Betur tilbúnir nú en síðast Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í gær en leikurinn fer fram í kvöld. Fréttablaðið/Stefán Stóra stundin er runnin upp. Þegar þú, lesandi góður, ert að sötra morgunkaffið og lesa þetta eru strákarnir þínir, strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu að gera slíkt hið sama. Eini munurinn er að þeirra vinna hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld þar sem þeir ætla sér sigur gegn sterku liði Tékka í gífurlega mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Við teljum nokkuð öruggt að annað af þessum tveimur liðum endi í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær.Mikilvægur leikur Eyjamaðurinn hefur ekkert dregið úr mikilvægi leiksins; kallað hann leikinn með stórum stöfum og sagði í gær: „Að sjálfsögðu er þetta lykilleikur í riðlinum.“ Tvö efstu sætin í riðlinum gefa farseðil á EM 2016 og eins og staðan er núna er Ísland í öðru sæti með tólf stig, stigi á eftir Tékkum. Hollendingar lúra fyrir aftan eins og krókódíll á svamli sem bíður eftir að bráðin uppi á bakkanum misstígi sig. Holland er fimm stigum frá Íslandi, en liðið hefur verið að spila skelfilega í undankeppninni til þessa. Ekki er hægt að treysta á áframhald á því. „Það yrði engin skömm fyrir okkur að gera jafntefli við Tékka á heimavelli. Þetta er sterkt lið og eitt af fáum liðum í Evrópu sem hefur ekki tapað leik í riðlinum til þessa,“ sagði Heimir.Svipuð lið Þó tékkneska liðið hafi verið betra í síðasta leik liðanna ytra var það meira að þakka taktísku meistaraverki þjálfara þess, Pavels Vrba. Eins og hjá íslenska liðinu stóla Tékkar á liðsframhald með svona dass af einstaklingsframtaki. Liðsheildin er allt. „Þeir eru gífurlega skipulagðir en komu okkur á óvart á ýmsa vegu í Tékklandi. Þjálfari þeirra er brögðóttur. Hugarfar Tékkanna er svipað og hjá okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um tékkneska liðið á blaðamannafundinum í gær. Bæði lið verjast vel frá fremsta manni, eru mjög skipulögð og með mikla hlaupagetu. Það er í raun eins og þau séu að spila við hvort við annars spegilmynd. Í svona leikjum má lítið út af bregða eins og sást í Plzen í október í fyrra. Þar felldi eitt furðulegasta sjálfsmark sem sést hefur íslenska liðið.Cech og Gylfi Þór Bæði lið eru svo með leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu. Tékkar hafa hinn 34 ára gamla fyrirliða Tomás Rosický sem spilaði frábærlega í fyrri leiknum og var lykilmaður í taktík þjálfarans. Svo er auðvitað Petr Cech í markinu, en það hefur reynst bestu framherjum heims þrautin þyngri að koma boltanum framhjá honum. Eins og alla undankeppnina treystir Ísland á gullfót Gylfa Sigurðssonar. Miðjumaðurinn magnaði er með fjögur mörk og tvær stoðsendingar til þessa í undankeppninni og svo vonumst við til að Kolbeinn Sigþórsson fari að hrökkva í gang. Dagurinn í dag væri fullkomin til þess.Yrðu skýr skilaboð Íslenska liðið er ekki óvant stórleikjum, en það hefur spilað þá nokkra undanfarin misseri. Það þurfti úrslit gegn Noregi ytra fyrir tveimur árum og náði þeim en var ekki tilbúið í frægt verkefni gegn Króatíu. Þetta er annar risaleikur. Undankeppnin hvorki stendur né fellur með úrslitunum í honum en gleymum ekki að eftir eru útileikir gegn Hollandi og Tyrklandi. Það er ástæða fyrir því að Heimir segir þetta algjöran lykilleik. „Við höfum upplifað margt undanfarin ár og erum tilbúnir í þennan leik. Það er ekki bara spenna heldur tilhlökkun í hópnum. Okkur langar að vinna og sýna þjóðinni hvar við stöndum,“ sagði Aron Einar við Fréttablaðið í gær og Heimir bætti við: „Við erum búnir að fara vel yfir þetta allt og erum betur tilbúnir núna heldur en síðast.“ Eins og vill verða með minni þjóðir sem standa sig vel í svona keppni er íslenska liðið bragð mánaðarins hjá fótboltaáhugamönnum. Það munu því mun fleiri en bara Íslendingar fylgjast með í kvöld og sigur í Dalnum yrði skýr skilaboð til allra um að Ísland ætlar sér á EM 2016 í Frakklandi. Það er ekkert flóknara en það. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Stóra stundin er runnin upp. Þegar þú, lesandi góður, ert að sötra morgunkaffið og lesa þetta eru strákarnir þínir, strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu að gera slíkt hið sama. Eini munurinn er að þeirra vinna hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld þar sem þeir ætla sér sigur gegn sterku liði Tékka í gífurlega mikilvægum leik í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Við teljum nokkuð öruggt að annað af þessum tveimur liðum endi í öðru af tveimur efstu sætum riðilsins,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær.Mikilvægur leikur Eyjamaðurinn hefur ekkert dregið úr mikilvægi leiksins; kallað hann leikinn með stórum stöfum og sagði í gær: „Að sjálfsögðu er þetta lykilleikur í riðlinum.“ Tvö efstu sætin í riðlinum gefa farseðil á EM 2016 og eins og staðan er núna er Ísland í öðru sæti með tólf stig, stigi á eftir Tékkum. Hollendingar lúra fyrir aftan eins og krókódíll á svamli sem bíður eftir að bráðin uppi á bakkanum misstígi sig. Holland er fimm stigum frá Íslandi, en liðið hefur verið að spila skelfilega í undankeppninni til þessa. Ekki er hægt að treysta á áframhald á því. „Það yrði engin skömm fyrir okkur að gera jafntefli við Tékka á heimavelli. Þetta er sterkt lið og eitt af fáum liðum í Evrópu sem hefur ekki tapað leik í riðlinum til þessa,“ sagði Heimir.Svipuð lið Þó tékkneska liðið hafi verið betra í síðasta leik liðanna ytra var það meira að þakka taktísku meistaraverki þjálfara þess, Pavels Vrba. Eins og hjá íslenska liðinu stóla Tékkar á liðsframhald með svona dass af einstaklingsframtaki. Liðsheildin er allt. „Þeir eru gífurlega skipulagðir en komu okkur á óvart á ýmsa vegu í Tékklandi. Þjálfari þeirra er brögðóttur. Hugarfar Tékkanna er svipað og hjá okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um tékkneska liðið á blaðamannafundinum í gær. Bæði lið verjast vel frá fremsta manni, eru mjög skipulögð og með mikla hlaupagetu. Það er í raun eins og þau séu að spila við hvort við annars spegilmynd. Í svona leikjum má lítið út af bregða eins og sást í Plzen í október í fyrra. Þar felldi eitt furðulegasta sjálfsmark sem sést hefur íslenska liðið.Cech og Gylfi Þór Bæði lið eru svo með leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu. Tékkar hafa hinn 34 ára gamla fyrirliða Tomás Rosický sem spilaði frábærlega í fyrri leiknum og var lykilmaður í taktík þjálfarans. Svo er auðvitað Petr Cech í markinu, en það hefur reynst bestu framherjum heims þrautin þyngri að koma boltanum framhjá honum. Eins og alla undankeppnina treystir Ísland á gullfót Gylfa Sigurðssonar. Miðjumaðurinn magnaði er með fjögur mörk og tvær stoðsendingar til þessa í undankeppninni og svo vonumst við til að Kolbeinn Sigþórsson fari að hrökkva í gang. Dagurinn í dag væri fullkomin til þess.Yrðu skýr skilaboð Íslenska liðið er ekki óvant stórleikjum, en það hefur spilað þá nokkra undanfarin misseri. Það þurfti úrslit gegn Noregi ytra fyrir tveimur árum og náði þeim en var ekki tilbúið í frægt verkefni gegn Króatíu. Þetta er annar risaleikur. Undankeppnin hvorki stendur né fellur með úrslitunum í honum en gleymum ekki að eftir eru útileikir gegn Hollandi og Tyrklandi. Það er ástæða fyrir því að Heimir segir þetta algjöran lykilleik. „Við höfum upplifað margt undanfarin ár og erum tilbúnir í þennan leik. Það er ekki bara spenna heldur tilhlökkun í hópnum. Okkur langar að vinna og sýna þjóðinni hvar við stöndum,“ sagði Aron Einar við Fréttablaðið í gær og Heimir bætti við: „Við erum búnir að fara vel yfir þetta allt og erum betur tilbúnir núna heldur en síðast.“ Eins og vill verða með minni þjóðir sem standa sig vel í svona keppni er íslenska liðið bragð mánaðarins hjá fótboltaáhugamönnum. Það munu því mun fleiri en bara Íslendingar fylgjast með í kvöld og sigur í Dalnum yrði skýr skilaboð til allra um að Ísland ætlar sér á EM 2016 í Frakklandi. Það er ekkert flóknara en það.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira