Donald Trump hefur sent frá sér kosningamyndband þar sem hann skýtur föstum skotum á Hillary Clinton, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Í myndbandinu, sem fór í birtingu í kvöld, heyrist rödd Hillary undir myndum af eiginmanni hennar, fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum Bill Clinton, og Monicu Lewinsky sem Bill átti vingott við í embætti.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
Þá eru einnig sýndar myndir af Anthony Weiner, fyrrum öldungardeildarþingmanni og nánum samstarfsmanni þeirra hjóna, sem þurfti að segja af sér eftir að upp komst um samskipti hans við stúlku undir lögaldri. Einnig bregður fyrir mynd af Hillary ásamt Bill Cosby sem sakaður er um fjölda kynferðisbrota gegn tugum kvenna.
Undir myndunum hljómar svo brot úr frægri ræðu Hillary um kvenréttindi frá árinu 1995.
Trump hefur í kosningabaráttu sinni minnst reglulega á hjúskaparbrot Bills Clinton meðan hann sat á forsetastóli. Auðkýfingurinn mælist sem fyrr með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins.