Stjórinn er góður að selja sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 06:30 Kári Árnason stendur vaktina í vörninni. Fréttablaðið/ernir „Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
„Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira