Þjóðhátíðardagur allra Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. júní 2015 13:00 Í upphafi þessa pistils langar mig að biðjast afsökunar. Síðast þegar ég skrifaði á þennan vettvang sagðist ég ekki skilja hvers vegna Samtökin 78 ætluðu í mál við innhringjendur á Útvarpi Sögu fyrir hatursummæli í apríl. Ég sagðist halda að Gleðigangan og annað sem væri aðeins jákvætt væri líklegra til árangurs í mikilvægri baráttu samkynhneigðra fyrir eðlilegum lífsgæðum. En mér var réttilega bent á að ég, gagnkynhneigður karlmaður, hef lítið vit á réttindabaráttu minnihlutahópa og þeirri miklu vinnu sem þeir þurfa að leggja á sig til að njóta sömu lífsgæða og ég. Á þjóðhátíðardaginn sjálfan er nefnilega gott að minna sig á að sama hversu opinn maður telur sjálfan sig vera getur maður alltaf gert betur. Í amstri hversdagsins er auðvelt að gleyma þeim sem eru öðruvísi en maður sjálfur og eiga engan málsvara í þessu oft ósanngjarna kerfi sem mótar stóran hluta af okkar lífi. Á 17. júní minnumst við þeirrar baráttu sem háð var til að tryggja sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En hvers virði er sjálfstæði þjóðar þar sem fólk nýtur ekki sömu réttinda? Alltof margir í samfélaginu okkar þurfa að hafa alltof mikið fyrir hlutum sem eiga að vera sjálfsagðir. Svona stuttur pistill nær auðvitað ekki að fanga allt það óréttlæti sem viðgengst í samfélagi okkar og því skilningsleysi sem minnihlutahópar búa við af okkur, í forréttindastöðum, sem höfum ekki þurft að berjast fyrir hlutum sem við teljum sjálfsagða. Íhaldssöm öfl berjast svo fyrir því að viðhalda þessum forréttindum; reyna að koma í veg fyrir að samfélagið þróist þannig að allir geti notið sín. Rök íhaldsseminnar eru að óþarfi sé að breyta því sem virkar. En slíkt er sett fram með gildismati hins þröngsýna meirihluta. Og slíkur þankagangur stuðlar að stöðnun samfélagsins. Mannlegt samfélag á að vera í stöðugri þróun. Þar sem mistök gærdagsins eru kennsluefni morgundagsins. Gleðilegan þjóðhátíðardag, allir Íslendingar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Í upphafi þessa pistils langar mig að biðjast afsökunar. Síðast þegar ég skrifaði á þennan vettvang sagðist ég ekki skilja hvers vegna Samtökin 78 ætluðu í mál við innhringjendur á Útvarpi Sögu fyrir hatursummæli í apríl. Ég sagðist halda að Gleðigangan og annað sem væri aðeins jákvætt væri líklegra til árangurs í mikilvægri baráttu samkynhneigðra fyrir eðlilegum lífsgæðum. En mér var réttilega bent á að ég, gagnkynhneigður karlmaður, hef lítið vit á réttindabaráttu minnihlutahópa og þeirri miklu vinnu sem þeir þurfa að leggja á sig til að njóta sömu lífsgæða og ég. Á þjóðhátíðardaginn sjálfan er nefnilega gott að minna sig á að sama hversu opinn maður telur sjálfan sig vera getur maður alltaf gert betur. Í amstri hversdagsins er auðvelt að gleyma þeim sem eru öðruvísi en maður sjálfur og eiga engan málsvara í þessu oft ósanngjarna kerfi sem mótar stóran hluta af okkar lífi. Á 17. júní minnumst við þeirrar baráttu sem háð var til að tryggja sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. En hvers virði er sjálfstæði þjóðar þar sem fólk nýtur ekki sömu réttinda? Alltof margir í samfélaginu okkar þurfa að hafa alltof mikið fyrir hlutum sem eiga að vera sjálfsagðir. Svona stuttur pistill nær auðvitað ekki að fanga allt það óréttlæti sem viðgengst í samfélagi okkar og því skilningsleysi sem minnihlutahópar búa við af okkur, í forréttindastöðum, sem höfum ekki þurft að berjast fyrir hlutum sem við teljum sjálfsagða. Íhaldssöm öfl berjast svo fyrir því að viðhalda þessum forréttindum; reyna að koma í veg fyrir að samfélagið þróist þannig að allir geti notið sín. Rök íhaldsseminnar eru að óþarfi sé að breyta því sem virkar. En slíkt er sett fram með gildismati hins þröngsýna meirihluta. Og slíkur þankagangur stuðlar að stöðnun samfélagsins. Mannlegt samfélag á að vera í stöðugri þróun. Þar sem mistök gærdagsins eru kennsluefni morgundagsins. Gleðilegan þjóðhátíðardag, allir Íslendingar!
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun