Kaupir Volkswagen 115.000 bíla af bandarískum kaupendum? Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 11:14 Dísilvélasvindlið verður Volkswagen dýrt. Ein afleiðing dísilvélasvindls Volkswagen gæti orðið sú að fyrirtækið þurfi að kaupa til baka eina 115.000 bíla af bandarískum eigendum Volkswagen og Audi bíla. Það er um fimmtungur þeirra 580.000 bíla sem eru með svindlhugbúnaðinum sem styrinn snýst um í Bandaríkjunum. Hinir 465.000 bílarnir þurfa að fara í gegnum breytingar sem kosta munu Volkswagen háar fjárhæðir og fela í sér útskipti á útblásturskerfi þeirra. Eldri gerðir Volkswagen og Audi bíla með 2,0 lítra dísilvélar munu kosta Volkswagen hvað mest þar sem breytingarnar sem gera þarf á þeim eru stórtækastar og þeir bílar eru líklegastir til að enda aftur í höndunum á Volkswagen sem greiða þarf þá eigendum þeirra út kaupin. U.S. Environmental Protection Agency (EPA) er ekki enn sátt við þær lausnir sem Volkswagen hefur kynnt þeim en viðræður standa yfir við Volkswagen um lausn sem yfirvöld og kaupendur bílanna yrðu sáttir við. Volkswagen hefur verið kært fyrir svindlið í Bandaríkjunum og hljómar bótakrafa löggjafans uppá 48 milljarða dollara, eða 6.250 milljarða króna. Líklegt er þó að samið verði um lægri upphæð og eru mörg fordæmi fyrir slíkum samningum. Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent
Ein afleiðing dísilvélasvindls Volkswagen gæti orðið sú að fyrirtækið þurfi að kaupa til baka eina 115.000 bíla af bandarískum eigendum Volkswagen og Audi bíla. Það er um fimmtungur þeirra 580.000 bíla sem eru með svindlhugbúnaðinum sem styrinn snýst um í Bandaríkjunum. Hinir 465.000 bílarnir þurfa að fara í gegnum breytingar sem kosta munu Volkswagen háar fjárhæðir og fela í sér útskipti á útblásturskerfi þeirra. Eldri gerðir Volkswagen og Audi bíla með 2,0 lítra dísilvélar munu kosta Volkswagen hvað mest þar sem breytingarnar sem gera þarf á þeim eru stórtækastar og þeir bílar eru líklegastir til að enda aftur í höndunum á Volkswagen sem greiða þarf þá eigendum þeirra út kaupin. U.S. Environmental Protection Agency (EPA) er ekki enn sátt við þær lausnir sem Volkswagen hefur kynnt þeim en viðræður standa yfir við Volkswagen um lausn sem yfirvöld og kaupendur bílanna yrðu sáttir við. Volkswagen hefur verið kært fyrir svindlið í Bandaríkjunum og hljómar bótakrafa löggjafans uppá 48 milljarða dollara, eða 6.250 milljarða króna. Líklegt er þó að samið verði um lægri upphæð og eru mörg fordæmi fyrir slíkum samningum.
Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent