Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2015 07:00 Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. VÍSIR/VALLI Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið. Aurum Holding málið Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið.
Aurum Holding málið Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira