Er hagnaður til hægri? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 12. mars 2015 07:00 Í mörg ár hefur mér fundist orðanotkunin um hægri og vinstri lítt skýra pólitískt umhverfi, hugtökin enda fyrst notuð til að lýsa afstöðu til stjórnmála eftir frönsku stjórnarbyltinguna fyrir bráðum kvart árþúsundi eða 250 árum. Heimurinn stendur ekki í stað, hann breytist, sem betur fer. Skoðanir okkar eru ólíkar um margt sem varla er hægt að flokka til hægri eða vinstri. Eru mannréttindi til vinstri? Er umhverfisvernd til vinstri? Er vilji til að hafa opið og gagnsætt þjóðfélag til vinstri? Er hagnaður til hægri? Er spilling til hægri? Eru svikin kosningaloforð til hægri? Stjórnmálaflokkur sem vill að allir séu eins, stjórnmálaflokkur sem ekki þolir blæbrigði skoðana, svoleiðis stjórnmálaflokkur verður aldrei stór. Þess vegna verða stjórnmálaflokkar nú fleiri og minni.Þrjú stór mál Stjórnmálaflokkar taka afleiðingum gerða sinna og ákvarðana. Því fundum við jafnaðarmenn sannarlega fyrir í síðustu kosningum. Við höfðum forystu í ríkisstjórn sem vann kraftaverk, en það voru erfið verk og í eðli sínu vanþakklát. Svo voru önnur verk sem til stóð að vinna en ekki tókst að klára. Ég ætla að nefna þrjú: Aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, fiskveiðistjórnina og stjórnarskrármálið. Samningaviðræður við Evrópusambandið eru nú á ís en hægt er að hefja þær aftur með litlum fyrirvara, ef andstæðingum þeirra tekst ekki að eyðileggja þá fjögurra ára vinnu sem í þær voru lagðar. Evrópusambandið er ekki að fara neitt, þannig að það eru ekki hundrað í hættunni þótt það dragist í tvö ár eða svo að halda þeim áfram landi og þjóð til hagsbóta.Á móti samningaleið Ég var og er andsnúin þeirri leið í fiskveiðistjórnarmálum sem kölluð var samningaleiðin og var uppi á borðum á síðasta kjörtímabili. Sú leið hefði tryggt handhöfum kvótans hann til minnst fimmtán ára og auk þess yrðu til ýmsir pottar, sem gætu heitið: ívilnunarpottur, byggðapottur eða leigupottur. Pottasull er ávísun á pólitíska íhlutun. Úthlutun kvótans á að vera á markaðsforsendum. Útgerðin á að bjóða í kvótann og ákveða á þann veg veiðigjaldið sjálf. Nota á klassískar leiðir jafnaðarstefnunnar til að standa vörð um byggðirnar í landinu. Ekki hefur verið pólitískur vilji til að fara upp út úr því gamla hjólfari sem við erum í með ráðstöfun þessarar mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar, því þarf að breyta.Stórmerkileg pólitísk tilraun Stjórnarskrármálið verður einhvern tímann talið ein merkilegasta pólitíska tilraun sem hér hefur verið gerð, það er ég viss um. Áhuga- og kunnáttumenn í útlöndum telja vissulega að svo hafi verið. Enn ein stjórnarskrárnefndin situr nú að störfum. Ákvæðin sem hún hefur til umfjöllunar eru: bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðareign á auðlindum, umhverfisvernd og framsal valdheimilda. Kannski tekst þessari nefnd það sem engri slíkri hefur tekist áður, að ná samkomulagi. Við eigum að freista þess að ná samkomulagi um þessi atriði og í kjölfarið knýja á um frekari endurskoðun. Þetta er sú leið sem málefnanefnd Samfylkingarinnar leggur fyrir Landsfundinn þann 20. mars. Í stjórnarskrármálinu var tekist á um völdin í landinu. Gamli tíminn í stjórnmálum, gamli tíminn á fjölmiðlunum og gamli tíminn í fræðasamfélaginu lagðist gegn nýjum tímum og nýjum vinnubrögðum. Á lokasprettinum kom í ljós að í mínum flokki hafði gamli tíminn líka sigur á hinum nýja. Við skuldum fólki að ljúka þeirri vinnu sem hafin var og fara að vilja þjóðarinnar sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það tekur lengri tíma en við vonuðum. Í pólitík skiptir tvennt miklu máli: þrautseigja og að fara ekki á taugum. – Og hvað ætli það sé: til hægri eða vinstri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur mér fundist orðanotkunin um hægri og vinstri lítt skýra pólitískt umhverfi, hugtökin enda fyrst notuð til að lýsa afstöðu til stjórnmála eftir frönsku stjórnarbyltinguna fyrir bráðum kvart árþúsundi eða 250 árum. Heimurinn stendur ekki í stað, hann breytist, sem betur fer. Skoðanir okkar eru ólíkar um margt sem varla er hægt að flokka til hægri eða vinstri. Eru mannréttindi til vinstri? Er umhverfisvernd til vinstri? Er vilji til að hafa opið og gagnsætt þjóðfélag til vinstri? Er hagnaður til hægri? Er spilling til hægri? Eru svikin kosningaloforð til hægri? Stjórnmálaflokkur sem vill að allir séu eins, stjórnmálaflokkur sem ekki þolir blæbrigði skoðana, svoleiðis stjórnmálaflokkur verður aldrei stór. Þess vegna verða stjórnmálaflokkar nú fleiri og minni.Þrjú stór mál Stjórnmálaflokkar taka afleiðingum gerða sinna og ákvarðana. Því fundum við jafnaðarmenn sannarlega fyrir í síðustu kosningum. Við höfðum forystu í ríkisstjórn sem vann kraftaverk, en það voru erfið verk og í eðli sínu vanþakklát. Svo voru önnur verk sem til stóð að vinna en ekki tókst að klára. Ég ætla að nefna þrjú: Aðildarumsóknina að Evrópusambandinu, fiskveiðistjórnina og stjórnarskrármálið. Samningaviðræður við Evrópusambandið eru nú á ís en hægt er að hefja þær aftur með litlum fyrirvara, ef andstæðingum þeirra tekst ekki að eyðileggja þá fjögurra ára vinnu sem í þær voru lagðar. Evrópusambandið er ekki að fara neitt, þannig að það eru ekki hundrað í hættunni þótt það dragist í tvö ár eða svo að halda þeim áfram landi og þjóð til hagsbóta.Á móti samningaleið Ég var og er andsnúin þeirri leið í fiskveiðistjórnarmálum sem kölluð var samningaleiðin og var uppi á borðum á síðasta kjörtímabili. Sú leið hefði tryggt handhöfum kvótans hann til minnst fimmtán ára og auk þess yrðu til ýmsir pottar, sem gætu heitið: ívilnunarpottur, byggðapottur eða leigupottur. Pottasull er ávísun á pólitíska íhlutun. Úthlutun kvótans á að vera á markaðsforsendum. Útgerðin á að bjóða í kvótann og ákveða á þann veg veiðigjaldið sjálf. Nota á klassískar leiðir jafnaðarstefnunnar til að standa vörð um byggðirnar í landinu. Ekki hefur verið pólitískur vilji til að fara upp út úr því gamla hjólfari sem við erum í með ráðstöfun þessarar mikilvægustu auðlindar þjóðarinnar, því þarf að breyta.Stórmerkileg pólitísk tilraun Stjórnarskrármálið verður einhvern tímann talið ein merkilegasta pólitíska tilraun sem hér hefur verið gerð, það er ég viss um. Áhuga- og kunnáttumenn í útlöndum telja vissulega að svo hafi verið. Enn ein stjórnarskrárnefndin situr nú að störfum. Ákvæðin sem hún hefur til umfjöllunar eru: bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðareign á auðlindum, umhverfisvernd og framsal valdheimilda. Kannski tekst þessari nefnd það sem engri slíkri hefur tekist áður, að ná samkomulagi. Við eigum að freista þess að ná samkomulagi um þessi atriði og í kjölfarið knýja á um frekari endurskoðun. Þetta er sú leið sem málefnanefnd Samfylkingarinnar leggur fyrir Landsfundinn þann 20. mars. Í stjórnarskrármálinu var tekist á um völdin í landinu. Gamli tíminn í stjórnmálum, gamli tíminn á fjölmiðlunum og gamli tíminn í fræðasamfélaginu lagðist gegn nýjum tímum og nýjum vinnubrögðum. Á lokasprettinum kom í ljós að í mínum flokki hafði gamli tíminn líka sigur á hinum nýja. Við skuldum fólki að ljúka þeirri vinnu sem hafin var og fara að vilja þjóðarinnar sem birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Það tekur lengri tíma en við vonuðum. Í pólitík skiptir tvennt miklu máli: þrautseigja og að fara ekki á taugum. – Og hvað ætli það sé: til hægri eða vinstri?
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun