Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2015 06:30 Strákarnir hafa ærna ástæðu til að fagna. Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Ætli það verði ekki talað um íslenska knattspyrnu fyrir og eftir Lars Lagerbäck eftir nokkur ár, svo ótrúlegum árangri hefur Svíinn náð með hjálp Heimis Hallgrímssonar. Umbreytingin á íslenska karlalandsliðinu undanfarin þrjú ár er hvergi meira áberandi en í valhoppi íslenska liðsins um upp styrkleikalista FIFA. Liðið sem var nokkrum sætum neðar en Færeyjar og Liechtenstein haustið 2011 er nú komið í hóp 25 bestu knattspyrnuþjóða heims. Hinn öflugi spænski knattspyrnutölfræðingur Alexis Martín-Tamayo hefur tekið saman stig landa í næstu útgáfu FIFA-listans og samkvæmt hans útreikningum er íslenska liðið að hoppa upp í 23. sæti listans og er nú aðeins einu sæti á eftir Frökkum og sex sætum á eftir Ítölum.Aftur bestir á Norðurlöndum Ísland hefur hæst komist upp í 28. sæti listans en liðið varð efst Norðurlandaþjóða í október 2014. Danir stukku upp fyrir íslenska liðið á næsta lista en eru nú samkvæmt útreikningum Alexis komnir í annað sætið á ný. Það er langt í bæði Svía (33. sæti) og Norðmenn (neðar en 60. sæti) sem voru sem dæmi meira en hundrað sætum á undan Íslandi fyrir þremur árum síðan. Standist útreikningar Mister Chip sem bregðast nær aldrei, þá er íslenska landsliðið að hoppa um fjórtán sæti á listanum og verður þetta þá í sjöunda sinn í þjálfaratíð Lars Lagerbäck sem liðið tekur stórt stökk upp FIFA-listann á síðustu 34 mánuðum eða frá fyrsta stóra stökkinu í september 2012. Sigurinn á Tékkum á Laugardalsvelli fyrir 26 dögum kom íslenska liðinu ekki aðeins á topp riðilsins í undankeppni EM 2016 allt sumar heldur einnig upp í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM í Sankti Pétursborg í lok mánaðarins.Sextánda sæti innan Evrópu Íslenska liðið verður væntanlega í sextánda sæti af evrópsku þjóðunum á nýjum lista en liðin í sætum tíu til átján fylla annan styrkleikaflokk. Ísland er þriðja síðasta liðið þangað til og er á undan bæði Danmörku og Bosníu samkvæmt útreikningum Martín-Tamayo. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þessi sjö stóru stökk íslenska liðsins í þjálfaratíð Lars Lagerbäck en sex af þeim hafa komið eftir flotta sigra í undankeppnum. Auk þess hefur íslenska liðið sex sinnum hækkað sig um fimm til átta sæti milli útgáfu FIFA-listans þessi þrjú mögnuðu ár Lars með íslenska liðið.Vísir
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
Getum Tékkað okkur inn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið hálfa leið til Frakklands eftir frækinn endurkomusigur á Tékklandi í gær. Ísland fór með þessum sigri upp í efsta sæti riðilsins og verður þar í allt sumar að minnsta kosti. 13. júní 2015 08:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00