Taka tvö gegn Tékkum í Dalnum í júníbyrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:00 Strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára en hann braut ísinn í leiknum og eftir það varð allt auðveldara. fréttablaðið/afp Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð