Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 08:00 Emil spilar í fyrsta sinn með tattúið í landsleik með Íslandi. fréttablaðið/frikki Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Emil Hallfreðsson og félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta mæta Kasökum í dag í fimmta leik sínum í undankeppni EM 2016. Emil missti föður sinn í kringum leikina í haust en ákvað samt að spila og heiðra þannig minningu hans. Faðir hans mun alltaf fylgja honum hér eftir í bókstaflegri merkingu því Emil spilar í dag sinn fyrsta landsleik með húðflúr af föður sínum á vinstri handleggnum. „Ég hef aldrei fengið mér húðflúr en eftir að pabbi dó þá vorum við Hákon bróðir með þá hugmynd að að fá okkur þannig. Hann er búinn að fá sér og ég hugsaði því að ég yrði að fá mér líka,“ sagði Emil sem bauð hlúðflúrara til sín. Húðflúrið er gert eftir mynd af föður hans en það er afar vel gert. „Þetta er gamli maðurinn. Pabbi er kominn á mig og það kom ekkert annað til greina eftir að hann dó en að þetta yrði mitt fyrsta húðflúr og að ég held það eina sem ég mun fá mér. Ég verð að hafa hann alltaf með mér,“ segir Emil.Pabbi fylgist með. Emil Hallfreðsson verður með pabba sinn inni á vellinum í fyrsta sinn í íslensku landsliðstreyjunni er Ísland leikur gegn Kasakstan í Astana í dag.Vísir/GettyTók fimm og hálfan tíma Emil spilaði fyrst með húðflúrið í búningi Hellas Verona á Ítalíu en nú er kominn tími á að vígja það með landsliðinu. „Þetta tók einhvern fimm og hálfan tíma. Það var alveg þess virði. Fyrsti landsleikurinn hjá gamla er á morgun (í dag),“ sagði Emil. Já, aftur að leiknum í dag sem er mjög mikilvægur fyrir íslenska landsliðið. „Þetta verður hörkuleikur á morgun og bara úrslitaleikur ef við þykjumst vera að fara til Frakklands,“ segir Emil sem leggur áherslu á að lið Kasakstans gæti leynt á sér þrátt fyrir slaka byrjun í keppninni. „Þeir eru hættulegir. Þeir eru á heimavelli og það eru einhverjir tíu til tólf leikmenn sem spila alla sína leiki á þessu gervigrasi. Þeir þekkja aðstæður því aðeins betur en við,“ sagði Emil en hrósaði þó þeirri ákvörðun KSÍ að fara snemma til Kasakstans.Mjúkt og þægilegt „Það var frábært að geta tekið hérna viku saman og undirbúið leikinn af fullum krafti. Þetta er líka eins mjúkt og þægilegt og gervigras verður. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því,“ segir Emil. Íslenska liðið er í dag að koma til baka eftir tap á móti Tékklandi í síðasta mótsleik ársins 2014. Fram að því hafði íslenska liðið unnið þrjá fyrstu leikina sína í riðlinum. „Við þurfum að laga það sem gekk ekki upp á móti Tékkum. Við erum búnir að fara yfir nokkra hluti í vikunni og við ætlum okkur að gera betur á morgun. Ef við ætlum að fara til Frakklands þá er þessi leikur algjör úrslitaleikur. Það kemur því ekkert annað til greina en þrjú stig,“ sagði Emil að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira