Kristen McCarthy: Ég elska það að spila á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2015 07:30 Það var mikið einvígi á milli Kristen McCarthy og Lele Hardy um titilinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna. Það dugði ekki Lele að vera með tröllatvennu (yfir tuttugu í stigum og fráköstum) í síðustu níu leikjunum því verðlaunin fóru í Hólminn til hinnar 25 ára gömlu Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Kristen McCarthy spilaði vel í allri deildarkeppninni en skipti í annan gír í seinni umferðinni enda þurfti þess til að hjálpa Snæfellsliðinu að verða deildarmeistari og hafa betur í baráttunni við Lele. „Þetta kemur mér svolítið á óvart en ég legg mikið á mig og það er gaman að sjá að það skili sér,“ sagði Kristen McCarthy, sem var með 28,5 stig, 13,9 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í seinni hlutanum. Kristen McCarthy kemur frá Kaliforníu og spilaði með Temple-háskólaliðinu frá 2008 til 2012 en hann er í Philadelphiu. „Lífið í Stykkishólmi er ólíkt því sem ég er vön og það er að sjálfsögðu ekki eins mikið um að vera. Þetta gefur mér góðan tíma til að slaka á og sinna sjálfri mér. Ég horfi á kvikmyndir, les mikið og eyði líka tíma með liðsfélögunum. Ég þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað sérstakt þannig að þetta er þægilegt líf fyrir utan það að svo er maður bara að spila körfubolta,“ sagði McCarthy.Lítill og skemmtilegur bær Kristen talar vel um fólkið í Hólminum. „Þetta er lítill og skemmtilegur bær og það er auðvelt að hafa samskipti við alla. Ég sé alltaf mikið af sömu andlitunum og ég hef mjög gaman að vera í Hólminum,“ segir McCarthy. Lele Hardy hefur ílengst á Íslandi þrátt fyrir að vera nógu góð til að spila í sterkari deild en McCarthy ætlar að reyna að komast að á nýjum stað.Spilar ekki áfram á Íslandi „Ég spila ekki áfram á Íslandi á næsta tímabili en ég fæ vonandi að koma til baka einhvern tímann. Ég hef önnur markmið sem körfuboltakona og vil fá tækifæri til að spila í öðrum löndum til að sjá hvað er þarna úti. Ég mun örugglega koma til baka einhvern daginn,“ segir McCarthy brosandi og það leynir sér ekki að hún sé ánægð á Klakanum. „Ég elska það að spila á Íslandi. Ég hef spilað bæði á Ítalíu og Frakklandi en hef hvergi verið ánægðari en hér á Íslandi. Ég spila með frábærum liðsfélögum og ég kann rosalega vel við fólkið á Íslandi,“ segir Kristen McCarthy sem á mikinn þátt í því að Snæfellsliðið endaði sem öruggur sigurvegari í deildarkeppninni.Snæfell átti þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann í seinni umferð Dominos-deildar kvenna.Vísir/StefánÖll fjölskyldan í heimsókn „Ég er að reyna að læra eitthvað í íslensku og mér finnst íslenski maturinn líka vera frábær. Það hefur verið frábær lífsreynsla að vera á Íslandi og öll fjölskyldan hefur líka komið í heimsókn; mamma, pabbi og bróðir minn,“ segir Kristen McCarthy. Það er óhætt að segja að koma foreldranna hafi haft einstaklega góð áhrif á Kristen McCarthy. Hún var frábær í desembermánuði eftir að móðir hennar kom í heimsókn í kringum þakkargjörðarhátíðina og spilaði einnig rosalega vel í síðustu deildarleikjunum þegar faðir hennar og bróðir voru á landinu. „Mamma og pabbi höfðu að sjálfsögðu smá áhyggjur af mér þegar ég fór til Íslands en eftir að þau komu hingað og sáu allt þá hafa þau engar áhyggjur lengur,“ segir McCarthy. Snæfellsliðið vann 25 af 28 leikjum sínum í deildinni en í kvöld mætir liðið Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna. „Úrslitakeppnin er eins og nýtt tímabil en Ingi Þór þjálfari hefur undirbúið okkur vel. Við erum tilbúnar í það að vinna alla leiki. Þetta verður ekki auðvelt. Það skiptir ekki máli hvað gerðist í deildarkeppninni því Grindavík er með mjög gott lið. Við ætlum bara að ná í einn sigur í einu,“ sagði Kristen McCarthy að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Það var mikið einvígi á milli Kristen McCarthy og Lele Hardy um titilinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna. Það dugði ekki Lele að vera með tröllatvennu (yfir tuttugu í stigum og fráköstum) í síðustu níu leikjunum því verðlaunin fóru í Hólminn til hinnar 25 ára gömlu Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Kristen McCarthy spilaði vel í allri deildarkeppninni en skipti í annan gír í seinni umferðinni enda þurfti þess til að hjálpa Snæfellsliðinu að verða deildarmeistari og hafa betur í baráttunni við Lele. „Þetta kemur mér svolítið á óvart en ég legg mikið á mig og það er gaman að sjá að það skili sér,“ sagði Kristen McCarthy, sem var með 28,5 stig, 13,9 fráköst, 3,7 stoðsendingar og 3,4 stolna bolta að meðaltali í seinni hlutanum. Kristen McCarthy kemur frá Kaliforníu og spilaði með Temple-háskólaliðinu frá 2008 til 2012 en hann er í Philadelphiu. „Lífið í Stykkishólmi er ólíkt því sem ég er vön og það er að sjálfsögðu ekki eins mikið um að vera. Þetta gefur mér góðan tíma til að slaka á og sinna sjálfri mér. Ég horfi á kvikmyndir, les mikið og eyði líka tíma með liðsfélögunum. Ég þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað sérstakt þannig að þetta er þægilegt líf fyrir utan það að svo er maður bara að spila körfubolta,“ sagði McCarthy.Lítill og skemmtilegur bær Kristen talar vel um fólkið í Hólminum. „Þetta er lítill og skemmtilegur bær og það er auðvelt að hafa samskipti við alla. Ég sé alltaf mikið af sömu andlitunum og ég hef mjög gaman að vera í Hólminum,“ segir McCarthy. Lele Hardy hefur ílengst á Íslandi þrátt fyrir að vera nógu góð til að spila í sterkari deild en McCarthy ætlar að reyna að komast að á nýjum stað.Spilar ekki áfram á Íslandi „Ég spila ekki áfram á Íslandi á næsta tímabili en ég fæ vonandi að koma til baka einhvern tímann. Ég hef önnur markmið sem körfuboltakona og vil fá tækifæri til að spila í öðrum löndum til að sjá hvað er þarna úti. Ég mun örugglega koma til baka einhvern daginn,“ segir McCarthy brosandi og það leynir sér ekki að hún sé ánægð á Klakanum. „Ég elska það að spila á Íslandi. Ég hef spilað bæði á Ítalíu og Frakklandi en hef hvergi verið ánægðari en hér á Íslandi. Ég spila með frábærum liðsfélögum og ég kann rosalega vel við fólkið á Íslandi,“ segir Kristen McCarthy sem á mikinn þátt í því að Snæfellsliðið endaði sem öruggur sigurvegari í deildarkeppninni.Snæfell átti þrjá leikmenn í úrvalsliðinu og besta þjálfarann í seinni umferð Dominos-deildar kvenna.Vísir/StefánÖll fjölskyldan í heimsókn „Ég er að reyna að læra eitthvað í íslensku og mér finnst íslenski maturinn líka vera frábær. Það hefur verið frábær lífsreynsla að vera á Íslandi og öll fjölskyldan hefur líka komið í heimsókn; mamma, pabbi og bróðir minn,“ segir Kristen McCarthy. Það er óhætt að segja að koma foreldranna hafi haft einstaklega góð áhrif á Kristen McCarthy. Hún var frábær í desembermánuði eftir að móðir hennar kom í heimsókn í kringum þakkargjörðarhátíðina og spilaði einnig rosalega vel í síðustu deildarleikjunum þegar faðir hennar og bróðir voru á landinu. „Mamma og pabbi höfðu að sjálfsögðu smá áhyggjur af mér þegar ég fór til Íslands en eftir að þau komu hingað og sáu allt þá hafa þau engar áhyggjur lengur,“ segir McCarthy. Snæfellsliðið vann 25 af 28 leikjum sínum í deildinni en í kvöld mætir liðið Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna. „Úrslitakeppnin er eins og nýtt tímabil en Ingi Þór þjálfari hefur undirbúið okkur vel. Við erum tilbúnar í það að vinna alla leiki. Þetta verður ekki auðvelt. Það skiptir ekki máli hvað gerðist í deildarkeppninni því Grindavík er með mjög gott lið. Við ætlum bara að ná í einn sigur í einu,“ sagði Kristen McCarthy að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn