Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2015 07:00 Enn er leitað að fólki í rústum í Nepal og skortur er á læknum og hjálpargögnum. Eftirskjálftar eru stórir. Kröftugur skjálfti reið yfir í gærmorgun og fólk er óttaslegið vegna þeirra og kýs að sofa undir berum himni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Alþjóðleg björgunarteymi streyma nú til Nepal og svæða sem urðu illa úti í skjálftanum sem reið yfir aðfaranótt laugardags. Tala látinna er komin yfir 2.500, þar af létust 700 í Katmandú, höfuðborg Nepal. Hundruð þúsunda eyddu nóttinni undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Einn þeirra sem reið yfir í gær mældist 6,7 að stærð. Miklar rigningar hafa gert fólki enn erfiðara fyrir. Talið er víst að tala látinna eigi eftir að hækka. Margir eru slasaðir og í brýnni þörf fyrir læknisaðstoð. Einnig er skortur á öllum helstu nauðsynjum, matvælum, aðgangi að hreinu vatni og skjóli. Nepölsk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum sem urðu verst úti og hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður flaug frá Íslandi á laugardag, strax eftir að fregnir bárust af jarðskjálftanum. Hann var staddur í Dúbaí í gær þar sem hann beið eftir flugi til Katmandú í morgun. „Jarðskjálftar eru alltaf þannig að hver mínúta og hver klukkutími skiptir máli varðandi það að bjarga fólki úr rústum. Okkar hlutverk verður að tryggja góð fjarskipti á svæðinu, það er lykilatriði til þess að samhæfa björgunaraðgerðir,“ segir Gísli Rafn sem hefur mikla reynslu af björgunaraðgerðum eftir jarðskjálfta og náttúruhamfarir. Þetta er fjórði stóri jarðskjálftinn þar sem hann hefur hjálpað á vettvangi og mikið verk bíður hans því rafmagns- og farsímakerfi liggja niðri á mörgum svæðum. Hann notaði tímann meðan hann beið eftir fluginu til Katmandú til að undirbúa sig andlega undir starfið. „Það er alltaf erfitt að koma á staði þar sem er mikið af fólki sem á um sárt að binda. En að gera gagn þar sem fólk þarf hjálp, það drífur mann áfram.“ Hann segir erfitt verkefni fram undan og býst við slæmum aðstæðum. „Þetta eru mörg lítil þorp sem liggja í dölum í fjalllendi. Þorpin eru í rúst og vegir eru farnir í sundur, bæði vegna jarðskjálftans og vegna skriðufalla. Það verður mjög erfitt að koma hjálpargögnum og björgunarsveitum á vettvang.“ Fjölmargar hjálparstofnanir hafa svarað kallinu og hafið neyðarsöfnun fyrir íbúa í Nepal, meðal annars Rauði krossinn og UNICEF. Að minnsta kosti 940 þúsund börn á verst leiknu svæðunum eftir jarðskjálftann í Nepal þurfa á brýnni aðstoð að halda samkvæmt UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Jón Brynjar Birgisson er sviðsstjóri alþjóðlegra björgunaraðgerða hjá Rauða krossinum og hefur fundað um næstu skref hér á landi en fyrir liggur að verða við alþjóðlegri hjálparbeiðni. Um tvö hundruð Íslendingar eru þjálfaðir sendifulltrúar Rauða Krossins, flestir úr heilbrigðisgeiranum. „Við munum leggja til starfsfólk í neyðarsveitirnar. Við munum líklega senda um þrjátíu fulltrúa. Það er mikið verk fram undan, nú einbeitum við okkur að aðhlynningu slasaðra, því að dreifa hjálpargögnum og veita áfallahjálp, svo á eftir fer samfélagsleg uppbygging og aðstoð. Þetta mun taka tíma.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Börn Margrétar sváfu undir berum himni Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning. 27. apríl 2015 07:00