Litríkri lesningu fagnað Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2015 13:00 Arnar Fells ritstjóri og Arnar Ingi Viðarsson efnisstjóri. Vísir/Valli „Þetta er skemmtileg og litrík lesning, efnið snýst um allt frá fatahönnun yfir í keramik, og skart yfir í borgarskipulag,“ segir Arnar Fells, ritstjóri nýs tímarits sem heitir HA. Útgáfu tímaritsins var fagnað í gær en það fjallar um hönnun og arkitektúr og er gefið út af Hönnunarmiðstöðinni sem níu aðildarfélög standa að.Egill Egilsson, stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar, og Greipur Gíslason verkefnastjóri.Tímaritið er veglegt, 128 síður að stærð og prentað á mjúkan pappír, skrifað á tveimur tungumálum, íslensku og ensku, og skreytt mörgum myndum úr hinum ýmsu kimum hönnunar, eins og Arnar ritstjóri bendir á.Guðrún Margrét Ólafsdóttir húsgagnahönnuður og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar.Æ fleiri skilja nú mikilvægi hönnunar því vitundarvakning hefur orðið á því sviði, eins og segir í formála ritsins. Þaðan er líka eftirfarandi setning: „Við viljum efla almennan áhuga á hönnun og arkitektúr með því að sýna áhrif greinanna og mikilvægi þeirra.“Aron Bergmann Magnússon, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður, og Lísmey Mirra Bergmann Aronsdóttir.„HA mun verða vettvangur gagnrýninnar hugsunar og stuðla að aukinni þekkingu á hönnun og arkitektúr. Hvað er meira viðeigandi en að tengja nafn slíks tímarits við spurnarorðið ha? Hið sérkennilega íslenska orð sem lýsir undrun og fróðleiksfýsn, sem eru einmitt dyggðir skapandi fólks.“ HönnunarMars Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Þetta er skemmtileg og litrík lesning, efnið snýst um allt frá fatahönnun yfir í keramik, og skart yfir í borgarskipulag,“ segir Arnar Fells, ritstjóri nýs tímarits sem heitir HA. Útgáfu tímaritsins var fagnað í gær en það fjallar um hönnun og arkitektúr og er gefið út af Hönnunarmiðstöðinni sem níu aðildarfélög standa að.Egill Egilsson, stjórnarformaður Hönnunarmiðstöðvar, og Greipur Gíslason verkefnastjóri.Tímaritið er veglegt, 128 síður að stærð og prentað á mjúkan pappír, skrifað á tveimur tungumálum, íslensku og ensku, og skreytt mörgum myndum úr hinum ýmsu kimum hönnunar, eins og Arnar ritstjóri bendir á.Guðrún Margrét Ólafsdóttir húsgagnahönnuður og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar.Æ fleiri skilja nú mikilvægi hönnunar því vitundarvakning hefur orðið á því sviði, eins og segir í formála ritsins. Þaðan er líka eftirfarandi setning: „Við viljum efla almennan áhuga á hönnun og arkitektúr með því að sýna áhrif greinanna og mikilvægi þeirra.“Aron Bergmann Magnússon, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður, og Lísmey Mirra Bergmann Aronsdóttir.„HA mun verða vettvangur gagnrýninnar hugsunar og stuðla að aukinni þekkingu á hönnun og arkitektúr. Hvað er meira viðeigandi en að tengja nafn slíks tímarits við spurnarorðið ha? Hið sérkennilega íslenska orð sem lýsir undrun og fróðleiksfýsn, sem eru einmitt dyggðir skapandi fólks.“
HönnunarMars Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira