Trump nýtur mests fylgis repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2015 07:00 Donald Trump nýtur mikils fylgis þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna á honum. nordicphotos/afp Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov. Trump nýtur stuðnings um fimmtán prósenta þeirra sem hyggjast kjósa í forsetakosningunum. Á hæla honum koma Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, og Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, með ellefu prósent hvor. Jeb Bush þykir hins vegar líklegasti sigurvegarinn. 29 prósent telja hann sigurstranglegastan. Einungis sjö prósent telja Trump sigurstranglegastan, innan við helmingur hugsanlegra kjósenda hans. Fylgi Trumps kemur í kjölfar harðra ummæla hans um ólöglega innflytjendur en hann sagði í ræðu þar sem hann tilkynnti um framboð sitt að margir þeirra Mexíkóa sem flyttu ólöglega til Bandaríkjanna væru glæpamenn og kynferðisbrotamenn. Trump sagði í viðtali við CNN í gær að ef hann yrði forseti myndi hann varpa sprengjum á olíusvæði undir stjórn Íslamska ríkisins í Írak. Rick Francona, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði áform Trumps skaðleg fyrir Írak til lengri tíma. Í framtíðinni, eftir að Íslamska ríkinu hefði verið bolað burt, myndu olíusvæðin vera nauðsynleg fyrir uppbyggingu Íraks. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, leiðir listann hjá demókrötum. Hún nýtur stuðnings 55 prósenta hugsanlegra kjósenda. Fylgi hennar hefur þó dalað á síðustu vikum þar sem Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, hefur klifrað upp í 24 prósenta fylgi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov. Trump nýtur stuðnings um fimmtán prósenta þeirra sem hyggjast kjósa í forsetakosningunum. Á hæla honum koma Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, og Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, með ellefu prósent hvor. Jeb Bush þykir hins vegar líklegasti sigurvegarinn. 29 prósent telja hann sigurstranglegastan. Einungis sjö prósent telja Trump sigurstranglegastan, innan við helmingur hugsanlegra kjósenda hans. Fylgi Trumps kemur í kjölfar harðra ummæla hans um ólöglega innflytjendur en hann sagði í ræðu þar sem hann tilkynnti um framboð sitt að margir þeirra Mexíkóa sem flyttu ólöglega til Bandaríkjanna væru glæpamenn og kynferðisbrotamenn. Trump sagði í viðtali við CNN í gær að ef hann yrði forseti myndi hann varpa sprengjum á olíusvæði undir stjórn Íslamska ríkisins í Írak. Rick Francona, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði áform Trumps skaðleg fyrir Írak til lengri tíma. Í framtíðinni, eftir að Íslamska ríkinu hefði verið bolað burt, myndu olíusvæðin vera nauðsynleg fyrir uppbyggingu Íraks. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, leiðir listann hjá demókrötum. Hún nýtur stuðnings 55 prósenta hugsanlegra kjósenda. Fylgi hennar hefur þó dalað á síðustu vikum þar sem Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, hefur klifrað upp í 24 prósenta fylgi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira