Enska Evrópuævintýrið breyttist í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2015 06:00 Jose Mourinho og hans menn á Chelsea eru á toppnum í ensku deildinni en eru úr leik í Meistaradeildinni. Vísir/Getty Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira
Manchester United komst ekki í Meistaradeildina, Liverpool komst ekki í sextán liða úrslitin og Chelsea, Arsenal og Manchester City féllu öll út í sextán liða úrslitunum. Ensku liðin virðast hreinlega vera númeri of lítil þessa dagana þegar kemur að keppni við bestu lið Evrópu. Manchester City var í fyrrakvöld síðasta enska liðið til að falla úr keppni. Barcelona vann reyndar bara 3-1 samanlagt en yfirspilaði ensku meistarana nánast allar 180 mínúturnar. Kvöldið áður hafði Arsenal fallið út á móti Mónakó, liðið sem allir héldu að yrði lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Arsene Wenger. Það er ekki langt síðan ensku liðin voru í sérstöðu í meistaradeildinni. Áttu meðal annars níu af tólf sætunum meðal þeirra fjögurra bestu á árunum í kringum bankahrunið á Íslandi.Ensk slógu út ensk lið Tímabilið 2007 til 2008 tókst sem dæmi engu liði af meginlandinu að slá út enskt lið. Manchester United var meistari eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum, Chelsea sló Liverpool út úr undanúrslitunum og Liverpool hafði áður sent Arsenal út í átta liða úrslitunum. Árið eftir vann Barcelona reyndar Meistaradeildina en hin þrjú liðin í undanúrslitunum voru öll ensk. Alls komust sextán ensk lið í átta liða úrslitin á árunum 2007 til 2011. Nú, nokkrum árum síðar, verður ekkert enskt lið í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin í dag og þetta er í annað skiptið á þremur árum sem slíkt gerist. Í heildina hafa aðeins tvö af síðustu tólf ensku liðum í Meistaradeildinni komist í gegnum sextán liða úrslitin. Umræðan um vetrarfríið er jafnan hávær þegar illa gengur í enskum fótbolta enda flest evrópsku félög að sóla sig í heitari löndum á meðan ensku liðin spila fullt af leikjum í kringum jól og áramót. Þeirri ensku hefð verður þó erfitt að breyta. En auðvitað þarf heppni líka og mótherjar ensku liðanna hafa jafnan ekki verið af auðveldu gerðinni. Spænsku liðin Barcelona og Real Madrid hafa sem dæmi sjö sinnum slegið út ensk lið á síðustu sex árum, þar á meðal í ár, og þýsku meistararnir í Bayern München hafa stöðvað fimm Evrópuævintýri enskra liða á sama tímabili. Það er því ekkert skrýtið að enskir fjölmiðlar hafi áhyggjur af þróun mála enda erfitt fyrir ensku úrvalsdeildina að kalla sig bestu deild í Evrópu þegar liðin ná engum árangri í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira
Þessi lið eru komin áfram í Meistaradeildinni Dregið í 8-liða úrslitin á föstudag. Þrjú spænsk lið komust áfram. 18. mars 2015 22:08