Klói og #réttsýnin Bergur Ebbi skrifar 13. júní 2015 07:00 Hér fer fram spurningaleikur. Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: Mjólkursamsalan, MS, vill bæta ímynd sína. Stjórnendur þar á bæ ákveða að láta flaggskip sitt, sjálfa kókómjólkina, fara fyrir ímyndarherferð sem mun standa yfir allt árið 2016. Klói köttur, andlit kókómjólkurinnar, er dubbaður upp í mismunandi gervi á kókómjólkurfernunum eftir því hvaða mánuður á í hlut. Gervin eiga að endurspegla íslenska þjóðarvitund. Í febrúar er Klói í búningi sjómanns, skeggjaður og úfinn, til að tákna frumkvöðlana sem reru til fiskjar á útmánuðum á meðan Ísland var enn bændasamfélag. Í júní er Klói í gervi Jóns Sigurðssonar, til að minnast fæðingardagsins 17. júní, sem einnig er þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í ágúst er ákveðið að fernan skuli prýdd Klóa klæddan dragi – í þröngum kjól með varalit. Þetta er gert til að tákna sameiningarmátt hinsegingöngunnar sem haldin er ár hvert í ágúst og er stór hluti íslenskrar nútímamenningar. Spurningaleikurinn er eftirfarandi. Hvað af eftirfarandi myndir þú gera í ljósi þessara upplýsinga:A) Tryllast yfir kattarþvætti MS.B) Fagna framlagi MS til íslenskrar þjóðmenningar.C) Tryllast yfir því að klæðskiptingur prýði fernu drykkjar sem höfðar til barna.D) Fagna því að Klói köttur sé í dragi enda eyði það fordómum gagnvart klæðskiptingum.E) Hefja herferð þar sem fólk er hvatt til að skipta alfarið yfir í Nesquick #BoyKöttumKöttinn.F) Fara í herferð gegn herferðinni sem hvetur fólk til að drekka Nesquick því það er framleitt af Nestlé sem drap börn í Afríku með þurrmjólk á 9. áratugnum #FokkNestlé #ÉgSýgAðeinsKlóa.G) Hvetja fólk til að róa sig og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.H) Benda á að Klói sé fórnarlamb í málinu. Ykkur kann að þykja þetta kjánalegur leikur en að mínu mati fer hann fram á hverjum einasta degi á okkar annars ágæta landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Hér fer fram spurningaleikur. Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: Mjólkursamsalan, MS, vill bæta ímynd sína. Stjórnendur þar á bæ ákveða að láta flaggskip sitt, sjálfa kókómjólkina, fara fyrir ímyndarherferð sem mun standa yfir allt árið 2016. Klói köttur, andlit kókómjólkurinnar, er dubbaður upp í mismunandi gervi á kókómjólkurfernunum eftir því hvaða mánuður á í hlut. Gervin eiga að endurspegla íslenska þjóðarvitund. Í febrúar er Klói í búningi sjómanns, skeggjaður og úfinn, til að tákna frumkvöðlana sem reru til fiskjar á útmánuðum á meðan Ísland var enn bændasamfélag. Í júní er Klói í gervi Jóns Sigurðssonar, til að minnast fæðingardagsins 17. júní, sem einnig er þjóðhátíðardagur Íslendinga. Í ágúst er ákveðið að fernan skuli prýdd Klóa klæddan dragi – í þröngum kjól með varalit. Þetta er gert til að tákna sameiningarmátt hinsegingöngunnar sem haldin er ár hvert í ágúst og er stór hluti íslenskrar nútímamenningar. Spurningaleikurinn er eftirfarandi. Hvað af eftirfarandi myndir þú gera í ljósi þessara upplýsinga:A) Tryllast yfir kattarþvætti MS.B) Fagna framlagi MS til íslenskrar þjóðmenningar.C) Tryllast yfir því að klæðskiptingur prýði fernu drykkjar sem höfðar til barna.D) Fagna því að Klói köttur sé í dragi enda eyði það fordómum gagnvart klæðskiptingum.E) Hefja herferð þar sem fólk er hvatt til að skipta alfarið yfir í Nesquick #BoyKöttumKöttinn.F) Fara í herferð gegn herferðinni sem hvetur fólk til að drekka Nesquick því það er framleitt af Nestlé sem drap börn í Afríku með þurrmjólk á 9. áratugnum #FokkNestlé #ÉgSýgAðeinsKlóa.G) Hvetja fólk til að róa sig og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.H) Benda á að Klói sé fórnarlamb í málinu. Ykkur kann að þykja þetta kjánalegur leikur en að mínu mati fer hann fram á hverjum einasta degi á okkar annars ágæta landi.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun