Lawrence talar í viðtalinu um myndina Joy þar sem hún leikur aðalhlutverkið, um kvikmyndahandritið sem hún var að skrifa með Amy Schumer og lífið í sviðsljósinu. Joy fjallar um viðskiptakonuna Joy Mangano sem sló í gegn með svokölluðum undramoppum og hlaut frægð og frama í gegnum sjónvarpsmarkaðinn Vestanhafs með allskonar tækjum og tólum sem auðvelda heimilishald.
"Ég elska Joy. Báðar Joy. Mína Joy (karakterinn) og (alvöru) Joy. Ég er með Joy herðatré í faraskápnum, þau eru frábær. Ég á gufutækið hennar líka," segir Lawrence og Cindi spyr hvort hún eigi ekki moppuna líka? "Nei, ég á hann ekki. Ég ætla ekki að ljúga; ég moppa ekki heima hjá mér sjálf," svara hún og hlær.
![](https://www.visir.is/i/8B8180B2B1D640CB1D4200144DEA908391D655A4B6342B6417FA882AAF1F10C5_713x0.jpg)