Óttast að gert verði áhlaup á gríska banka Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júní 2015 10:45 Leiðtogar heilsast. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hitti Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Vísir/AFP Stjórnvöld í Rússlandi útiloka ekki að þau muni koma Grikkjum til bjargar í fjárhagsvandræðum þeirra. Í yfirlýsingu sem skrifstofa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sendi frá sér á föstudag segir að Rússar íhugi lánveitingar til Grikklands. Þar var þó tekið fram að Grikkir hefðu ekki óskað eftir aðstoð. BBC-fréttastofan segir að áhyggjur af starfsemi grískra banka fari vaxandi en innlánseigendur hafa tekið út milljarða evra af reikningum sínum í þessari viku. Talið er að upphæðin nemi allt að 4 milljörðum evra. Ástæðan er sú að stjórnvöld í Grikklandi hafa frest fram að mánaðamótum til þess að ná samningum við Evrópusambandið um skuldir Grikklands. Úttektir af reikningum aukast frá degi til dags eftir því sem nær dregur mánaðamótum. Leiðtogar evruríkjanna munu koma saman á neyðarfundi á mánudaginn til að ræða stöðuna, en fundur fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu á fimmtudaginn skilaði engum árangri. Seðlabanki Grikklands hefur sagt að ef samningar takast ekki fyrir mánaðamót megi búast við því að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusvæðið og í framhaldinu Evrópusambandið. Grikkland Tengdar fréttir Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja Bankastjóri stærsta banka landsins, segir að það yrði "brjálæði“ ef grísk stjórnvöld komast ekki að samkomulagi um skuldavanda landsins fyrir mánaðamót. 21. júní 2015 16:37 Grikkir verða að semja við lánadrottna fyrir mánudaginn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samningar verði að takast á milli Grikkja og lánadrottna þeirra fyrir næstkomandi mánudag. 19. júní 2015 23:52 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi útiloka ekki að þau muni koma Grikkjum til bjargar í fjárhagsvandræðum þeirra. Í yfirlýsingu sem skrifstofa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sendi frá sér á föstudag segir að Rússar íhugi lánveitingar til Grikklands. Þar var þó tekið fram að Grikkir hefðu ekki óskað eftir aðstoð. BBC-fréttastofan segir að áhyggjur af starfsemi grískra banka fari vaxandi en innlánseigendur hafa tekið út milljarða evra af reikningum sínum í þessari viku. Talið er að upphæðin nemi allt að 4 milljörðum evra. Ástæðan er sú að stjórnvöld í Grikklandi hafa frest fram að mánaðamótum til þess að ná samningum við Evrópusambandið um skuldir Grikklands. Úttektir af reikningum aukast frá degi til dags eftir því sem nær dregur mánaðamótum. Leiðtogar evruríkjanna munu koma saman á neyðarfundi á mánudaginn til að ræða stöðuna, en fundur fjármálaráðherra ríkja á evrusvæðinu á fimmtudaginn skilaði engum árangri. Seðlabanki Grikklands hefur sagt að ef samningar takast ekki fyrir mánaðamót megi búast við því að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusvæðið og í framhaldinu Evrópusambandið.
Grikkland Tengdar fréttir Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja Bankastjóri stærsta banka landsins, segir að það yrði "brjálæði“ ef grísk stjórnvöld komast ekki að samkomulagi um skuldavanda landsins fyrir mánaðamót. 21. júní 2015 16:37 Grikkir verða að semja við lánadrottna fyrir mánudaginn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samningar verði að takast á milli Grikkja og lánadrottna þeirra fyrir næstkomandi mánudag. 19. júní 2015 23:52 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja Bankastjóri stærsta banka landsins, segir að það yrði "brjálæði“ ef grísk stjórnvöld komast ekki að samkomulagi um skuldavanda landsins fyrir mánaðamót. 21. júní 2015 16:37
Grikkir verða að semja við lánadrottna fyrir mánudaginn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að samningar verði að takast á milli Grikkja og lánadrottna þeirra fyrir næstkomandi mánudag. 19. júní 2015 23:52