Elsku Villi haukur viðar alfreðsson skrifar 15. júní 2015 08:45 Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann. Við þekkjumst ekki neitt en þú afgreiddir mig stundum þegar þú varst að vinna í 10/11 við Hverfisgötu. Ég horfði aldrei í augun á þér enda var ég þjakaður af samviskubiti. Nokkrum árum áður hafðir þú tekið þátt í söngkeppni í sjónvarpi. Það krefst hugrekkis og ég get vel ímyndað mér að stressið geti borið mann ofurliði. Fagmenn í sófa á móti sviðinu og öll þjóðin heima í stofu. Allir að horfa á mann og dæma. En ég man ekki eftir flutningnum þínum vegna þess sem gerðist næst. Björn Jörundur var nokkuð ánægður og áhorfendur klöppuðu fyrir þér. Unnur Birna tók þig tali. „Jæja Villi. Hvernig líður þér eftir flutninginn?“ Svarið var svo fullkomið að ég hreinlega varð að hnupla þættinum af skráarskiptisíðu. Finna réttan bút, klippa hann út og snyrta. Lúppa. Hægja á. Hægja meira á. Allar hundakúnstirnar. Fyrst var þetta aðeins til heimilis- og einkanota en einhverjum mánuðum síðar ákvað ég að deila þessu með umheiminum. Ég veit það núna að þetta var illa gert. Smá glappaskot sem fáir höfðu tekið eftir og var löngu gleymt gekk nú manna á milli í netheimum og allir hlógu saman á þinn kostnað. Fæst okkar hefðu samt sjálf getað komið upp stunu við þessar þrúgandi aðstæður, hvað þá heilu „mibbilihábbiliáblabala“. Í viðtali um daginn sagðirðu að þig grunaði vini þína um að hafa lekið myndbandinu. Það er ekki rétt. Ég er Lekamaðurinn. Óknyttastrákur og eineltispési sem þú þekkir ekki neitt. Sorrí með þetta, elsku Villi minn. Þú getur samt huggað þig við að ég mun örugglega fá þetta borgað einhvern daginn. Karma sér nefnilega um sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun
Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann. Við þekkjumst ekki neitt en þú afgreiddir mig stundum þegar þú varst að vinna í 10/11 við Hverfisgötu. Ég horfði aldrei í augun á þér enda var ég þjakaður af samviskubiti. Nokkrum árum áður hafðir þú tekið þátt í söngkeppni í sjónvarpi. Það krefst hugrekkis og ég get vel ímyndað mér að stressið geti borið mann ofurliði. Fagmenn í sófa á móti sviðinu og öll þjóðin heima í stofu. Allir að horfa á mann og dæma. En ég man ekki eftir flutningnum þínum vegna þess sem gerðist næst. Björn Jörundur var nokkuð ánægður og áhorfendur klöppuðu fyrir þér. Unnur Birna tók þig tali. „Jæja Villi. Hvernig líður þér eftir flutninginn?“ Svarið var svo fullkomið að ég hreinlega varð að hnupla þættinum af skráarskiptisíðu. Finna réttan bút, klippa hann út og snyrta. Lúppa. Hægja á. Hægja meira á. Allar hundakúnstirnar. Fyrst var þetta aðeins til heimilis- og einkanota en einhverjum mánuðum síðar ákvað ég að deila þessu með umheiminum. Ég veit það núna að þetta var illa gert. Smá glappaskot sem fáir höfðu tekið eftir og var löngu gleymt gekk nú manna á milli í netheimum og allir hlógu saman á þinn kostnað. Fæst okkar hefðu samt sjálf getað komið upp stunu við þessar þrúgandi aðstæður, hvað þá heilu „mibbilihábbiliáblabala“. Í viðtali um daginn sagðirðu að þig grunaði vini þína um að hafa lekið myndbandinu. Það er ekki rétt. Ég er Lekamaðurinn. Óknyttastrákur og eineltispési sem þú þekkir ekki neitt. Sorrí með þetta, elsku Villi minn. Þú getur samt huggað þig við að ég mun örugglega fá þetta borgað einhvern daginn. Karma sér nefnilega um sína.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun