Rafrettunotkun verði minnkuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 08:00 Nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. Rafrettur eru þó ekki bannaðar á almenningsstöðum á Íslandi. NordicPhotos/Getty Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð. Rafrettur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð.
Rafrettur Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira