Taglhnýtingar valdsins Þorvaldur Gylfason skrifar 23. júlí 2015 07:00 Ef óður maður misþyrmir gamalli konu, þá segja menn ekki: Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ef þingmenn þóknast sérhagsmunum með því að salta stjórnarskrá sem 2/3 kjósenda hafa samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá segja menn ekki: Lýðræðistilraunin tókst ekki. Þvílíkt orðaval á ekki við en það markar samt opinbera orðræðu í ýmsum löndum þar sem venjulegt fólk hefur of lítil völd og stjórnmálamenn of mikil. Vandinn er vel þekktur í alræðisríkjum eins og t.d. saga Rússlands vitnar um og George Orwell lýsti vel í bók sinni 1984, og hann teygir anga sína ennþá hingað heim þar sem stjórnmálaumræða fer að miklu leyti fram í öfugmælastíl og margir opinberir starfsmenn og aðrir skjálfa af ótta við valdið nema þeir séu valdið. Hér segir frá fjórum prófessorum í Háskóla Íslands og framgöngu þeirra.Fjórir prófessorar hafa orðið Prófessor A sér öll tormerki á að Alþingi staðfesti nýja stjórnarskrá sem 2/3 kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og hefur hamrað á að kjörsókn hafi verið lítil (49%). Sami prófessor sagði í sjónvarpsfréttum 13. apríl sl. um kjörsókn í rektorskjöri í Háskóla Íslands (45%): „Kjörsóknin var mjög góð.“ Prófessor B hafði þetta að segja í Morgunblaðinu 13. desember 2012, sjö vikum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna: „Í fyrsta lagi er þjóðfundur ekki viðurkennd aðferðafræði … Það eru einkum tveir hópar sem ég held að þurfi að koma að samningu stjórnarskrár … Annars vegar reyndir stjórnmálamenn ... Hins vegar eru það sérfræðingarnir … ákveðin elíta hefur það starf að kynna sér mál.“ Ómari Ragnarssyni var ekki skemmt aldrei slíku vant. Hann sagði í Moggabloggi sínu: „Viðtalið er fullt af mótsögnum og rangfærslum.” Trampe greifi má hins vegar una glaður við ummælin um þjóðfundinn. Prófessor C telur „ekki þörf á að gera miklar breytingar á [stjórnarskránni] … vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar“ eins og var haft eftir honum í Fréttablaðinu 13. september sl. líkt og engin þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram. Hann var formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis. Prófessor D sagði þetta í viðtali við Frjálsa verslun (svörin voru skrifleg, sjá heimur.is 4. janúar 2013): „Frumvarpið er ótrúlegt plagg. Stór hluti mannréttindakaflans er vaðall ...“ Mannréttindakaflinn geymir m.a. ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu sem 83% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni tíu vikum fyrir viðtalið og einnig umhverfisverndarákvæðin. Sami prófessor hafði áður skrifað í Morgunblaðið 2. marz 2011: „Þeir einir eru valdir til að semja nýja stjórnarskrá sem taka ekki mark á stjórnarskrá lýðveldisins.“ Hann var skipaður í ráðgjafaráð fjármálaráðherra 2013.„Háborð sýndarveruleikans“ Þessir fjórir prófessorar endurspegla ekki Háskóla Íslands, öðru nær. Fjölmargir prófessorar veittu mér og öðrum fulltrúum í stjórnlagaráði örláta aðstoð við samningu stjórnarskrárfrumvarpsins 2011 og studdu verkið með ráðum og dáð. Ég hygg að Svanur Kristjánsson prófessor hafi mælt fyrir munn margra háskólamanna og annarra kjósenda þegar hann kallaði frumvarpið „eitt merkilegasta skjal sem til hefur orðið í allri stjórnmálasögu landsins“ enda er frumvarpið í góðu samræmi við niðurstöðu þjóðfundarins 2010. Fulltrúarnir á þjóðfundinum voru valdir af handahófi úr þjóðskrá og endurspegluðu því þjóðarviljann. Þegar Alþingi hafði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 með lögboðnum þriggja mánaða fyrirvara sendu Samtök um nýja stjórnarskrá áskorun til rektora háskólanna um að halda fræðslufundi um frumvarpið kjósendum til glöggvunar. Þeirri áskorun var ekki sinnt. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna tóku nokkrir sjálfvaldir prófessorar sig til og héldu sjö fundi um málið. Til að ávarpa fundina voru nær eingöngu fengnir andstæðingar frumvarpsins, sumir þrisvar (t.d. prófessor A og prófessor B), aðrir tvisvar (t.d. fv. formaður SUS). Engum fulltrúa úr stjórnlagaráði var boðið að ávarpa þessa háskólafundi og sátu þó í ráðinu m.a. fimm prófessorar, þrír aðrir háskólasérfræðingar og fjórir lögfræðingar. Um einn þessara funda sagði Guðmundur Gunnarsson fv. stjórnlagaráðsfulltrúi í tímaritinu Herðubreið: „Háskólinn varð þannig að háborði sýndarveruleikans, þar fengu einungis að taka til máls skoðanabræður valdastéttarinnar.“ Annar fv. stjórnlagaráðsfulltrúi, Vilhjálmur Þorsteinsson, tók í sama streng á eyjan.is: „Mikið vildi ég óska að frummælendur á fundinum í dag hefðu meiri yfirsýn um og ábyrgðartilfinningu gagnvart því sögulega stjórnarskrárferli sem hér hefur átt sér stað frá árinu 2010 og hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim. Og skildu betur inntak þess að allt vald kemur frá þjóðinni.” Margir aðrir sem fylgdust með þessum fundum utan úr sal segja sömu sögu.Vantraust kallar á viðbrögð Meðvirkni, valdhlýðni og hlutdrægni prófessora grafa undan trausti almennings til háskóla. Skv. þjóðarpúlsi Capacents hefur traust fólksins í landinu til Háskóla Íslands dvínað um fimmtung frá 2008, úr 90% í 72%. Dvínandi traust kallar á viðbrögð. Nýs rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benediktssonar, bíða brýn verkefni. Eitt þeirra er að efla innri starfshætti í ætt við þá sem erlendir háskólar nota til að verðskulda traust og virðingu. Færar leiðir að því marki eru efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ef óður maður misþyrmir gamalli konu, þá segja menn ekki: Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ef þingmenn þóknast sérhagsmunum með því að salta stjórnarskrá sem 2/3 kjósenda hafa samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá segja menn ekki: Lýðræðistilraunin tókst ekki. Þvílíkt orðaval á ekki við en það markar samt opinbera orðræðu í ýmsum löndum þar sem venjulegt fólk hefur of lítil völd og stjórnmálamenn of mikil. Vandinn er vel þekktur í alræðisríkjum eins og t.d. saga Rússlands vitnar um og George Orwell lýsti vel í bók sinni 1984, og hann teygir anga sína ennþá hingað heim þar sem stjórnmálaumræða fer að miklu leyti fram í öfugmælastíl og margir opinberir starfsmenn og aðrir skjálfa af ótta við valdið nema þeir séu valdið. Hér segir frá fjórum prófessorum í Háskóla Íslands og framgöngu þeirra.Fjórir prófessorar hafa orðið Prófessor A sér öll tormerki á að Alþingi staðfesti nýja stjórnarskrá sem 2/3 kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og hefur hamrað á að kjörsókn hafi verið lítil (49%). Sami prófessor sagði í sjónvarpsfréttum 13. apríl sl. um kjörsókn í rektorskjöri í Háskóla Íslands (45%): „Kjörsóknin var mjög góð.“ Prófessor B hafði þetta að segja í Morgunblaðinu 13. desember 2012, sjö vikum eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna: „Í fyrsta lagi er þjóðfundur ekki viðurkennd aðferðafræði … Það eru einkum tveir hópar sem ég held að þurfi að koma að samningu stjórnarskrár … Annars vegar reyndir stjórnmálamenn ... Hins vegar eru það sérfræðingarnir … ákveðin elíta hefur það starf að kynna sér mál.“ Ómari Ragnarssyni var ekki skemmt aldrei slíku vant. Hann sagði í Moggabloggi sínu: „Viðtalið er fullt af mótsögnum og rangfærslum.” Trampe greifi má hins vegar una glaður við ummælin um þjóðfundinn. Prófessor C telur „ekki þörf á að gera miklar breytingar á [stjórnarskránni] … vegna þess að ég tel að stjórnarskrár eigi almennt að vera stöðugar“ eins og var haft eftir honum í Fréttablaðinu 13. september sl. líkt og engin þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram. Hann var formaður stjórnarskrárnefndar Alþingis. Prófessor D sagði þetta í viðtali við Frjálsa verslun (svörin voru skrifleg, sjá heimur.is 4. janúar 2013): „Frumvarpið er ótrúlegt plagg. Stór hluti mannréttindakaflans er vaðall ...“ Mannréttindakaflinn geymir m.a. ákvæðið um auðlindir í þjóðareigu sem 83% kjósenda lýstu stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslunni tíu vikum fyrir viðtalið og einnig umhverfisverndarákvæðin. Sami prófessor hafði áður skrifað í Morgunblaðið 2. marz 2011: „Þeir einir eru valdir til að semja nýja stjórnarskrá sem taka ekki mark á stjórnarskrá lýðveldisins.“ Hann var skipaður í ráðgjafaráð fjármálaráðherra 2013.„Háborð sýndarveruleikans“ Þessir fjórir prófessorar endurspegla ekki Háskóla Íslands, öðru nær. Fjölmargir prófessorar veittu mér og öðrum fulltrúum í stjórnlagaráði örláta aðstoð við samningu stjórnarskrárfrumvarpsins 2011 og studdu verkið með ráðum og dáð. Ég hygg að Svanur Kristjánsson prófessor hafi mælt fyrir munn margra háskólamanna og annarra kjósenda þegar hann kallaði frumvarpið „eitt merkilegasta skjal sem til hefur orðið í allri stjórnmálasögu landsins“ enda er frumvarpið í góðu samræmi við niðurstöðu þjóðfundarins 2010. Fulltrúarnir á þjóðfundinum voru valdir af handahófi úr þjóðskrá og endurspegluðu því þjóðarviljann. Þegar Alþingi hafði boðað til þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 með lögboðnum þriggja mánaða fyrirvara sendu Samtök um nýja stjórnarskrá áskorun til rektora háskólanna um að halda fræðslufundi um frumvarpið kjósendum til glöggvunar. Þeirri áskorun var ekki sinnt. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna tóku nokkrir sjálfvaldir prófessorar sig til og héldu sjö fundi um málið. Til að ávarpa fundina voru nær eingöngu fengnir andstæðingar frumvarpsins, sumir þrisvar (t.d. prófessor A og prófessor B), aðrir tvisvar (t.d. fv. formaður SUS). Engum fulltrúa úr stjórnlagaráði var boðið að ávarpa þessa háskólafundi og sátu þó í ráðinu m.a. fimm prófessorar, þrír aðrir háskólasérfræðingar og fjórir lögfræðingar. Um einn þessara funda sagði Guðmundur Gunnarsson fv. stjórnlagaráðsfulltrúi í tímaritinu Herðubreið: „Háskólinn varð þannig að háborði sýndarveruleikans, þar fengu einungis að taka til máls skoðanabræður valdastéttarinnar.“ Annar fv. stjórnlagaráðsfulltrúi, Vilhjálmur Þorsteinsson, tók í sama streng á eyjan.is: „Mikið vildi ég óska að frummælendur á fundinum í dag hefðu meiri yfirsýn um og ábyrgðartilfinningu gagnvart því sögulega stjórnarskrárferli sem hér hefur átt sér stað frá árinu 2010 og hefur vakið athygli og aðdáun víða um heim. Og skildu betur inntak þess að allt vald kemur frá þjóðinni.” Margir aðrir sem fylgdust með þessum fundum utan úr sal segja sömu sögu.Vantraust kallar á viðbrögð Meðvirkni, valdhlýðni og hlutdrægni prófessora grafa undan trausti almennings til háskóla. Skv. þjóðarpúlsi Capacents hefur traust fólksins í landinu til Háskóla Íslands dvínað um fimmtung frá 2008, úr 90% í 72%. Dvínandi traust kallar á viðbrögð. Nýs rektors Háskóla Íslands, Jóns Atla Benediktssonar, bíða brýn verkefni. Eitt þeirra er að efla innri starfshætti í ætt við þá sem erlendir háskólar nota til að verðskulda traust og virðingu. Færar leiðir að því marki eru efni í aðra grein.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun