Vonskuveður í beinni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. mars 2015 07:00 Búa sig undir vonskuveður – Flugi aflýst vegna veðurs – Líklega versti vetur í áraraðir – Hviður allt að 55 metrar á sekúndu – „einum gír ofar en venjulegur stormur“! Þetta voru fyrirsagnirnar á „mest lesið“-listum vefmiðlanna þegar ég kíkti þangað inn eftir hádegið. Óveðrið átti reyndar að skella á á hádegi en lét aðeins bíða eftir sér. „Maður hefur nú alveg séð það verra,“ sögðu einhverjir og grínuðust með að það væri ekkert við að fara út í „þetta“ veður. En svo brast það á. Útsýnið út um gluggann minn snarbreyttist á hálftíma. Ég sá ekkert, horfði bara inn í eitthvað hvítt og óráðið. Stundum var eins og ég væri að horfa inn í bilaðan sjónvarpsskjá, eins og þeir voru í gamla daga. Stundum rétt grillti ég í grenitrén handan götunnar, svo alveg hvítt. Ég heyrði í vindinum, eins og í litlum drunum og það slóst eitthvað til úti. Mér fannst hljóðið koma ofan af þakinu. Ég las viðtal við flutningabílstjóra sem hafði aldrei vitað annan eins vetur, stanslaust þurft að setja á keðjurnar og fresta ferðum. Hann virtist vera orðinn þreyttur á þessu. „Samgöngur lamast“, var næsta fyrirsögn sem ég las og um leið fékk ég póst frá frístundaheimilinu, „ekkert barn má ganga heim“. Á Facebook birti fólk myndir af veðrinu, bílum á hliðinni, strætó þversum, ófært var orðið upp í Hafnarfjörð og í uppsveitum Kópavogs og björgunarsveit fór að sækja 35 leikskólabörn sem voru strandaglópar. Það bætti í drunurnar, óyndi setti að fólki í kringum mig, það stóð upp, gekk um gólf, horfði út. Símar hringdu og fólk reyndi að skipuleggja heimför. Fréttir af margra bíla árekstrum um alla borg settu strik í reikninginn, sumir drifu sig af stað, aðrir ákváðu að bíða. Skyggnið skánaði en þó bætti í vindinn. Grenitrén svignuðu og glamrið uppi á þaki byrjaði aftur. Svo fór að rigna. Ég dró á mig gúmmístígvélin, herti mig upp til heimferðar og reyndi að rifja upp hvort ég hefði lokað stofuglugganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Búa sig undir vonskuveður – Flugi aflýst vegna veðurs – Líklega versti vetur í áraraðir – Hviður allt að 55 metrar á sekúndu – „einum gír ofar en venjulegur stormur“! Þetta voru fyrirsagnirnar á „mest lesið“-listum vefmiðlanna þegar ég kíkti þangað inn eftir hádegið. Óveðrið átti reyndar að skella á á hádegi en lét aðeins bíða eftir sér. „Maður hefur nú alveg séð það verra,“ sögðu einhverjir og grínuðust með að það væri ekkert við að fara út í „þetta“ veður. En svo brast það á. Útsýnið út um gluggann minn snarbreyttist á hálftíma. Ég sá ekkert, horfði bara inn í eitthvað hvítt og óráðið. Stundum var eins og ég væri að horfa inn í bilaðan sjónvarpsskjá, eins og þeir voru í gamla daga. Stundum rétt grillti ég í grenitrén handan götunnar, svo alveg hvítt. Ég heyrði í vindinum, eins og í litlum drunum og það slóst eitthvað til úti. Mér fannst hljóðið koma ofan af þakinu. Ég las viðtal við flutningabílstjóra sem hafði aldrei vitað annan eins vetur, stanslaust þurft að setja á keðjurnar og fresta ferðum. Hann virtist vera orðinn þreyttur á þessu. „Samgöngur lamast“, var næsta fyrirsögn sem ég las og um leið fékk ég póst frá frístundaheimilinu, „ekkert barn má ganga heim“. Á Facebook birti fólk myndir af veðrinu, bílum á hliðinni, strætó þversum, ófært var orðið upp í Hafnarfjörð og í uppsveitum Kópavogs og björgunarsveit fór að sækja 35 leikskólabörn sem voru strandaglópar. Það bætti í drunurnar, óyndi setti að fólki í kringum mig, það stóð upp, gekk um gólf, horfði út. Símar hringdu og fólk reyndi að skipuleggja heimför. Fréttir af margra bíla árekstrum um alla borg settu strik í reikninginn, sumir drifu sig af stað, aðrir ákváðu að bíða. Skyggnið skánaði en þó bætti í vindinn. Grenitrén svignuðu og glamrið uppi á þaki byrjaði aftur. Svo fór að rigna. Ég dró á mig gúmmístígvélin, herti mig upp til heimferðar og reyndi að rifja upp hvort ég hefði lokað stofuglugganum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun