Taka tvö gegn Tékkum í Dalnum í júníbyrjun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:00 Strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára en hann braut ísinn í leiknum og eftir það varð allt auðveldara. fréttablaðið/afp Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt markmið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strákarnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasökum í Astana um helgina að EM-brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveimur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „Þetta var fagmannleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins.fréttablaðið/afpHeimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunarliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetjuhlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikurinn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú haldið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamiðvarðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikilvægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnuáhugafólk getur strax farið að undirbúa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í forgang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvonandi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira