Slátrurum og bændum haldið í gíslingu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Jón Björnsson segir skort á nautakjöti leggja rekstur hamborgarastaða í rúst. Fréttablaðið/GVA Jón Björnsson Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Jón Björnsson, forstjóri Festar, segja mikinn skort á nautakjöti í verslunum fyrirtækjanna. Hið sama kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér á fimmtudag. Samkaup rekur verslanir Samkaupa Úrvals, Samkaupa Strax, Nettó og Kaskó, Festi rekur verslanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns og Hagar reka verslanir Bónuss og Hagkaups. Ómar segir ástandið í verslunum almennt ágætt. Nóg sé til af lambi, svíni og frosnum kjúklingi en skortur sé á nautakjöti. „Okkur hefur gengið vel að halda uppi framboði. Við höfum nýtt okkur aðrar lausnir, til dæmis með því að bjóða upp á meiri kalkún,“ segir Ómar. Hljóðið er þyngra í Jóni Björnssyni. „Ég held það sé komið gott af nautakjötsskorti. Það er til nóg af kjúklingi, svíni og lambi en engir hamborgarar og þar er opinber stofnun að halda fyrirtækjum í gíslingu, ekki okkar fyrirtæki heldur kjötvinnslum og nautgripabændum. Það er svakalegt að opinber stofnun haldi þeim í gíslingu,“ segir Jón og vísar til verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Jón segir verslanir Festar ekki geta leyst út hinar ýmsu vörur af hafnarbakkanum vegna verkfallsins og að nú séu einhverjar þeirra farnar að skemmast. „Þá erum við komin í matarsóun sem er af völdum hins opinbera,“ segir Jón sem spyr hvort það sé virkilega nauðsyn að fá vottun íslenskra dýralækna til viðbótar við vottun dýralæknis frá upprunalandi vörunnar. „Verslunin er í mun betra ástandi en sumir veitingastaðir. Ef þú ert að reka hamborgarastað færðu enga hamborgara, þá er bara verið að leggja bisnessinn þinn í rúst,“ segir hann. Jón segist ánægður með nýja kjarasamninga. Hann sé sáttur við að samningar séu til lengri tíma því þá er auðveldara að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Ómar er einnig sáttur við lengd samninga. „Það er ljóst að það verður mikil áskorun að takast á við þann kostnað sem fylgir hærri launum en á móti kemur að þetta eru samningar til langs tíma, það gefur fyrirtækjum séns á að vinna úr stöðunni á löngum tíma,“ segir Ómar um samningana. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Jón Björnsson Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Jón Björnsson, forstjóri Festar, segja mikinn skort á nautakjöti í verslunum fyrirtækjanna. Hið sama kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér á fimmtudag. Samkaup rekur verslanir Samkaupa Úrvals, Samkaupa Strax, Nettó og Kaskó, Festi rekur verslanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns og Hagar reka verslanir Bónuss og Hagkaups. Ómar segir ástandið í verslunum almennt ágætt. Nóg sé til af lambi, svíni og frosnum kjúklingi en skortur sé á nautakjöti. „Okkur hefur gengið vel að halda uppi framboði. Við höfum nýtt okkur aðrar lausnir, til dæmis með því að bjóða upp á meiri kalkún,“ segir Ómar. Hljóðið er þyngra í Jóni Björnssyni. „Ég held það sé komið gott af nautakjötsskorti. Það er til nóg af kjúklingi, svíni og lambi en engir hamborgarar og þar er opinber stofnun að halda fyrirtækjum í gíslingu, ekki okkar fyrirtæki heldur kjötvinnslum og nautgripabændum. Það er svakalegt að opinber stofnun haldi þeim í gíslingu,“ segir Jón og vísar til verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Jón segir verslanir Festar ekki geta leyst út hinar ýmsu vörur af hafnarbakkanum vegna verkfallsins og að nú séu einhverjar þeirra farnar að skemmast. „Þá erum við komin í matarsóun sem er af völdum hins opinbera,“ segir Jón sem spyr hvort það sé virkilega nauðsyn að fá vottun íslenskra dýralækna til viðbótar við vottun dýralæknis frá upprunalandi vörunnar. „Verslunin er í mun betra ástandi en sumir veitingastaðir. Ef þú ert að reka hamborgarastað færðu enga hamborgara, þá er bara verið að leggja bisnessinn þinn í rúst,“ segir hann. Jón segist ánægður með nýja kjarasamninga. Hann sé sáttur við að samningar séu til lengri tíma því þá er auðveldara að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Ómar er einnig sáttur við lengd samninga. „Það er ljóst að það verður mikil áskorun að takast á við þann kostnað sem fylgir hærri launum en á móti kemur að þetta eru samningar til langs tíma, það gefur fyrirtækjum séns á að vinna úr stöðunni á löngum tíma,“ segir Ómar um samningana.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira