Flokkur, forseti og stjórnarskrá Þorvaldur Gylfason skrifar 11. júní 2015 07:00 Stjórnarandstaðan í Simbabve sótti svo í sig veðrið í þingkosningum 2008 að Robert Mugabe forseti og flokkur hans neyddust til að mynda samsteypustjórn með höfuðandstæðingi sínum, Morgan Tsvangíraí og flokki hans. Mikið var í húfi. Mugabe forseti og menn hans höfðu gengið svo fram af almenningi og alþjóðasamfélaginu að yfir landinu vofði innrás Breta léti Mugabe sér ekki segjast. Verðbólgan æddi áfram. Landið var rjúkandi rúst eftir áralanga óstjórn Mugabes samfleytt frá 1980. Ein krafan á hendur Mugabe var um nýja stjórnarskrá til að leggja grunninn að brýnum réttarbótum, einkum til að skerða völd forsetans. Lestu nú áfram, lesandi minn góður, því þessi Afríkusaga á brýnna erindi við þig en þér kann að virðast í fyrstu.Bullur gegn mannréttindum Mugabe og menn hans höfðu hvað eftir annað sigað bullum á andstæðinga sína með tilheyrandi mannslátum, limlestingum, nauðgunum og pyndingum og falsað kosningatölur. Mugabe sagði, væntanlega í ógáti, á flokksþingi 2008 að stjórnarandstaðan hefði uppskorið 73% atkvæða í þingkosningum það ár. Nýja samsteypustjórnin skipaði stjórnlaganefnd 2009 til að semja nýja stjórnarskrá sem lögð skyldi fyrir kjósendur. Verkið leiddu fulltrúar flokkanna tveggja, mannréttindalögfræðingurinn Douglas Mwonzora úr flokki Tsvangíraís, fágaður í allri framgöngu, og Paul Mangwana fyrir hönd Mugabes, hreinræktuð bulla sem virtist hvorki kunna né telja sig þurfa að leyna eðli sínu og samherja sinna. Þessu er öllu lýst úr návígi í magnaðri heimildarmynd Camillu Nielsson, Mugabe og demokraterne, sem danska sjónvarpið sýndi nýlega. Þegar Mugabe vígði stjórnlaganefndina til starfa skein lítilsvirðingin úr andliti hans. Hann sagði þá m.a.: „Við stöndum við stýrið og dirfumst ekki deila því starfi með öðrum. … Við erum fulltrúar fólksins í þinginu.“ Hann gleymdi m.a.s. að lýsa starfið hafið og þurfti að fara aftur í stólinn til að hrækja þeim orðum út úr sér. Fulltrúar hans í nefndinni þvældust fyrir starfinu við hvert fótmál, einkum þegar rætt var um þörfina fyrir að takmarka völd og þaulsetu forsetans. Mwonzora þurfti m.a.s. að dúsa án dóms og laga í fangelsi í þrjár vikur meðan á verkinu stóð. Hann gafst ekki upp, heldur tókst honum ásamt félögum sínum að ná samkomulagi innan nefndarinnar um mikilvægar réttarbætur handa almenningi gegn persónuafslætti handa Mugabe á þann veg að forsetinn, tæplega níræður maðurinn, yrði undanþeginn valdaskerðingu í tíu ár. Félli forsetinn frá innan tíu ára skyldi þingið tilnefna nýjan forseta í stað Mugabes án aðkomu kjósenda. Með líku lagi þurftu umbótasinnar að una því að stjórnlagadómstóllinn yrði fyrstu tíu árin skipaður sitjandi dómurum í Hæstarétti Simbabve sem er undir hæl forsetans þótt fyrir hafi komið að rétturinn byði forsetanum byrginn. Það gerðist 2004 eins og ég lýsti í grein minni „Æfur við Hæstarétt“ hér á þessum stað 4. nóvember 2004.Þjóðaratkvæðagreiðslan Þegar stríðandi fylkingar í stjórnlaganefndinni höfðu náð saman, m.a. um réttarbætur handa konum og stúlkum, stofnun sjálfstæðs ákæruvalds, stofnun sannleiks- og sáttanefndar og sérstakar ráðstafanir gegn spillingu, og kynntu sameiginlega niðurstöðu sína ásamt persónuafslættinum handa forsetanum, steig forsetinn í stólinn og sagði: „Mwonzora! Og nýi vinur þinn Mangwana! Hvað eruð þið að vilja upp á dekk? Stundum er eins og menn viti ekki hvaðan valdið sprettur.“ Fyrirlitningin skein úr hverjum andlitsdrætti. Flokksmenn forsetans í salnum hlógu stirðum, hræddum hlátri. Oddvitar stjórnlaganefndarinnar, bæði mannréttindalögfræðingurinn og bullan, sátu stjarfir undir ræðu forsetans. Þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið var frestað í tvígang, en Mugabe tókst þó ekki að koma í veg fyrir hana. Hún var haldin í marz 2013. Kjörsókn var 59% og 94% kjósenda samþykktu frumvarpið. Takið nú eftir þessu: Tveim mánuðum síðar, í maí 2013, staðfesti þingið í Harare, höfuðborg landsins, niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Eftirleikurinn Þess sér þó varla stað í Simbabve, ekki enn, að þjóðin hafi sett sér nýja stjórnarskrá. Mugabe tókst að hrekja Tsvangíraí og flokksmenn hans úr ríkisstjórninni 2013. Mwonzora var handtekinn. En stjórnarskráin stendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Stjórnarandstaðan í Simbabve sótti svo í sig veðrið í þingkosningum 2008 að Robert Mugabe forseti og flokkur hans neyddust til að mynda samsteypustjórn með höfuðandstæðingi sínum, Morgan Tsvangíraí og flokki hans. Mikið var í húfi. Mugabe forseti og menn hans höfðu gengið svo fram af almenningi og alþjóðasamfélaginu að yfir landinu vofði innrás Breta léti Mugabe sér ekki segjast. Verðbólgan æddi áfram. Landið var rjúkandi rúst eftir áralanga óstjórn Mugabes samfleytt frá 1980. Ein krafan á hendur Mugabe var um nýja stjórnarskrá til að leggja grunninn að brýnum réttarbótum, einkum til að skerða völd forsetans. Lestu nú áfram, lesandi minn góður, því þessi Afríkusaga á brýnna erindi við þig en þér kann að virðast í fyrstu.Bullur gegn mannréttindum Mugabe og menn hans höfðu hvað eftir annað sigað bullum á andstæðinga sína með tilheyrandi mannslátum, limlestingum, nauðgunum og pyndingum og falsað kosningatölur. Mugabe sagði, væntanlega í ógáti, á flokksþingi 2008 að stjórnarandstaðan hefði uppskorið 73% atkvæða í þingkosningum það ár. Nýja samsteypustjórnin skipaði stjórnlaganefnd 2009 til að semja nýja stjórnarskrá sem lögð skyldi fyrir kjósendur. Verkið leiddu fulltrúar flokkanna tveggja, mannréttindalögfræðingurinn Douglas Mwonzora úr flokki Tsvangíraís, fágaður í allri framgöngu, og Paul Mangwana fyrir hönd Mugabes, hreinræktuð bulla sem virtist hvorki kunna né telja sig þurfa að leyna eðli sínu og samherja sinna. Þessu er öllu lýst úr návígi í magnaðri heimildarmynd Camillu Nielsson, Mugabe og demokraterne, sem danska sjónvarpið sýndi nýlega. Þegar Mugabe vígði stjórnlaganefndina til starfa skein lítilsvirðingin úr andliti hans. Hann sagði þá m.a.: „Við stöndum við stýrið og dirfumst ekki deila því starfi með öðrum. … Við erum fulltrúar fólksins í þinginu.“ Hann gleymdi m.a.s. að lýsa starfið hafið og þurfti að fara aftur í stólinn til að hrækja þeim orðum út úr sér. Fulltrúar hans í nefndinni þvældust fyrir starfinu við hvert fótmál, einkum þegar rætt var um þörfina fyrir að takmarka völd og þaulsetu forsetans. Mwonzora þurfti m.a.s. að dúsa án dóms og laga í fangelsi í þrjár vikur meðan á verkinu stóð. Hann gafst ekki upp, heldur tókst honum ásamt félögum sínum að ná samkomulagi innan nefndarinnar um mikilvægar réttarbætur handa almenningi gegn persónuafslætti handa Mugabe á þann veg að forsetinn, tæplega níræður maðurinn, yrði undanþeginn valdaskerðingu í tíu ár. Félli forsetinn frá innan tíu ára skyldi þingið tilnefna nýjan forseta í stað Mugabes án aðkomu kjósenda. Með líku lagi þurftu umbótasinnar að una því að stjórnlagadómstóllinn yrði fyrstu tíu árin skipaður sitjandi dómurum í Hæstarétti Simbabve sem er undir hæl forsetans þótt fyrir hafi komið að rétturinn byði forsetanum byrginn. Það gerðist 2004 eins og ég lýsti í grein minni „Æfur við Hæstarétt“ hér á þessum stað 4. nóvember 2004.Þjóðaratkvæðagreiðslan Þegar stríðandi fylkingar í stjórnlaganefndinni höfðu náð saman, m.a. um réttarbætur handa konum og stúlkum, stofnun sjálfstæðs ákæruvalds, stofnun sannleiks- og sáttanefndar og sérstakar ráðstafanir gegn spillingu, og kynntu sameiginlega niðurstöðu sína ásamt persónuafslættinum handa forsetanum, steig forsetinn í stólinn og sagði: „Mwonzora! Og nýi vinur þinn Mangwana! Hvað eruð þið að vilja upp á dekk? Stundum er eins og menn viti ekki hvaðan valdið sprettur.“ Fyrirlitningin skein úr hverjum andlitsdrætti. Flokksmenn forsetans í salnum hlógu stirðum, hræddum hlátri. Oddvitar stjórnlaganefndarinnar, bæði mannréttindalögfræðingurinn og bullan, sátu stjarfir undir ræðu forsetans. Þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið var frestað í tvígang, en Mugabe tókst þó ekki að koma í veg fyrir hana. Hún var haldin í marz 2013. Kjörsókn var 59% og 94% kjósenda samþykktu frumvarpið. Takið nú eftir þessu: Tveim mánuðum síðar, í maí 2013, staðfesti þingið í Harare, höfuðborg landsins, niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.Eftirleikurinn Þess sér þó varla stað í Simbabve, ekki enn, að þjóðin hafi sett sér nýja stjórnarskrá. Mugabe tókst að hrekja Tsvangíraí og flokksmenn hans úr ríkisstjórninni 2013. Mwonzora var handtekinn. En stjórnarskráin stendur.