Kvennalið Hauka klárar ekki tímabilið án bandarísk leikmanns því Chelsie Alexa Schweers, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, hefur fengið leikheimild hjá Haukum. Þetta kemur fram á heimasíðu Körfuknattleiksambands Íslands.
Nýliðar Stjörnunnar létu Chelsie Alexa Schweers fara á dögunum þrátt hún væri að skora 31,0 stig að meðaltali í leik og væri stigahæsti leikmaður Domino´s deildar kvenna.
Það kom mörgum á óvart að Stjarnan léti Schweers fara en hún hafði verið meidd á hendi og missti af leikjum vegna þess. Haukarnir voru hinsvegar fljótir að semja við hana enda er hún frábær leikmaður sem hefur sannað sig í íslensku deildinni.
Chelsie Alexa Schweers var einnig með 7,7 fráköst og 5,3 stoðsendingar í leik en hún næstbesta þriggja stiga skyttan í deildinni með 39 prósent nýtingu í þriggja stiga skotum.
Haukaliðið verður ekki árennilegt í framhaldinu en nú með tvo af þremur framlagshæstu leikmönnum deildarinnar innanborðs.
Fyrir er Helena Sverrisdóttir sem í öðru sæti yfir hæsta framlagið í deildinni en Schweers er þar í þriðja sætinu.
Haukar eru í efsta sæti deildarinnar og hafa aðeins tapað einum leik á öllu tímabilinu. Það er ekki hægt að sjá að Haukakonur tapi fleiri leikjum í vetur nú þegar Schweers er kominn við hlið þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur.
Haukaliðið ætti að geta boðið upp á þriggja stiga skotnýtingu í leikjum sínum en í liðinu eru nú fjórar af sex bestu þriggja stiga skyttum Domino´s-deildar kvenna.
Haukakonur fá til sín stigahæsta leikmann deildarinnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn





Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


Fleiri fréttir
