Vilja breyta Dyflinnarreglu Guðsteinn Bjarnason skrifar 14. maí 2015 10:30 Hundruð manna í varðhaldi bíða flutnings annað eftir að hafa reynt að komast til Evrópu. Vísir/EPA Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna. Flóttamenn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Evrópusambandið hyggst láta endurskoða Dyflinnarsamninginn svonefnda, sem heimilar aðildarríkjum Schengen-samstarfsins að senda hælisleitendur úr landi hafi þeir fyrst reynt fyrir sér í öðru aðildarríki. Reiknað er með að þessari endurskoðun verði lokið um mitt næsta ár. Þetta er liður í fjölþættum aðgerðum sem Evrópusambandið hyggst ráðast í til að höndla betur flóttamannastrauminn yfir Miðjarðarhaf. Tillögurnar voru kynntar í gær. Aðrar hugmyndir snúast meðal annars um að þrefalda fjármagn til eftirlits- og björgunaraðgerða í Miðjarðarhafinu, beita hervaldi gegn smyglurum sem senda fólk ólöglega yfir Miðjarðarhafið, leggja meiri vinnu í að koma fólki aftur til síns heimalands og loks að deila með sanngjarnari hætti niður á ESB-ríkin þeim hælisleitendum sem ekki er hægt að senda til baka. Stjórnvöld einstakra ríkja eru misánægð með þessi áform. Bretar vilja til dæmis ekki að ríkjum ESB verði gert skylt að taka við hælisleitendum og Ungverjar segja þessar hugmyndir fráleitar. Hvað hernað gagnvart smyglurum varðar, þá er í tillögunum ekki útilokað að sendar verði hersveitir inn í Líbíu eða til annarra landa þar sem smyglararnir stunda iðju sína. Mesta áherslan er þó lögð á að eyðileggja báta og skip sem notuð hafa verið til að flytja fólk yfir hafið. Þessi hernaðaráform hafa mætt töluverðri gagnrýni og óljóst hvort þau stæðust alþjóðalög.80 þúsund flóttamenn það sem af er ári Á síðasta ári freistuðu nærri 220 þúsund manns gæfunnar með þessum hætti, flestir frá Sýrlandi þar sem margra ára borgarastyrjöld hefur hrakið nærri helming landsmanna að heiman. Það sem af er þessu ári hafa um 80 þúsund manns reynt að komast yfir Miðjarðarhaf. Þúsundir hafa drukknað á leiðinni. Megnið af flóttafólkinu hefur farið til Ítalíu, Grikklands og Spánar en fæstir hafa á endanum fengið hæli þar. Önnur aðildarlönd Evrópusambandsins hafa til þessa haft frjálsar hendur um það hvort þau taki við einhverjum þeirra. Þar hafa Þjóðverjar og Svíar verið duglegastir. Á síðasta ári tóku þeir við nærri helmingi þeirra flóttamanna sem leituðu hælis í aðildarlöndum ESB. Þessu á nú að breyta, þannig að hælisleitendum verði deilt niður á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Til að byrja með verði 20 þúsund manna hópi skipt niður, þannig að hvert ríki fái ákveðið hlutfall í samræmi við íbúafjölda viðkomandi lands og að teknu tilliti til atvinnuleysis þar. Vísað er til þriðja liðs 78. greinar Lissabonsáttmálans, sem heimilar ráðherraráði Evrópusambandsins að grípa til aðgerða ef skyndilegur straumur fólks frá löndum utan ESB veldur neyðarástandi í einu eða fleiri aðildarríkjanna.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira