Leikskólar tilkynna síður um vanrækslu barna Snærós Sindradóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Börn bera harm sinn oft í hljóði vegna trúnaðar við foreldra sína. VÍSIR/VILHELM Leikskólar Reykjavíkur eru tregari til að tilkynna barnaverndarmál en grunnskólar borgarinnar. Þetta segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þótt skólar og leikskólar sinni frekar tilkynningaskyldu sinni nú en fyrir nokkrum árum séu leikskólar ólíklegri til að tilkynna um vanrækslu eða ofbeldi á börnum en grunnskólar. „Ég held að það tengist beinum og nánum samskiptum leikskólanna við foreldra barnanna. Það er ákveðinn ótti við að barn hætti að mæta í leikskólann eða það skipti um skóla.“Halldóra Dröfn GunnarsdóttirEinnig óttist skólastarfsmenn viðbrögð foreldra þegar tilkynnt er um heimilisaðstæður. „Foreldrarnir koma fokvondir yfir því að málið hafi verið tilkynnt og þá finnst fólki kannski að betur hefði mátt kyrrt liggja.“ Halldóra segir að tilkynningar strandi líka á vantrú skólastjórn‑enda og kennara á barnaverndarkerfinu í heild sinni. Margir telji að barnaverndaryfirvöld bregðist ekki við tilkynningum um ofbeldi og vanrækslu. „Skólarnir eru ekki alltaf ánægðir með okkur. Þeim finnst við ekki gera nóg og ekki nógu hratt. Þetta eru miklar tilfinningar þegar verið er að horfa á börn sem líður illa. En það að þú tilkynnir til Barnaverndar þýðir ekki endilega að einhver stökkbreyting verði á lífi barnanna á einum degi.“ Hún segir að það eigi frekar við um mál þar sem börn eru ekki skilgreind í stórhættu. Komi mjög alvarleg mál inn á borð Barnaverndar sé reynt að grípa inn í strax með einhverjum hætti. Samskipti skóla og barnaverndarnefndar eru almennt góð, að mati Halldóru. Vantrú skólanna á Barnavernd standi þeim þó fyrir þrifum. „Ég geri mér grein fyrir því að skólarnir hafa alltaf haft áhyggjur af þessum trúnaði sem er í eina átt. Þeir þurfa að tilkynna til nefndarinnar en Barnavernd getur ekki upplýst um afdrif málsins. Skólafólki finnst það stundum flókið að vita ekki hvað er gert.“ Hún segir að leyfi þurfi frá foreldrum til að hafa opnari samskipti á milli skóla og Barnaverndar um málefni barns. Annars sé nefndin bundin trúnaði. „Við getum ekki gengið fram hjá vilja foreldranna varðandi samskipti við skólana.“ „Skólar vita ekki allt um heimilisaðstæður barna. Börn geta verið mjög dul á aðstæður sínar,“ segir Halldóra. Hún segir að skólar standi sig betur nú í tilkynningum til Barnaverndar en fyrir tíu árum. Þó hafi engin stökkbreyting orðið á fjöldanum.Fleira spili þó inn í lakari tíðni tilkynninga frá leikskólum. „Við höfum reynt að handleiða skólana ákveðið varðandi tilkynningaskylduna. Við höfum kannski ekki gert það nægjanlega vel gagnvart leikskólunum.“ Aðspurð hvort færri tilkynningar geti líka verið vegna þess að færra faglært starfsfólk starfar á leikskólunum segist Halldóra ekki vita hvort það spili inn í. Það sé eitthvað sem mætti skoða og greinar betur. „Það er meiri meðvitund um tilkynningaskylduna og hefur vaxið á undanförnum árum. En það hefur ekki orðið nein stökkbreyting. Það er hæg aukning,“ segir Halldóra. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur að almennt sé skólastarfsfólk meðvitað um skyldur sínar gagnvart börnum og velferð þeirra. Þó komi fyrir að mál rati inn á borð Barnaverndar þar sem augljóst sé að skólinn eða leikskólinn hafi vanrækt að tilkynna um heimilisaðstæður. „Ég held samt að almennt sé fólk í kerfinu meðvitað. Tilkynningar til íslenskrar Barnaverndar eru miklu fleiri per íbúafjölda en þekkist í öðrum löndum. Það segir okkur að íslenskt samfélag er mjög vakandi fyrir aðstæðum barna.“ Hann tekur í sama streng og Halldóra. Stundum viti skólinn einfaldlega ekki af því að eitthvað sé að. „Börn sem búa við þessar aðstæður eru oft eins og litlar hetjur. Þau eru ofboðslega duglegir krakkar og þau bera ekkert sínar sorgir á torg.“ Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur eru tregari til að tilkynna barnaverndarmál en grunnskólar borgarinnar. Þetta segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Halldóra segir að þótt skólar og leikskólar sinni frekar tilkynningaskyldu sinni nú en fyrir nokkrum árum séu leikskólar ólíklegri til að tilkynna um vanrækslu eða ofbeldi á börnum en grunnskólar. „Ég held að það tengist beinum og nánum samskiptum leikskólanna við foreldra barnanna. Það er ákveðinn ótti við að barn hætti að mæta í leikskólann eða það skipti um skóla.“Halldóra Dröfn GunnarsdóttirEinnig óttist skólastarfsmenn viðbrögð foreldra þegar tilkynnt er um heimilisaðstæður. „Foreldrarnir koma fokvondir yfir því að málið hafi verið tilkynnt og þá finnst fólki kannski að betur hefði mátt kyrrt liggja.“ Halldóra segir að tilkynningar strandi líka á vantrú skólastjórn‑enda og kennara á barnaverndarkerfinu í heild sinni. Margir telji að barnaverndaryfirvöld bregðist ekki við tilkynningum um ofbeldi og vanrækslu. „Skólarnir eru ekki alltaf ánægðir með okkur. Þeim finnst við ekki gera nóg og ekki nógu hratt. Þetta eru miklar tilfinningar þegar verið er að horfa á börn sem líður illa. En það að þú tilkynnir til Barnaverndar þýðir ekki endilega að einhver stökkbreyting verði á lífi barnanna á einum degi.“ Hún segir að það eigi frekar við um mál þar sem börn eru ekki skilgreind í stórhættu. Komi mjög alvarleg mál inn á borð Barnaverndar sé reynt að grípa inn í strax með einhverjum hætti. Samskipti skóla og barnaverndarnefndar eru almennt góð, að mati Halldóru. Vantrú skólanna á Barnavernd standi þeim þó fyrir þrifum. „Ég geri mér grein fyrir því að skólarnir hafa alltaf haft áhyggjur af þessum trúnaði sem er í eina átt. Þeir þurfa að tilkynna til nefndarinnar en Barnavernd getur ekki upplýst um afdrif málsins. Skólafólki finnst það stundum flókið að vita ekki hvað er gert.“ Hún segir að leyfi þurfi frá foreldrum til að hafa opnari samskipti á milli skóla og Barnaverndar um málefni barns. Annars sé nefndin bundin trúnaði. „Við getum ekki gengið fram hjá vilja foreldranna varðandi samskipti við skólana.“ „Skólar vita ekki allt um heimilisaðstæður barna. Börn geta verið mjög dul á aðstæður sínar,“ segir Halldóra. Hún segir að skólar standi sig betur nú í tilkynningum til Barnaverndar en fyrir tíu árum. Þó hafi engin stökkbreyting orðið á fjöldanum.Fleira spili þó inn í lakari tíðni tilkynninga frá leikskólum. „Við höfum reynt að handleiða skólana ákveðið varðandi tilkynningaskylduna. Við höfum kannski ekki gert það nægjanlega vel gagnvart leikskólunum.“ Aðspurð hvort færri tilkynningar geti líka verið vegna þess að færra faglært starfsfólk starfar á leikskólunum segist Halldóra ekki vita hvort það spili inn í. Það sé eitthvað sem mætti skoða og greinar betur. „Það er meiri meðvitund um tilkynningaskylduna og hefur vaxið á undanförnum árum. En það hefur ekki orðið nein stökkbreyting. Það er hæg aukning,“ segir Halldóra. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur að almennt sé skólastarfsfólk meðvitað um skyldur sínar gagnvart börnum og velferð þeirra. Þó komi fyrir að mál rati inn á borð Barnaverndar þar sem augljóst sé að skólinn eða leikskólinn hafi vanrækt að tilkynna um heimilisaðstæður. „Ég held samt að almennt sé fólk í kerfinu meðvitað. Tilkynningar til íslenskrar Barnaverndar eru miklu fleiri per íbúafjölda en þekkist í öðrum löndum. Það segir okkur að íslenskt samfélag er mjög vakandi fyrir aðstæðum barna.“ Hann tekur í sama streng og Halldóra. Stundum viti skólinn einfaldlega ekki af því að eitthvað sé að. „Börn sem búa við þessar aðstæður eru oft eins og litlar hetjur. Þau eru ofboðslega duglegir krakkar og þau bera ekkert sínar sorgir á torg.“
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira