Strákarnir ætla sér stóra hluti á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2015 06:00 Sextán marka maður. Ómar Ingi Magnússon er í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í Rússlandi. Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi. Handbolti Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon og félagar í íslenska 19 ára landsliðinu hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi og þar á meðal eru sigrar á móti Þýskalandi og Spáni. Strákarnir unnu Egypta í gær. „Þetta hefur byrjað vel hjá okkur þó að leikurinn í dag hafi ekki verið upp á marga fiska. Tveir fyrstu voru mjög góðir hjá okkur en þessi er vonandi bara undantekningin. Við kláruðum hann og það er það sem skipti máli,“ segir Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska liðinu. Íslenska liðið lét sér nægja tveggja marka sigur á Egyptum 31-29 en áður hafði liðið unnið Þýskaland 34-26 og Spán með einu marki, 25-24. „Við spiluðum mjög vel á móti Þýskalandi og vorum frábærir á móti Spáni. Stemningin er góð hjá okkur og allir eru glaðir og flottir,“ segir Ómar Ingi sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins með sextán mörk í þessum þremur leikjum. Íslenska liðið vann Opna Evrópumótið í Gautaborg með sigri á Svíum í úrslitaleik og strákarnir hafa haldið sigurförinni áfram á þessu móti. „Við erum ekki búnir að tapa í þó nokkurn tíma, síðan í fyrra einhvern tímann,“ segir Ómar Ingi. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu móti en markmiðið núna er samt bara að klára riðilinn. Það eru tveir leikir eftir í riðlinum og við þurfum að klára þá almennilega til að fá sem auðveldastan andstæðing í 16 liða úrslitunum. Síðan pælum við bara í 16 liða úrslitunum þegar þar að kemur,“ segir Ómar Ingi og passar sig á því að tala ekki af sér. Íslenska nítján ára liðið er búið að vinna alla fjórtán leiki sína á árinu 2015. Sigurinn á Spáni þar sem Ómar Ingi skoraði sigurmarkið er einn af þeim stærri til þessa í ár „Spánn lenti í þriðja sæti á Evrópumótinu í fyrra og er með eitt af bestu liðum í heimi. Á góðum degi erum við þar líka. Við getum unnið alla en þetta getur líka farið illa á móti öllum ef við erum ekki á tánum,“ segir Ómar Ingi. „Það eru sömu gildi í gangi hjá okkur eins og öllum íslenskum liðum sem er stemningin, barátta og vilji. Við erum flest allir í góðum hlutverkum hjá liðunum okkar heima. Við fáum þar mikið að gera og það er sett ábyrgð á okkur sem þroskar okkur gríðarlega,“ segir Ómar Ingi sem er frá Selfossi en spilað með Val á síðasta ári. „Hvert smáatriði skiptir máli í svona leikjum og hver ákvörðun skiptir máli. Hausinn er einbeittur á riðilinn núna en síðan koma aðrar hugsanir eftir það. Við ætlum bara að taka einn leik í einu,“ segir Ómar en liðið mætir Noregi í dag. Norðmenn hafa líka unnið þrjá fyrstu leiki sína. „Norðmenn eru stórir og sterkir. Þeir keyra líka mikið og þetta verður erfiður leikur,“ segir Ómar og hann viðurkennir að það sé hungur í fleiri sigra innan íslenska liðsins. „Það væri ekki verra að geta haldið sigurgöngunni áfram fram eftir ágústmánuði,“ segir Ómar Ingi.
Handbolti Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn