Siðferðileg skylda? Skjóðan skrifar 12. ágúst 2015 12:00 Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Alþingi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Utanríkismálanefnd Alþingis er einróma í afstöðu sinni um að Ísland skuli taka þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna og ESB gagnvart Rússlandi vegna framgöngu Rússa gegn Úkraínumönnum og innlimunar Krímskaga í Rússland á síðasta ári þrátt fyrir að líkur séu verulegar á að Rússar setji Ísland á lista ríkja sem beitt verða viðskiptabanni vegna þessa. Þessi afstaða er réttlætt með því að vísa til siðferðilegrar skyldu okkar Íslendinga til að standa með nágrannaþjóðum okkar gegn svívirðilegum yfirgangi Rússa við nágrannaþjóð. Allir hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi hafa mótmælt þátttöku okkar í þvingunaraðgerðum stórveldanna gegn Rússum. Hagsmunir stórútgerðarinnar, fiskvinnslunnar, smábátasjómanna og annarra í greininni eru sameiginlegir í þessum efnum. Setji Rússar viðskiptabann á Ísland geta útflutningstekjur okkar lækkað um þrjátíu milljarða eða meira í einu vetfangi. Slíkt tekjutap skaðar ekki einungis fyrirtæki í sjávarútvegi heldur hagkerfið allt. Vangaveltur utanríkisráðherra um að utanríkisþjónustan geti aðstoðað sjávarútvegsfyrirtæki við að finna nýja markaði í stað Rússlandsmarkaðar eru hjáróma. Utanríkisráðuneytið er ekki í stakk búið til að veita slíka aðstoð og þess utan tekur langan tíma að vinna nýja markaði þó að auðvelt sé að glata mörkuðum á einni nóttu. Tugmilljarða samdráttur á útflutningstekjum veldur lækkun krónunnar, sem aftur leiðir til aukinnar verðbólgu, sem kemur illa við heimili og fyrirtæki. Verðtryggðar skuldir heimilanna hækka. Spyrja má hvort íslensk stjórnvöld beri meiri siðferðilega skyldu gagnvart Bandaríkjunum og forystuþjóðum ESB en gagnvart íslenskum fyrirtækjum og heimilum? Voru það ekki einmitt Bandaríkin, Bretland, Holland og fleiri ríki, sem nú eru í broddi fylkingar þeirra sem beita Rússa þvingunaraðgerðum, sem gengu hvað harðast fram í að knýja íslenska ríkið til að hengja Icesave-skuldir Landsbankans á herðar íslensks almennings? Þegar bandamenn okkar í NATO í Evrópu með Breta í broddi fylkingar settu löndunarbann á íslenskan fisk á tímum þorskastríða, örfáum árum eftir að íslenskir sjómenn höfðu hætt lífi og limum til að sjá Bretum fyrir mat í síðari heimsstyrjöldinni, opnuðu Rússar markaði sína fyrir íslenskan fisk. Bretar hafa ítrekað sýnt okkur Íslendingum yfirgang og fjandskap, svo sem með beitingu hryðjuverkalaga í október 2008. Íslensk stjórnvöld og utanríkismálanefnd Alþingis þurfa líka að hugsa það til enda ef ætlunin er að láta milliríkjaviðskipti okkar ráðast af siðferðilegri afstöðu okkar til meðferðar stjórnvalda í viðskiptalöndum okkar á eigin þegnum eða annarra ríkja. Ættum við þá ekki að setja viðskiptabann á Kína, Króatíu, Serbíu, Bandaríkin og fleiri lönd? Lýstum við stuðningi við stjórnarstefnu Sovétríkjanna er við áttum farsæl viðskipti við þau í áratugi?Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Alþingi Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira