Girnilegur þorskur með salsa og kartöflumús Eva Laufey Kjaran skrifar 18. apríl 2015 14:00 Vísir/Einkasafn Þorskhnakkar með ólífusalsa og kartöflumús Kartöflu- og sellerímús Það er best að byrja á kartöflumúsinni en hún er tímafrekust. 1 sellerírót, skorin í teninga 8-10 kartöflur 2-3 msk. smjör Mjólk, magn eftir smekk hvers og eins Sykur Salt og piparAðferð: Fyrsta skref er að afhýða sellerírót og sjóða bæði rótina og kartöflur í söltu vatni. Gætið þess að sjóða sellerírót og kartöflur í hvort í sínum pottinum. Hvort tveggja soðið þar til mjúkt. Vatninu hellt af og kartöflur eru afhýddar. Sellerírót og kartöflur eru stappaðar saman. Volgri mjólk og smjöri bætt út í, bragðbætið með salti og pipar. Stappið saman þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið. Leyfið kartöflumúsinni að standa í pottinum.Þorskhnakkar 800 g þorskhnakkar, skornir í 200 g steikur Ólífuolía Salt og piparAðferð: Þorskhnakkar eru besti hluti þorsksins og jafnast á við fína steik. Byrjið á að skera flökin í jafn stóra bita. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á hvorri hlið í þrjár til fjórar mínútur. Kryddið til með salti og pipar. Þegar fiskurinn er alveg að verða klár þá byrjið þið að bæta ólífusalsa saman við.Tómat- og ólífusalsa 5 vorlaukar, smátt saxaðir Handfylli svartar ólífur, í bitum Handfylli sólþurrkaðir tómatar, í bitum 2–3 msk. furuhnetur, ristaðar Fersk steinselja, smátt söxuðAðferð: Skerið vorlaukinn niður, ólífur í tvennt og sólþurrkuðu tómatana í bita. Bætið öllu út á pönnuna með og steikið í 1-2 mínútur. Bætið steinselju og smjöri út á pönnuna í lokin en smjörið gerir réttinn enn bragðbetri. Eva Laufey Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir Gómsæt skyrkaka Evu Laufeyjar Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman. 16. apríl 2015 16:48 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Þorskhnakkar með ólífusalsa og kartöflumús Kartöflu- og sellerímús Það er best að byrja á kartöflumúsinni en hún er tímafrekust. 1 sellerírót, skorin í teninga 8-10 kartöflur 2-3 msk. smjör Mjólk, magn eftir smekk hvers og eins Sykur Salt og piparAðferð: Fyrsta skref er að afhýða sellerírót og sjóða bæði rótina og kartöflur í söltu vatni. Gætið þess að sjóða sellerírót og kartöflur í hvort í sínum pottinum. Hvort tveggja soðið þar til mjúkt. Vatninu hellt af og kartöflur eru afhýddar. Sellerírót og kartöflur eru stappaðar saman. Volgri mjólk og smjöri bætt út í, bragðbætið með salti og pipar. Stappið saman þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið. Leyfið kartöflumúsinni að standa í pottinum.Þorskhnakkar 800 g þorskhnakkar, skornir í 200 g steikur Ólífuolía Salt og piparAðferð: Þorskhnakkar eru besti hluti þorsksins og jafnast á við fína steik. Byrjið á að skera flökin í jafn stóra bita. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á hvorri hlið í þrjár til fjórar mínútur. Kryddið til með salti og pipar. Þegar fiskurinn er alveg að verða klár þá byrjið þið að bæta ólífusalsa saman við.Tómat- og ólífusalsa 5 vorlaukar, smátt saxaðir Handfylli svartar ólífur, í bitum Handfylli sólþurrkaðir tómatar, í bitum 2–3 msk. furuhnetur, ristaðar Fersk steinselja, smátt söxuðAðferð: Skerið vorlaukinn niður, ólífur í tvennt og sólþurrkuðu tómatana í bita. Bætið öllu út á pönnuna með og steikið í 1-2 mínútur. Bætið steinselju og smjöri út á pönnuna í lokin en smjörið gerir réttinn enn bragðbetri.
Eva Laufey Sjávarréttir Uppskriftir Tengdar fréttir Gómsæt skyrkaka Evu Laufeyjar Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman. 16. apríl 2015 16:48 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Gómsæt skyrkaka Evu Laufeyjar Skyrkökur eru ómótstæðilegar og það sakar ekki að það tekur enga stund að setja slíka köku saman. 16. apríl 2015 16:48