Steyptir í sama mót Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. júní 2015 07:00 Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óæskilegt að nýútskrifaðir lögmenn starfræki eigin lögmannsstofur. Í nýlegu viðtali veltir Reimar fyrir sér hvort ekki sé æskilegt að gera kröfu um starfsreynslu áður en lögmenn hefja sjálfstæða starfsemi. Laganám á Íslandi hefur oft verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi og skort á hagnýtri nálgun. Nokkur breyting varð þó til batnaðar með tilkomu lagadeilda í fleiri skólum en Háskóla Íslands. Samkeppni heldur fólki á tánum, þótt deila megi um hvort okkar litla samfélag þurfi alla þessa háskóla. Lögfræðingur þarf að ljúka bæði BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði. Þá tekur við nokkurra vikna námskeið til að öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður. Að námskeiði loknu teljast löglærðir fullgildir lögmenn, geta hafið störf á því sviði, og jafnvel stofnað eigin stofur. Fólk hefur þá bóklega reynslu, en stundum alls enga praktíska. Reimar bendir á að ekki tíðkist í öðrum starfsgreinum að hleypa reynslulausu fólki út á markaðinn. Hann nefnir hárgreiðslufólk sem ekki geti opnað stofu án þess að hafa verið á samningi hjá rakara. Læknar hafa sitt kandídatsár og iðnaðarfólk sína samninga. Það er dýrt fyrir samfélagið ef lögmenn eiga að fá að ljúka þjálfun sinni fyrir dómstólum. Mistök geta valdið frávísunum með tilheyrandi kostnaði og tímasóun fyrir alla sem málið varðar. Nóg er álag á dómstóla fyrir. Íslenskt laganám virðist líka skera sig úr. Í Noregi og Danmörku þurfa nýútskrifaðir að vinna í tvö til þrjú ár á lögmannstofu undir handleiðslu reyndra lögmanna áður en þeir fá titilinn og geta unnið sjálfstætt. Í Bretlandi þurfa lögmenn ekki háskólapróf í lögfræði; þeir geta verið sagnfræðingar, leikarar, fornleifafræðingar, tannsmiðir eða hvaðeina. Að lokinni háskólagráðu fara þeir í sérstaka lögfræðiskóla og nema þar eitt ár eða tvö – eftir því hvort þeir útskrifuðust úr háskóla með lögfræðigráðu eða eitthvað annað. Loks tekur við tveggja ára starfsnám á stofu. Að því loknu telst lögmaður fullnuma, solicitor eða barrister eins og það heitir í Bretlandi. Breska kerfið eykur fjölbreytni í stéttinni. Fjölbreytileikinn hefur ekki komið í veg fyrir að ensk lög verði oftast allra fyrir valinu í stórum alþjóðlegum samningum, og að enskir dómstólar hafi alþjóðlegt orðspor fyrir snjallar og fyrirsjáanlegar úrlausnir. Hér er reynslulitlu fólki hleypt út á markaðinn. Það elur líka á heimóttarskap. Ungu fólki er haldið í átthagafjötrum á háskólaárunum. Hættan er að þannig verði allir steyptir í sama mót og lítil gerjun verði í faglegri umræðu. Hvar stæði íslensk læknisfræði ef læknar sæktu ekki þekkingu út í heim? Gilda önnur lögmál um lögfræði? Reimar hefur rétt fyrir sér en bendir bara á einn þátt af mörgum. Það ætti að stytta háskólanámið, auka vægi starfsreynslu, hvetja unga lögfræðinga til að líta út fyrir landsteinana, og síðast en ekki síst forðast það eins og heitan eldinn að steypa alla í sama mótið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, telur óæskilegt að nýútskrifaðir lögmenn starfræki eigin lögmannsstofur. Í nýlegu viðtali veltir Reimar fyrir sér hvort ekki sé æskilegt að gera kröfu um starfsreynslu áður en lögmenn hefja sjálfstæða starfsemi. Laganám á Íslandi hefur oft verið gagnrýnt fyrir íhaldssemi og skort á hagnýtri nálgun. Nokkur breyting varð þó til batnaðar með tilkomu lagadeilda í fleiri skólum en Háskóla Íslands. Samkeppni heldur fólki á tánum, þótt deila megi um hvort okkar litla samfélag þurfi alla þessa háskóla. Lögfræðingur þarf að ljúka bæði BA-gráðu og meistaragráðu í lögfræði. Þá tekur við nokkurra vikna námskeið til að öðlast réttindi sem héraðsdómslögmaður. Að námskeiði loknu teljast löglærðir fullgildir lögmenn, geta hafið störf á því sviði, og jafnvel stofnað eigin stofur. Fólk hefur þá bóklega reynslu, en stundum alls enga praktíska. Reimar bendir á að ekki tíðkist í öðrum starfsgreinum að hleypa reynslulausu fólki út á markaðinn. Hann nefnir hárgreiðslufólk sem ekki geti opnað stofu án þess að hafa verið á samningi hjá rakara. Læknar hafa sitt kandídatsár og iðnaðarfólk sína samninga. Það er dýrt fyrir samfélagið ef lögmenn eiga að fá að ljúka þjálfun sinni fyrir dómstólum. Mistök geta valdið frávísunum með tilheyrandi kostnaði og tímasóun fyrir alla sem málið varðar. Nóg er álag á dómstóla fyrir. Íslenskt laganám virðist líka skera sig úr. Í Noregi og Danmörku þurfa nýútskrifaðir að vinna í tvö til þrjú ár á lögmannstofu undir handleiðslu reyndra lögmanna áður en þeir fá titilinn og geta unnið sjálfstætt. Í Bretlandi þurfa lögmenn ekki háskólapróf í lögfræði; þeir geta verið sagnfræðingar, leikarar, fornleifafræðingar, tannsmiðir eða hvaðeina. Að lokinni háskólagráðu fara þeir í sérstaka lögfræðiskóla og nema þar eitt ár eða tvö – eftir því hvort þeir útskrifuðust úr háskóla með lögfræðigráðu eða eitthvað annað. Loks tekur við tveggja ára starfsnám á stofu. Að því loknu telst lögmaður fullnuma, solicitor eða barrister eins og það heitir í Bretlandi. Breska kerfið eykur fjölbreytni í stéttinni. Fjölbreytileikinn hefur ekki komið í veg fyrir að ensk lög verði oftast allra fyrir valinu í stórum alþjóðlegum samningum, og að enskir dómstólar hafi alþjóðlegt orðspor fyrir snjallar og fyrirsjáanlegar úrlausnir. Hér er reynslulitlu fólki hleypt út á markaðinn. Það elur líka á heimóttarskap. Ungu fólki er haldið í átthagafjötrum á háskólaárunum. Hættan er að þannig verði allir steyptir í sama mót og lítil gerjun verði í faglegri umræðu. Hvar stæði íslensk læknisfræði ef læknar sæktu ekki þekkingu út í heim? Gilda önnur lögmál um lögfræði? Reimar hefur rétt fyrir sér en bendir bara á einn þátt af mörgum. Það ætti að stytta háskólanámið, auka vægi starfsreynslu, hvetja unga lögfræðinga til að líta út fyrir landsteinana, og síðast en ekki síst forðast það eins og heitan eldinn að steypa alla í sama mótið.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun