum umdæmum en þeim sem þeir lögreglumenn sem grunaðir eru um eitthvað misjafnt í starfi er gjarnan falið að rannsaka málið. Snorri segir það ekki breyta miklu er varðar þá óþægilegu stöðu sem rannsakendur séu settir í. „Það get ég ekki séð. Lögreglan á Íslandi telur ekki nema rétt rúmlega 650 einstaklinga og í ekki stærra umhverfi þekkjast menn meira og minna innbyrðis og vita hverjir af öðrum þannig að þetta er eins og ég sagði áðan ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu að þurfa að vinna hlutina með þessum hætti,“ segir hann.Vilja sjá hreyfingu á málinu Snorri segir að lögreglumenn vonist til að sjá málið hreyfast á þessu ári; að einhverskonar innra eftirlit verði komið á fljótlega. „Já það er vonandi. Maður átti reyndar von á því að þetta væri komið mun lengra en það virðist vera komið. Þessi vinnuhópur skilaði af sér skýrslu til innanráðherra í nóvember síðastliðnum þannig að skýrslan liggur væntanlega fyrir í ráðuneytinu og þá er það ráðherra að taka ákvörðun um næstu skref og rétt kannski að leita svara þar hver þau verða,“ segir hann.Vill ekki tjá sig um gæsluvarðhaldið Umræða um innra eftirlit lögreglunnar stafar ekki síst af fréttum um fíkniefnalögreglumann sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlegt brot í starfi. Hið meinta brot snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig um málið sem nú er til rannsóknar og fíkniefnalögreglumanninn sem situr nú í gæsluvarðhaldi. „Nei ég get ekkert tjáð mig um það og veit ekkert um það annað en ég hef leisð og séð í fjölmiðlum og hef engar forsendur til að tjá mig um það,“ segir hann.Kollegar í áfalli Vísir ræddi fyrr í dag við Sigríði Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóra sem staðfesti að starfsmenn lögreglunnar séu í áfalli vegna málsins. Samstarfsmönnum mannsins hefur verið boðin áfallahjálp vegna þessa. Kollegar mannsins sem fréttastofa hefur rætt við segja að tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda maðurinn ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Þetta er þó alls ekki eina dæmið um að lögreglumenn séu grunaðir um brot í starfi og hefur Vísir fjallað ítarlega um mál annars manns sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann væri að leka upplýsingum. Engin óháð rannsókn hefur verið gerð á hans máli en hann hefur verið færður til í starfi innan lögreglunnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir það vilja lögreglumanna að fá einhverskonar innra eftirlit eða eftirlit óháðs aðila með störfum sínum. Hann segir að slíkt eftirlit þekkist víða í nágrannalöndum og að íslenskir lögreglumenn hafi kallað eftir því um árabil.Hafa bent á leiðir „Afstaða lögreglumanna til þess er sú að það sé nauðsyn á því og það hefur verið bent á það í áraraðir að það sé þörf á slíku eftirliti og það hefur verið fjallað um það meðal annars á þingum landssambands lögreglumanna. Svona eftirlitsaðilar eru til staðar til dæmis í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð og víðar og við höfum bent á þær leiðir sem þar hafa verið farnar.“ En hvernig mun slíkt eftirlit starfa? Snorri segir að fyrir liggi skýrsla í innanríkisráðuneytinu sem fjalli um akkúrat það. „Það er komin skýrsla vinnuhóps sem innanríkisráðherra skipaði um þessi atriði og við mættum á fund þess vinnuhóps og útlistuðum hvað við vissum um þessar stofnanir sem framkvæma þetta eftirlit í þessum löndum sem ég nefndi,“ segir hann. „Þetta eru hlutlausir aðilar sem að hafa eftirlit með tilteknum störfum eða öllum störfum lögreglu og geta kallað eftir upplýsingum til að geta kynnt sér mál frekar.“ Ekki nauðsynlegt að hafa sér ríkisapparat Snorri er þó ekki sannfærður um að það þurfi sérstaka ríkisstofnun til að halda utan um þetta eftirlitshlutverk. „Sumir hafa nefnt í þessu samhengi einhverskonar þingnefnd, ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin, en einhver eftirlitsaðili. Ég er reyndar ekki viss um að rétta leiðin sé heldur að stofna enn eitt ríkisapparat eða stofnun um þetta en einhver svona aðili þarf að vera til staðar eigi síður.“ Snorri segir að hreyfing þurfi að komast á málið; óeðlilegt sé að lögreglumenn rannsaki kollega sína. Þetta fyrirkomulag er óþægilegt fyrir alla aðila? „Það segir sig sjálft og þarf svo sem ekkert að orðlengja neitt meira eða frekar um það. Eðlilegast væri að þetta væru einhverjir hlutlausir aðilar, það er eiginlega ótækt að setja lögreglumenn í þá stöðu að þeir séu að rannsaka meint brot kollega sinna.“Ótækt að láta lögreglumenn rannsaka kollega Lögreglumönnum í öðrum umdæmum en þeim sem þeir lögreglumenn sem grunaðir eru um eitthvað misjafnt í starfi er gjarnan falið að rannsaka málið. Snorri segir það ekki breyta miklu er varðar þá óþægilegu stöðu sem rannsakendur séu settir í. „Það get ég ekki séð. Lögreglan á Íslandi telur ekki nema rétt rúmlega 650 einstaklinga og í ekki stærra umhverfi þekkjast menn meira og minna innbyrðis og vita hverjir af öðrum þannig að þetta er eins og ég sagði áðan ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu að þurfa að vinna hlutina með þessum hætti,“ segir hann.Vilja sjá hreyfingu á málinu Snorri segir að lögreglumenn vonist til að sjá málið hreyfast á þessu ári; að einhverskonar innra eftirlit verði komið á fljótlega. „Já það er vonandi. Maður átti reyndar von á því að þetta væri komið mun lengra en það virðist vera komið. Þessi vinnuhópur skilaði af sér skýrslu til innanráðherra í nóvember síðastliðnum þannig að skýrslan liggur væntanlega fyrir í ráðuneytinu og þá er það ráðherra að taka ákvörðun um næstu skref og rétt kannski að leita svara þar hver þau verða,“ segir hann.Vill ekki tjá sig um gæsluvarðhaldið Umræða um innra eftirlit lögreglunnar stafar ekki síst af fréttum um fíkniefnalögreglumann sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlegt brot í starfi. Hið meinta brot snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig um málið sem nú er til rannsóknar og fíkniefnalögreglumanninn sem situr nú í gæsluvarðhaldi. „Nei ég get ekkert tjáð mig um það og veit ekkert um það annað en ég hef leisð og séð í fjölmiðlum og hef engar forsendur til að tjá mig um það,“ segir hann.Kollegar í áfalli Vísir ræddi fyrr í dag við Sigríði Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóra sem staðfesti að starfsmenn lögreglunnar séu í áfalli vegna málsins. Samstarfsmönnum mannsins hefur verið boðin áfallahjálp vegna þessa. Kollegar mannsins sem fréttastofa hefur rætt við segja að tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda maðurinn ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Þetta er þó alls ekki eina dæmið um að lögreglumenn séu grunaðir um brot í starfi og hefur Vísir fjallað ítarlega um mál annars manns sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann væri að leka upplýsingum. Engin óháð rannsókn hefur verið gerð á hans máli en hann hefur verið færður til í starfi innan lögreglunnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30