Skotsýning hjá Helenu Sverrisdóttur í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2016 20:47 Helena Sverrisdóttir. Vísir/Stefán Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Helena Sverrisdóttir hélt upp á útnefningu sína sem besti leikmaður fyrri hluta Domino´s deildar kvenna í körfubolta með því að eiga stóraleik í Hveragerði í kvöld. Haukakonur héldu stöðu sinni á toppnum með 43 stiga sigri á Hamar, 90-48. Helena var með 28 stig á 22 mínútum og hitti úr 11 af 14 skotum sínum. Helena nýtti meðal annars öllum fimm þriggja stiga skotin sín í leiknum. Helena lét sér ekki nægja að skora öll þessi stig því hún var einnig með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. María Lind Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Hauka og Sólrún Inga Gísladóttir bætti við 14 stigum en níu þeirra komu í fyrsta leikhlutanum. Hamarsliðið rak bandaríska leikmann sinn um jólin og mætti kanalaust til leiks á móti toppliðinu. Hamarsstelpur máttu sín því lítils á móti Haukum þótt Hafnarfjarðarliðið sé ekki með bandarískan leikmann í sínum röðum. Ali Ford kemur í staðinn fyrir Suriya McGuire en hún gat ekki náð leiknum á móti Haukum í kvöld. Botnlið deildarinnar mátti alls ekki við þessu og átti aldrei möguleika í leiknum. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í kvöld og endaði með 21 stig og 12 fráköst. Haukaliðið komst í 5-0, 15-1 og 23-9 en var síðan tuttugu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 31-11. Hamarskonur héldu í við Haukaliðið í öðrum leikhlutanum sem endaði 15-14 fyrir Hamarsliðið. Haukaliðið var því nítján stigum yfir í hálfleik, 45-26. Helena var komin með 15 stig í hálfleik en hún skoraði 13 stig í þriðja leikhlutanum sem Haukaliðið vann 24-17. Eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði.Hamar-Haukar 48-90 (11-31, 15-14, 17-24, 5-21)Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 21/12 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 8, Heiða Björg Valdimarsdóttir 7, Nína Jenný Kristjánsdóttir 7/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 3, Karen Munda Jónsdóttir 2.Haukar: Helena Sverrisdóttir 28/9 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir, María Lind Sigurðardóttir 17/7 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 14/4 fráköst/5 stolnir, Þóra Kristín Jónsdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína María Gunnlaugsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 3/4 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira