Of fáir ferðamenn á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. maí 2015 08:00 Það er útbreiddur misskilningur að Ísland sé að mettast þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Við höfum aðeins nýtt brot af því svigrúmi sem við höfum til að auka verðmætasköpum í ferðaþjónustu með fjölgun ferðamanna. Ég keypti eintak af tímaritinu Details til að stytta mér stundir í flugi heim til Íslands fyrr í þessari viku. Þar rakst ég á greinarkorn þar sem lesendur eru hvattir að heimsækja Lofoten-eyjar í Noregi því þær séu Nýja-Ísland (e. New Iceland) sökum stórbrotinnar náttúrufegurðar. Í greininni kemur jafnframt fram að það segi mikla sögu að framkvæmdastjóri Ferðamálastofu (Icelandic Tourist Board) hafi sagt að það séu nú þegar of margir ferðamenn á Íslandi. Af þessu dró greinarhöfundur þá ályktun að það væri miklu betra að fara til Lofoten. Það er út af fyrir sig skrýtið að tímaritið Details sé að vitna í framkvæmdastjóra Ferðamálastofu en látum það liggja á milli hluta. Það er mikilvægt að eyða þeirri þjóðsögu að það séu of margir ferðamenn á Íslandi sem fyrst. Því staðreyndin er sú að það eru of fáir ferðamenn á Íslandi. Stundum er sagt að það sé betra að fá fleiri ferðamenn sem eyða milljón krónum en að fá milljón ferðamenn. Þetta er að hluta til satt og rétt en að hluta til bull. Ferðamannafjöldinn er þegar kominn upp í milljón á ári. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, benti á það í síðustu viku, að ef spár um 20% árlegan vöxt ferðaþjónustunnar ganga eftir, gæti þessi fjöldi verið kominn upp í tvær milljónir árið 2018. Það myndi þýða 100 milljarða króna skatt- og þjónustutekjur í ríkissjóð á ársgrundvelli. Til að setja þessa fjárhæð í samhengi þá var upphafleg kostnaðaráætlun vegna nýs Landspítala 80 milljarðar króna. Þá hefur Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, boðað 10-20 milljarða króna árlegar arðgreiðslur af rekstri Landsvirkjunar í ríkissjóð eftir fimm ár ef áætlanir ganga eftir, svo annað dæmi sé valið af handahófi. Ferðaþjónustan er orðin ein mikilvægasta atvinnugrein landsins. Á síðustu árum gerðist það annars vegar að hún fór fram úr sjávarútvegi í gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið á einum ársfjórðungi og hins vegar fór bein hlutdeild hennar í VLF líka upp fyrir sjávarútveg (þó ekki á sama tíma). Því skal þó haldið til haga að engin atvinnugrein kemst nálægt sjávarútvegi ef klasarnir í kringum hann eru teknir með en þá er þetta hlutfall um 26%. Írland er 84.421 ferkílómetri. Ísland er 103.000 ferkílómetrar. Samt fara miklu fleiri ferðamenn til Írlands á ári hverju. Ísland er stórt land og það getur tekið við miklu fleiri ferðamönnum. Ég skynja vannýtta auðlind ferðaþjónustunnar svipað og virkjun straumvatnsins var fyrir byggingu Búrfellsvirkjunar 1966-1969. Það er galið að nýta tækifærið ekki. Af þessum staðreyndum má draga þann lærdóm að það sé ekki einungis æskilegt, heldur beinlínis skylda, að stjórnvöld forgangsraði í þágu ferðaþjónustunnar. Almannahagsmunir krefjast þess. Sérstaklega í ljósi greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins. Stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er komin á framkvæmdastig, er skref í átt að þessu markmiði og því ber að fagna en það þarf að gera meira. Að náttúrupassann skyldi daga uppi í þinginu var áfall og það er nauðsynlegt að ná samstöðu í þinginu um nýjan náttúrupassa eða sambærilega lausn. Að breyta ekki innviðum til að gera íslenskt samfélag í stakk búið að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna er álíka viturlegt og að selja ekki þorsk til útlanda og veiða hann bara til manneldis hér á landi.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það er útbreiddur misskilningur að Ísland sé að mettast þegar fjöldi ferðamanna er annars vegar. Við höfum aðeins nýtt brot af því svigrúmi sem við höfum til að auka verðmætasköpum í ferðaþjónustu með fjölgun ferðamanna. Ég keypti eintak af tímaritinu Details til að stytta mér stundir í flugi heim til Íslands fyrr í þessari viku. Þar rakst ég á greinarkorn þar sem lesendur eru hvattir að heimsækja Lofoten-eyjar í Noregi því þær séu Nýja-Ísland (e. New Iceland) sökum stórbrotinnar náttúrufegurðar. Í greininni kemur jafnframt fram að það segi mikla sögu að framkvæmdastjóri Ferðamálastofu (Icelandic Tourist Board) hafi sagt að það séu nú þegar of margir ferðamenn á Íslandi. Af þessu dró greinarhöfundur þá ályktun að það væri miklu betra að fara til Lofoten. Það er út af fyrir sig skrýtið að tímaritið Details sé að vitna í framkvæmdastjóra Ferðamálastofu en látum það liggja á milli hluta. Það er mikilvægt að eyða þeirri þjóðsögu að það séu of margir ferðamenn á Íslandi sem fyrst. Því staðreyndin er sú að það eru of fáir ferðamenn á Íslandi. Stundum er sagt að það sé betra að fá fleiri ferðamenn sem eyða milljón krónum en að fá milljón ferðamenn. Þetta er að hluta til satt og rétt en að hluta til bull. Ferðamannafjöldinn er þegar kominn upp í milljón á ári. Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow Air, benti á það í síðustu viku, að ef spár um 20% árlegan vöxt ferðaþjónustunnar ganga eftir, gæti þessi fjöldi verið kominn upp í tvær milljónir árið 2018. Það myndi þýða 100 milljarða króna skatt- og þjónustutekjur í ríkissjóð á ársgrundvelli. Til að setja þessa fjárhæð í samhengi þá var upphafleg kostnaðaráætlun vegna nýs Landspítala 80 milljarðar króna. Þá hefur Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, boðað 10-20 milljarða króna árlegar arðgreiðslur af rekstri Landsvirkjunar í ríkissjóð eftir fimm ár ef áætlanir ganga eftir, svo annað dæmi sé valið af handahófi. Ferðaþjónustan er orðin ein mikilvægasta atvinnugrein landsins. Á síðustu árum gerðist það annars vegar að hún fór fram úr sjávarútvegi í gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið á einum ársfjórðungi og hins vegar fór bein hlutdeild hennar í VLF líka upp fyrir sjávarútveg (þó ekki á sama tíma). Því skal þó haldið til haga að engin atvinnugrein kemst nálægt sjávarútvegi ef klasarnir í kringum hann eru teknir með en þá er þetta hlutfall um 26%. Írland er 84.421 ferkílómetri. Ísland er 103.000 ferkílómetrar. Samt fara miklu fleiri ferðamenn til Írlands á ári hverju. Ísland er stórt land og það getur tekið við miklu fleiri ferðamönnum. Ég skynja vannýtta auðlind ferðaþjónustunnar svipað og virkjun straumvatnsins var fyrir byggingu Búrfellsvirkjunar 1966-1969. Það er galið að nýta tækifærið ekki. Af þessum staðreyndum má draga þann lærdóm að það sé ekki einungis æskilegt, heldur beinlínis skylda, að stjórnvöld forgangsraði í þágu ferðaþjónustunnar. Almannahagsmunir krefjast þess. Sérstaklega í ljósi greiðslujafnaðarvanda þjóðarbúsins. Stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, sem er komin á framkvæmdastig, er skref í átt að þessu markmiði og því ber að fagna en það þarf að gera meira. Að náttúrupassann skyldi daga uppi í þinginu var áfall og það er nauðsynlegt að ná samstöðu í þinginu um nýjan náttúrupassa eða sambærilega lausn. Að breyta ekki innviðum til að gera íslenskt samfélag í stakk búið að taka á móti tveimur milljónum ferðamanna er álíka viturlegt og að selja ekki þorsk til útlanda og veiða hann bara til manneldis hér á landi.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun