Enska Evrópuævintýrið breyttist í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 06:00 Jose Mourinho og hans menn á Chelsea eru á toppnum í ensku deildinni en eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08