Draumur og martröð strákanna okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2015 08:00 Strákarnir hafa haft ærna ástæðu til að fagna að undanförnu. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21
Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30
Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00