Katalónía Þorvaldur Gylfason skrifar 25. júní 2015 07:00 Hér ætla ég að segja ykkur söguna af sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Katalónía prýðir norðausturhluta Spánar. Íbúafjöldinn er 7,5 milljónir eða sjötti hluti Spánverja, litlu minni en í Svíþjóð. Katalónar eiga sér mikla sögu og sérstæða menningu og tungu líkt og t.d. Portúgalar. Katalónska er álíka frábrugðin spænsku eins og danska er frábrugðin sænsku. Höfuðborgin Barselóna er næststærsta borg Spánar, næst á eftir Madríd.Hvers vegna sjálfstæði? Byrjum í Skotlandi. Margir Skotar vilja taka sér sjálfstæði með þeim rökum að þeir líta til Norðurlanda sem fyrirmyndar að réttlátu samfélagi og telja Englendinga heldur líta til Bandaríkjanna. Því er beggja hagur að rjúfa ríkjasambandið frá 1707, segja skozkir sjálfstæðissinnar, þar eð þá fá bæði Englendingar og Skotar aukið frelsi til stefnumörkunar í gagnstæðar áttir. Englendingar virða þetta sjónarmið eins og ráða má af því að Skotum hefur verið veitt aukin sjálfsstjórn innan Bretlands og var leyft að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði 2014. Meiri hluti kjósenda hafnaði sjálfstæði. Síðan þá hefur sjálfstæðissinnum vaxið svo fiskur um hrygg að þeir hirtu næstum öll sæti Skotlands í brezka þinginu í kosningunum fyrir nokkru. Katalónar hafa aðra sögu að segja. Þeir líta á sig sem undirokaðan minni hluta á Spáni og telja fullt sjálfstæði einu færu leiðina til að girða fyrir þá mismunun sem þeir telja sig sæta. Fengju þeir sjálfstæði gætu þeir að mestu leyti farið sínu fram, t.d. með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur, en þær eru sjaldgæfar á Spáni. Við þetta bætast m.a. þjóðernissjónarmið líkt og í Skotlandi, ýmist heilbrigð menningar- og varðveizlusjónarmið eða innhverf þjóðremba og meðfylgjandi tortryggni gagnvart útlendingum.Haldlausar hótanir Ríkisstjórn Spánar tekur sjálfstæðisbaráttu Katalóna ekki vel, mun síður en ríkisstjórn Bretlands hefur tekið sjálfstæðisóskum Skota. Katalónar búa að vísu við sjálfstjórn á ýmsum sviðum líkt og Skotar, en ríkisstjórnin í Madríd tekur ekki í mál að veita Katalónum heimild til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eins og ríkisstjórn Bretlands leyfði Skotum að gera. Stjórnin í Madríd hótar Katalónum að þeir muni þurfa að hverfa úr ESB ef þeir taka sér sjálfstæði. Þessa hótun lét brezka stjórnin einnig dynja á Skotum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar í fyrra. Hótunin er byggð á sandi. Skoðum málið. Ef Katalónar taka sér sjálfstæði munu Spánverjar annaðhvort viðurkenna Katalóníu sem sjálfstætt ríki eða ekki. Ef spænska stjórnin neitar að viðurkenna sjálfstæða Katalóníu, þá munu mörg aðildarlönd ESB væntanlega ekki heldur viðurkenna sjálfstæðið, og verður þá Katalónía áfram í ESB sem hluti Spánar. Ef spænska stjórnin viðurkennir á hinn bóginn Katalóníu sem sjálfstætt ríki, þá munu öll önnur ESB-ríki trúlega gera slíkt hið sama og taka Katalóníu tveim höndum sem nýju aðildarríki skv. nýjum aðildarsamningi. Áframhaldandi vist Katalóna í ESB má því telja vísa hvað sem hótunum spænsku ríkisstjórnarinnar líður. Katalónskum og skozkum sjálfstæðissinnum er mjög í mun að vera áfram í ESB. Án aðildar að ESB myndi hvorug þjóðin kæra sig um sjálfstæði þar eð ESB-aðildin tryggir þeim aðgang að margfalt stærri markaði en sambúð við England og Spán myndi gera utan ESB. Um þetta þarf brezka ríkisstjórnin að hugsa nú þegar hún ráðgerir að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretar eigi að vera áfram í ESB. Ef Bretar ákveða að ganga úr ESB jafngildir sú ákvörðun brottvísun Skota úr ríkjasambandinu við England, Wales og Norður-Írland. Nei í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta myndi knýja Skota til að taka sér sjálfstæði án tafar til að varðveita aðild þeirra að ESB. Líkt og skozkir sjálfstæðissinnar hafa katalónskir sjálfstæðissinnar ekki enn komið sér saman um aðild að Nató. Hyggilegast væri í báðum löndum að halda sjálfstæða þjóðaratkvæðagreiðslu um málið frekar en að gera út um það á fámennum stjórnmálafundum á þingi eða annars staðar.Lýðræðislegur réttur Ríkjasamband er að ýmsu leyti eins og hjónaband með gagnkvæmum rétti og skyldum. Þótt tvo þurfi til að ganga í hjónaband þarf bara einn til að skilja. Spænska ríkisstjórnin þarf eins og brezka stjórnin að horfast í augu við þá staðreynd og viðurkenna lýðræðislegan rétt Katalóna til sjálfstæðis kjósi þeir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Hér ætla ég að segja ykkur söguna af sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Katalónía prýðir norðausturhluta Spánar. Íbúafjöldinn er 7,5 milljónir eða sjötti hluti Spánverja, litlu minni en í Svíþjóð. Katalónar eiga sér mikla sögu og sérstæða menningu og tungu líkt og t.d. Portúgalar. Katalónska er álíka frábrugðin spænsku eins og danska er frábrugðin sænsku. Höfuðborgin Barselóna er næststærsta borg Spánar, næst á eftir Madríd.Hvers vegna sjálfstæði? Byrjum í Skotlandi. Margir Skotar vilja taka sér sjálfstæði með þeim rökum að þeir líta til Norðurlanda sem fyrirmyndar að réttlátu samfélagi og telja Englendinga heldur líta til Bandaríkjanna. Því er beggja hagur að rjúfa ríkjasambandið frá 1707, segja skozkir sjálfstæðissinnar, þar eð þá fá bæði Englendingar og Skotar aukið frelsi til stefnumörkunar í gagnstæðar áttir. Englendingar virða þetta sjónarmið eins og ráða má af því að Skotum hefur verið veitt aukin sjálfsstjórn innan Bretlands og var leyft að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði 2014. Meiri hluti kjósenda hafnaði sjálfstæði. Síðan þá hefur sjálfstæðissinnum vaxið svo fiskur um hrygg að þeir hirtu næstum öll sæti Skotlands í brezka þinginu í kosningunum fyrir nokkru. Katalónar hafa aðra sögu að segja. Þeir líta á sig sem undirokaðan minni hluta á Spáni og telja fullt sjálfstæði einu færu leiðina til að girða fyrir þá mismunun sem þeir telja sig sæta. Fengju þeir sjálfstæði gætu þeir að mestu leyti farið sínu fram, t.d. með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur, en þær eru sjaldgæfar á Spáni. Við þetta bætast m.a. þjóðernissjónarmið líkt og í Skotlandi, ýmist heilbrigð menningar- og varðveizlusjónarmið eða innhverf þjóðremba og meðfylgjandi tortryggni gagnvart útlendingum.Haldlausar hótanir Ríkisstjórn Spánar tekur sjálfstæðisbaráttu Katalóna ekki vel, mun síður en ríkisstjórn Bretlands hefur tekið sjálfstæðisóskum Skota. Katalónar búa að vísu við sjálfstjórn á ýmsum sviðum líkt og Skotar, en ríkisstjórnin í Madríd tekur ekki í mál að veita Katalónum heimild til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði eins og ríkisstjórn Bretlands leyfði Skotum að gera. Stjórnin í Madríd hótar Katalónum að þeir muni þurfa að hverfa úr ESB ef þeir taka sér sjálfstæði. Þessa hótun lét brezka stjórnin einnig dynja á Skotum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna þar í fyrra. Hótunin er byggð á sandi. Skoðum málið. Ef Katalónar taka sér sjálfstæði munu Spánverjar annaðhvort viðurkenna Katalóníu sem sjálfstætt ríki eða ekki. Ef spænska stjórnin neitar að viðurkenna sjálfstæða Katalóníu, þá munu mörg aðildarlönd ESB væntanlega ekki heldur viðurkenna sjálfstæðið, og verður þá Katalónía áfram í ESB sem hluti Spánar. Ef spænska stjórnin viðurkennir á hinn bóginn Katalóníu sem sjálfstætt ríki, þá munu öll önnur ESB-ríki trúlega gera slíkt hið sama og taka Katalóníu tveim höndum sem nýju aðildarríki skv. nýjum aðildarsamningi. Áframhaldandi vist Katalóna í ESB má því telja vísa hvað sem hótunum spænsku ríkisstjórnarinnar líður. Katalónskum og skozkum sjálfstæðissinnum er mjög í mun að vera áfram í ESB. Án aðildar að ESB myndi hvorug þjóðin kæra sig um sjálfstæði þar eð ESB-aðildin tryggir þeim aðgang að margfalt stærri markaði en sambúð við England og Spán myndi gera utan ESB. Um þetta þarf brezka ríkisstjórnin að hugsa nú þegar hún ráðgerir að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretar eigi að vera áfram í ESB. Ef Bretar ákveða að ganga úr ESB jafngildir sú ákvörðun brottvísun Skota úr ríkjasambandinu við England, Wales og Norður-Írland. Nei í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu Breta myndi knýja Skota til að taka sér sjálfstæði án tafar til að varðveita aðild þeirra að ESB. Líkt og skozkir sjálfstæðissinnar hafa katalónskir sjálfstæðissinnar ekki enn komið sér saman um aðild að Nató. Hyggilegast væri í báðum löndum að halda sjálfstæða þjóðaratkvæðagreiðslu um málið frekar en að gera út um það á fámennum stjórnmálafundum á þingi eða annars staðar.Lýðræðislegur réttur Ríkjasamband er að ýmsu leyti eins og hjónaband með gagnkvæmum rétti og skyldum. Þótt tvo þurfi til að ganga í hjónaband þarf bara einn til að skilja. Spænska ríkisstjórnin þarf eins og brezka stjórnin að horfast í augu við þá staðreynd og viðurkenna lýðræðislegan rétt Katalóna til sjálfstæðis kjósi þeir það.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun