Fækkum frídögunum Atli Fannar Bjarkason skrifar 28. maí 2015 07:00 Ég veit ekki hvað ég geri ef ég les aðra dramatíska frétt um frestun á þinglokum og möguleikana á sumarþingi. Ég geri örugglega eitthvað mjög slæmt. Byrja að stunda utanvegaakstur, gera símaat í neyðarlínunni eða freta á börn. Gríðarlegt álag er á þingmönnum. Þau þurfa að kynna sér mörg mál og sitja langa fundi þar sem hagsmunir heillar þjóðar eru undir. Stundum þurfa þau að funda langt fram á nótt og mæta snemma morguns daginn eftir. Þetta er langt frá því að vera fjölskylduvænt umhverfi og sumir þingmenn hafa kvartað undan því að þingmennskan hafi á einhvern hátt rofið tengslin við fjölskylduna. Sem er skelfilegt. Ég legg því til lausn. Fjölgum vinnudögum Alþingis og hættum að miða þingfundardaga við heyskap og sauðburð eða hvað það er sem þau miða við. Starfsáætlun þingsins er enn þá samin út frá gömlum hefðum vegna þess að þannig hefur það alltaf verið. Sem er versta afsökunin. Það er rétt að vinnudagarnir eru miklu fleiri en þingfundirnir. Og það er líka rétt að álagið er mikið, málin mörg og tilfinningahitinn á krónískum suðupunkti. Það væri hins vegar hægt að dreifa álaginu betur ef jólafríið væri ekki mánuður, páskafríið annað eins og sumarfríið svo langt að þriggja vikna ferð til Tenerife nær ekki að fylla helminginn af því. Væl um að þing teygi sig inn í sumarið er því marklaust og óþolandi. Það kemur almenningi ekki við. Staðreyndin er sú að fjölmörg verkefni liggja fyrir. Verkefni sem þarf að klára og það er öllum sama ef það tekur sinn tíma. Þegar þeim lýkur er hægt að fara í frí í fimm vikur eins og við hin og lepja volgan bjór á sundlaugarbakka einhvers staðar í Andalúsíu. Svo er hægt að snúa aftur og byrja að huga að traustinu á Alþingi. Það gerist hins vegar ekkert í þeim málum á meðan keppnin í hver talar hæst og mest í ræðustól stendur yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun
Ég veit ekki hvað ég geri ef ég les aðra dramatíska frétt um frestun á þinglokum og möguleikana á sumarþingi. Ég geri örugglega eitthvað mjög slæmt. Byrja að stunda utanvegaakstur, gera símaat í neyðarlínunni eða freta á börn. Gríðarlegt álag er á þingmönnum. Þau þurfa að kynna sér mörg mál og sitja langa fundi þar sem hagsmunir heillar þjóðar eru undir. Stundum þurfa þau að funda langt fram á nótt og mæta snemma morguns daginn eftir. Þetta er langt frá því að vera fjölskylduvænt umhverfi og sumir þingmenn hafa kvartað undan því að þingmennskan hafi á einhvern hátt rofið tengslin við fjölskylduna. Sem er skelfilegt. Ég legg því til lausn. Fjölgum vinnudögum Alþingis og hættum að miða þingfundardaga við heyskap og sauðburð eða hvað það er sem þau miða við. Starfsáætlun þingsins er enn þá samin út frá gömlum hefðum vegna þess að þannig hefur það alltaf verið. Sem er versta afsökunin. Það er rétt að vinnudagarnir eru miklu fleiri en þingfundirnir. Og það er líka rétt að álagið er mikið, málin mörg og tilfinningahitinn á krónískum suðupunkti. Það væri hins vegar hægt að dreifa álaginu betur ef jólafríið væri ekki mánuður, páskafríið annað eins og sumarfríið svo langt að þriggja vikna ferð til Tenerife nær ekki að fylla helminginn af því. Væl um að þing teygi sig inn í sumarið er því marklaust og óþolandi. Það kemur almenningi ekki við. Staðreyndin er sú að fjölmörg verkefni liggja fyrir. Verkefni sem þarf að klára og það er öllum sama ef það tekur sinn tíma. Þegar þeim lýkur er hægt að fara í frí í fimm vikur eins og við hin og lepja volgan bjór á sundlaugarbakka einhvers staðar í Andalúsíu. Svo er hægt að snúa aftur og byrja að huga að traustinu á Alþingi. Það gerist hins vegar ekkert í þeim málum á meðan keppnin í hver talar hæst og mest í ræðustól stendur yfir.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun