Verkefni þegar höftum sleppir Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. júní 2015 07:00 Allar líkur virðast á að ekki komi til með að reyna á stöðugleikaskatt þann sem boðaður hefur verið á eignir slitabúa föllnu bankanna hér á landi því kröfuhafar þeirra hafa fallist á að haga uppgjöri þeirra þannig að samrýmist þeim skilyrðum um stöðugleika sem stjórnvöld hafa ákveðið. Í umfjöllun greiningardeildar Arion banka er bent á að í kynningu stjórnvalda á aðgerðunum hafi verið gert ráð fyrir að stöðugleikaskattur skilaði ríkissjóði 682 til 850 milljörðum króna. Bein framlög slitabúanna með samningaleið séu nokkru lægri, eða nálægt 500 milljörðum króna. Hvað sem verði sé þó mikilvægt að nýta svigrúmið til lækkunar skulda ríkissjóðs. Ráðstöfun til aukningar útgjalda hefði þensluhvetjandi áhrif. Um leið er bent á að verði nauðasamningar staðfestir komi ekki til með að reyna á lög um stöðugleikaskatt og ríkissjóður þar með ekki lagalega skuldbundinn til að nota svigrúmið til skuldaniðurgreiðslu. Óhætt er líklega að henda á lofti vangaveltur greiningardeildarinnar og fullyrða jafnvel að skynsamlegt væri að binda í lög að fjármagn sem ríkið fær vegna uppgjörsins við slitabúin skuli fara í niðurgreiðslu skulda. Bent er á að fyrir ríkissjóð felist ávinningurinn fyrst og fremst í lækkun vaxtakostnaðar um tugi milljarða á ári. „Fyrir efnahagslífið í heild mun bætt skuldastaða ríkissjóðs koma fram í betra lánshæfismati, lægri vöxtum og vonandi stöðugri gjaldmiðli,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Hvort gjaldmiðillinn verður stöðugri er svo náttúrlega undir hælinn lagt. Í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar veltir Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur því fyrir sér hvað taki við eftir losun hafta. Krónan sé ekki traustur miðill og kalli því annaðhvort á stuðning í vaxtastefnu Seðlabankans og öðrum markaðsaðgerðum, eða fast gengi með myntráði eða inngöngu í stærra myntsvæði. Björn bendir á að hér hafi erlent fjármagn ávallt verið aflvaki framfara, enda sé mjög erfitt að fjármagna, til dæmis stórframkvæmdir, með innlendum sparnaði eingöngu. Þá gefi aðgengi að erlendum fjármálamarkaði kost á mun hagkvæmari verðbréfaviðskiptum, til dæmis vegna útgáfu ríkisskuldabréfa, auk þess sem viðunandi áhættudreifing sé nánast ómöguleg ef styðjast eigi eingöngu við innlendan markað. „Loks eru frjáls viðskipti […] mikilvægur hluti af einstaklingsfrelsi og mannréttindum.“ Björn bendir á að EES-samningurinn sé Íslandi ekki nægileg vörn og eigið regluverk landsins til að tempra áhrif fjármagnsflutninga geti hæglega leitt til einangrunar og skerðingar á samkeppnishæfni. „Meðan alþjóðlegt fjármálaregluverk er ekki til og í ljósi biturrar reynslu af fjárstraumum og bankastarfsemi án virks eftirlits eða öflugra bakhjarla er full aðild að ESB og regluverki þess eina leiðin til að tryggja stöðugleika jafnframt því að hámarka ávinning af viðskiptafrelsi með eignir og fjársýslu yfir landamæri,“ segir hann. Aðrar leiðir eru ótrúverðugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Allar líkur virðast á að ekki komi til með að reyna á stöðugleikaskatt þann sem boðaður hefur verið á eignir slitabúa föllnu bankanna hér á landi því kröfuhafar þeirra hafa fallist á að haga uppgjöri þeirra þannig að samrýmist þeim skilyrðum um stöðugleika sem stjórnvöld hafa ákveðið. Í umfjöllun greiningardeildar Arion banka er bent á að í kynningu stjórnvalda á aðgerðunum hafi verið gert ráð fyrir að stöðugleikaskattur skilaði ríkissjóði 682 til 850 milljörðum króna. Bein framlög slitabúanna með samningaleið séu nokkru lægri, eða nálægt 500 milljörðum króna. Hvað sem verði sé þó mikilvægt að nýta svigrúmið til lækkunar skulda ríkissjóðs. Ráðstöfun til aukningar útgjalda hefði þensluhvetjandi áhrif. Um leið er bent á að verði nauðasamningar staðfestir komi ekki til með að reyna á lög um stöðugleikaskatt og ríkissjóður þar með ekki lagalega skuldbundinn til að nota svigrúmið til skuldaniðurgreiðslu. Óhætt er líklega að henda á lofti vangaveltur greiningardeildarinnar og fullyrða jafnvel að skynsamlegt væri að binda í lög að fjármagn sem ríkið fær vegna uppgjörsins við slitabúin skuli fara í niðurgreiðslu skulda. Bent er á að fyrir ríkissjóð felist ávinningurinn fyrst og fremst í lækkun vaxtakostnaðar um tugi milljarða á ári. „Fyrir efnahagslífið í heild mun bætt skuldastaða ríkissjóðs koma fram í betra lánshæfismati, lægri vöxtum og vonandi stöðugri gjaldmiðli,“ segir í umfjöllun greiningardeildarinnar. Hvort gjaldmiðillinn verður stöðugri er svo náttúrlega undir hælinn lagt. Í grein í nýjasta hefti efnahagsritsins Vísbendingar veltir Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur því fyrir sér hvað taki við eftir losun hafta. Krónan sé ekki traustur miðill og kalli því annaðhvort á stuðning í vaxtastefnu Seðlabankans og öðrum markaðsaðgerðum, eða fast gengi með myntráði eða inngöngu í stærra myntsvæði. Björn bendir á að hér hafi erlent fjármagn ávallt verið aflvaki framfara, enda sé mjög erfitt að fjármagna, til dæmis stórframkvæmdir, með innlendum sparnaði eingöngu. Þá gefi aðgengi að erlendum fjármálamarkaði kost á mun hagkvæmari verðbréfaviðskiptum, til dæmis vegna útgáfu ríkisskuldabréfa, auk þess sem viðunandi áhættudreifing sé nánast ómöguleg ef styðjast eigi eingöngu við innlendan markað. „Loks eru frjáls viðskipti […] mikilvægur hluti af einstaklingsfrelsi og mannréttindum.“ Björn bendir á að EES-samningurinn sé Íslandi ekki nægileg vörn og eigið regluverk landsins til að tempra áhrif fjármagnsflutninga geti hæglega leitt til einangrunar og skerðingar á samkeppnishæfni. „Meðan alþjóðlegt fjármálaregluverk er ekki til og í ljósi biturrar reynslu af fjárstraumum og bankastarfsemi án virks eftirlits eða öflugra bakhjarla er full aðild að ESB og regluverki þess eina leiðin til að tryggja stöðugleika jafnframt því að hámarka ávinning af viðskiptafrelsi með eignir og fjársýslu yfir landamæri,“ segir hann. Aðrar leiðir eru ótrúverðugar.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun