Afnám hafta sett í lög í þessum mánuði Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. júní 2015 07:00 Frumvörpin kynnt. Ráðherrar fengu fyrst að sjá frumvörp um afnám hafta á ríkisstjórnarfundi í gær. Bjarni Benediktsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn í fundarhléi. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir. Gjaldeyrishöft Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira