Kristen McCarthy: Ég elska það að spila á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 07:30 Það var mikið einvígi á milli Kristen McCarthy og Lele Hardy um titilinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna. Það dugði ekki Lele að vera með tröllatvennu (yfir tuttugu í stigum og fráköstum) í síðustu níu leikjunum því verðlaunin fóru í Hólminn til hinnar 25 ára gömlu Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Kristen McCarthy spilaði vel í allri deildarkeppninni en skipti í annan gír í seinni umferðinni enda þurfti þess til að hjálpa Snæfellsliðinu að verða deildarmeistari og hafa betur í baráttunni við Lele. „Þetta kemur mér svolítið á óvart en ég legg mikið á mig og það er gaman að sjá að það skili sér,“ sagði Kristen McCarthy, sem var með 28,5 stig, 13,9 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í seinni hlutanum. Kristen McCarthy kemur frá Kaliforníu og spilaði með Temple-háskólaliðinu frá 2008 til 2012 en hann er í Philadelphiu. „Lífið í Stykkishólmi er ólíkt því sem ég er vön og það er að sjálfsögðu ekki eins mikið um að vera. Þetta gefur mér góðan tíma til að slaka á og sinna sjálfri mér. Ég horfi á kvikmyndir, les mikið og eyði líka tíma með liðsfélögunum. Ég þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað sérstakt þannig að þetta er þægilegt líf fyrir utan það að svo er maður bara að spila körfubolta,“ sagði McCarthy.Lítill og skemmtilegur bær Kristen talar vel um fólkið í Hólminum. „Þetta er lítill og skemmtilegur bær og það er auðvelt að hafa samskipti við alla. Ég sé alltaf mikið af sömu andlitunum og ég hef mjög gaman að vera í Hólminum,“ segir McCarthy. Lele Hardy hefur ílengst á Íslandi þrátt fyrir að vera nógu góð til að spila í sterkari deild en McCarthy ætlar að reyna að komast að á nýjum stað.Spilar ekki áfram á Íslandi „Ég spila ekki áfram á Íslandi á næsta tímabili en ég fæ vonandi að koma til baka einhvern tímann. Ég hef önnur markmið sem körfuboltakona og vil fá tækifæri til að spila í öðrum löndum til að sjá hvað er þarna úti. Ég mun örugglega koma til baka einhvern daginn,“ segir McCarthy brosandi og það leynir sér ekki að hún sé ánægð á Klakanum. „Ég elska það að spila á Íslandi. Ég hef spilað bæði á Ítalíu og Frakklandi en hef hvergi verið ánægðari en hér á Íslandi. Ég spila með frábærum liðsfélögum og ég kann rosalega vel við fólkið á Íslandi,“ segir Kristen McCarthy sem á mikinn þátt í því að Snæfellsliðið endaði sem öruggur sigurvegari í deildarkeppninni.Snæfell átti þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann í seinni umferð Dominos-deildar kvenna.Vísir/StefánÖll fjölskyldan í heimsókn „Ég er að reyna að læra eitthvað í íslensku og mér finnst íslenski maturinn líka vera frábær. Það hefur verið frábær lífsreynsla að vera á Íslandi og öll fjölskyldan hefur líka komið í heimsókn; mamma, pabbi og bróðir minn,“ segir Kristen McCarthy. Það er óhætt að segja að koma foreldranna hafi haft einstaklega góð áhrif á Kristen McCarthy. Hún var frábær í desembermánuði eftir að móðir hennar kom í heimsókn í kringum þakkargjörðarhátíðina og spilaði einnig rosalega vel í síðustu deildarleikjunum þegar faðir hennar og bróðir voru á landinu. „Mamma og pabbi höfðu að sjálfsögðu smá áhyggjur af mér þegar ég fór til Íslands en eftir að þau komu hingað og sáu allt þá hafa þau engar áhyggjur lengur,“ segir McCarthy. Snæfellsliðið vann 25 af 28 leikjum sínum í deildinni en í kvöld mætir liðið Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna. „Úrslitakeppnin er eins og nýtt tímabil en Ingi Þór þjálfari hefur undirbúið okkur vel. Við erum tilbúnar í það að vinna alla leiki. Þetta verður ekki auðvelt. Það skiptir ekki máli hvað gerðist í deildarkeppninni því Grindavík er með mjög gott lið. Við ætlum bara að ná í einn sigur í einu,“ sagði Kristen McCarthy að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Það var mikið einvígi á milli Kristen McCarthy og Lele Hardy um titilinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna. Það dugði ekki Lele að vera með tröllatvennu (yfir tuttugu í stigum og fráköstum) í síðustu níu leikjunum því verðlaunin fóru í Hólminn til hinnar 25 ára gömlu Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Kristen McCarthy spilaði vel í allri deildarkeppninni en skipti í annan gír í seinni umferðinni enda þurfti þess til að hjálpa Snæfellsliðinu að verða deildarmeistari og hafa betur í baráttunni við Lele. „Þetta kemur mér svolítið á óvart en ég legg mikið á mig og það er gaman að sjá að það skili sér,“ sagði Kristen McCarthy, sem var með 28,5 stig, 13,9 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í seinni hlutanum. Kristen McCarthy kemur frá Kaliforníu og spilaði með Temple-háskólaliðinu frá 2008 til 2012 en hann er í Philadelphiu. „Lífið í Stykkishólmi er ólíkt því sem ég er vön og það er að sjálfsögðu ekki eins mikið um að vera. Þetta gefur mér góðan tíma til að slaka á og sinna sjálfri mér. Ég horfi á kvikmyndir, les mikið og eyði líka tíma með liðsfélögunum. Ég þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað sérstakt þannig að þetta er þægilegt líf fyrir utan það að svo er maður bara að spila körfubolta,“ sagði McCarthy.Lítill og skemmtilegur bær Kristen talar vel um fólkið í Hólminum. „Þetta er lítill og skemmtilegur bær og það er auðvelt að hafa samskipti við alla. Ég sé alltaf mikið af sömu andlitunum og ég hef mjög gaman að vera í Hólminum,“ segir McCarthy. Lele Hardy hefur ílengst á Íslandi þrátt fyrir að vera nógu góð til að spila í sterkari deild en McCarthy ætlar að reyna að komast að á nýjum stað.Spilar ekki áfram á Íslandi „Ég spila ekki áfram á Íslandi á næsta tímabili en ég fæ vonandi að koma til baka einhvern tímann. Ég hef önnur markmið sem körfuboltakona og vil fá tækifæri til að spila í öðrum löndum til að sjá hvað er þarna úti. Ég mun örugglega koma til baka einhvern daginn,“ segir McCarthy brosandi og það leynir sér ekki að hún sé ánægð á Klakanum. „Ég elska það að spila á Íslandi. Ég hef spilað bæði á Ítalíu og Frakklandi en hef hvergi verið ánægðari en hér á Íslandi. Ég spila með frábærum liðsfélögum og ég kann rosalega vel við fólkið á Íslandi,“ segir Kristen McCarthy sem á mikinn þátt í því að Snæfellsliðið endaði sem öruggur sigurvegari í deildarkeppninni.Snæfell átti þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann í seinni umferð Dominos-deildar kvenna.Vísir/StefánÖll fjölskyldan í heimsókn „Ég er að reyna að læra eitthvað í íslensku og mér finnst íslenski maturinn líka vera frábær. Það hefur verið frábær lífsreynsla að vera á Íslandi og öll fjölskyldan hefur líka komið í heimsókn; mamma, pabbi og bróðir minn,“ segir Kristen McCarthy. Það er óhætt að segja að koma foreldranna hafi haft einstaklega góð áhrif á Kristen McCarthy. Hún var frábær í desembermánuði eftir að móðir hennar kom í heimsókn í kringum þakkargjörðarhátíðina og spilaði einnig rosalega vel í síðustu deildarleikjunum þegar faðir hennar og bróðir voru á landinu. „Mamma og pabbi höfðu að sjálfsögðu smá áhyggjur af mér þegar ég fór til Íslands en eftir að þau komu hingað og sáu allt þá hafa þau engar áhyggjur lengur,“ segir McCarthy. Snæfellsliðið vann 25 af 28 leikjum sínum í deildinni en í kvöld mætir liðið Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna. „Úrslitakeppnin er eins og nýtt tímabil en Ingi Þór þjálfari hefur undirbúið okkur vel. Við erum tilbúnar í það að vinna alla leiki. Þetta verður ekki auðvelt. Það skiptir ekki máli hvað gerðist í deildarkeppninni því Grindavík er með mjög gott lið. Við ætlum bara að ná í einn sigur í einu,“ sagði Kristen McCarthy að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira