Ferðafólk hættir við að koma vofi verkföll yfir sveinn arnarsson skrifar 19. mars 2015 07:00 Fyrri reynsla ferðaþjónustunnar sýnir að mögulegt verkfall hefur fljótt áhrif á afbókanir í greininni og veldur íslensku efnahagslífi miklum búsifjum. Fréttablaðið/GVA Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins (SGS) munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), hefur áhyggjur af launakröfum sambandsins en vonar að samningsaðilar nái samningum áður en til verkfalla kemur.Helga Árnadóttir Framkvæmdastjóri SAF. Fréttablaðið/GVA„Farið er fram á 50 til 70 prósenta hækkun launa allra félagsmanna og þá er gert ráð fyrir að hækkun þeirra hæst launuðu sé hlutfallslega mest. Ef gengið yrði að þessum kröfum myndi það hafa mikil og alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og ekki síst á minni fyrirtæki á landsbyggðinni sem hafa verið að byggja upp starfsemi sína með tilheyrandi fjárfestingum. Hlutfall launa í ferðaþjónustu er almennt hátt og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg,“ segir Helga. „Íslensk ferðaþjónusta er í mikilli samkeppni við aðra áfangastaði. Nú þegar þykir landið frekar dýrt ferðaþjónustuland og því myndi slík hækkun launa veikja verulega samkeppnishæfni þess.“ Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir það á ábyrgð SA ef til verkfalls kemur. „Það er alveg ljóst að ef til verkfallsaðgerða kemur mun það hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna úti á landi. Við megum ekki gleyma því að við erum að fara í verkfall vegna þess að Samtök atvinnulífsins vilja ekki ræða við okkur. Það er því á þeirra ábyrgð ef til verkfalla kemur. Einnig megum við ekki gleyma því að starfsfólk í ferðaþjónustu er yfirleitt á lægstu laununum,“ segir Björn.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Fréttablaðið/AuðunnSGS, sem fer með samningsumboð fyrir ríflega tíu þúsund manns, hefur boðað verkfallsaðgerðir frá og með tíunda apríl næstkomandi. Krafa þeirra er að grunnlaun hækki á næstu þremur árum upp í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Frá 10. apríl til 26. maí verða tímabundin verkföll á hinum ýmsu stöðum á landinu. Ef ekki verður samið fyrir þann tíma skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt hafa SGS umboð sitt. Yfirvofandi verkfall getur farið að hafa áhrif strax á afbókanir erlendra ferðamanna að mati Helgu. Fyrri reynsla sýni að afbókanir byrji að hrannast inn hjá ferðaþjónustuaðilum áður en til verkfalls kemur. „Við sáum það í verkfallsaðgerðum flugstéttanna síðastliðið vor. Þá urðum við strax vör við töluvert margar afbókanir með tilheyrandi tekjutapi. Ferðamenn eru fljótir að afbóka ferðir þegar óvissuástand skapast. Orðspor og ímynd íslenskrar ferðaþjónustu skiptir okkur öllu máli en óróleiki sem þessi er fljótur að spyrjast út,“ segir Helga.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira