Ástvinir halda enn í vonina jón hákon halldórsson skrifar 9. mars 2015 07:15 Sumir ástvina farþega telja enn möguleika á að einhverjir þeirra séu lifandi. NordicPhotos/afp Þess var minnst í gær að ár var liðið frá því að malasíska flugvélin MH370 hvarf þegar hún var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. Vélin, eða brak hennar, hefur ekki enn fundist. Stjórnvöld í Malasíu og Ástralíu segja að allt kapp verði lagt á að finna það. Mikil reiði ríkir hjá aðstandendum þeirra sem fórust með vélinni. Bráðabirgðaskýrsla hefur verið gefin út um slysið. Þeir segja að engar nýjar vísbendingar séu í skýrslunni um það hvað gerðist. Í skýrslunni má finna mikið af tæknilegum upplýsingum um vélina, viðhald á henni, bakgrunn áhafnarinnar og hvernig eftirliti flugmálayfirvalda með vélinni var háttað. Í skýrslunni eru upplýsingar um að rafhlaða í svarta kassanum hafi verið ónýt sem gæti hafa haft áhrif þegar fyrst var byrjað að leita vélarinnar. Þar eru hins vegar engar haldbærar skýringar á því hvert vélin gæti hafa farið eða hvað hafi orðið um hana. Sara Bajc missti unnusta sinn, Philip Wood, í slysinu. Hún segir að skýrslan sé gagnslaus og gagnrýnir að rannsakendur hafi einungis tekið skýrslu af 120 manns. „Það er færra fólk en í litlu og lítt fjármögnuðu einkarannsókninni okkar,“ er haft eftir Bajc á fréttavef BBC. Fleiri aðstandendur hafa sagt að rannsóknin sé gagnslaus. Stjórnvöld í Malasíu telja að líklegasta skýringin á hvarfi vélarinnar sé sú að hún hafi hrapað í suðurhluta Indlandshafs. Þar er hennar enn leitað. En BBC segir að fjölskyldur hinna látnu trúi ekki þessum kenningum vegna fálmkenndra viðbragða þeirra fyrst eftir hvarf vélarinnar. Sú staðreynd að hlutar af braki vélarinnar hafa ekki fundist hafa valdið því að ættingjar halda enn í þá von að í það minnsta einhverjir af hinum 239 farþegum hafi lifað af. Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þess var minnst í gær að ár var liðið frá því að malasíska flugvélin MH370 hvarf þegar hún var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking. Vélin, eða brak hennar, hefur ekki enn fundist. Stjórnvöld í Malasíu og Ástralíu segja að allt kapp verði lagt á að finna það. Mikil reiði ríkir hjá aðstandendum þeirra sem fórust með vélinni. Bráðabirgðaskýrsla hefur verið gefin út um slysið. Þeir segja að engar nýjar vísbendingar séu í skýrslunni um það hvað gerðist. Í skýrslunni má finna mikið af tæknilegum upplýsingum um vélina, viðhald á henni, bakgrunn áhafnarinnar og hvernig eftirliti flugmálayfirvalda með vélinni var háttað. Í skýrslunni eru upplýsingar um að rafhlaða í svarta kassanum hafi verið ónýt sem gæti hafa haft áhrif þegar fyrst var byrjað að leita vélarinnar. Þar eru hins vegar engar haldbærar skýringar á því hvert vélin gæti hafa farið eða hvað hafi orðið um hana. Sara Bajc missti unnusta sinn, Philip Wood, í slysinu. Hún segir að skýrslan sé gagnslaus og gagnrýnir að rannsakendur hafi einungis tekið skýrslu af 120 manns. „Það er færra fólk en í litlu og lítt fjármögnuðu einkarannsókninni okkar,“ er haft eftir Bajc á fréttavef BBC. Fleiri aðstandendur hafa sagt að rannsóknin sé gagnslaus. Stjórnvöld í Malasíu telja að líklegasta skýringin á hvarfi vélarinnar sé sú að hún hafi hrapað í suðurhluta Indlandshafs. Þar er hennar enn leitað. En BBC segir að fjölskyldur hinna látnu trúi ekki þessum kenningum vegna fálmkenndra viðbragða þeirra fyrst eftir hvarf vélarinnar. Sú staðreynd að hlutar af braki vélarinnar hafa ekki fundist hafa valdið því að ættingjar halda enn í þá von að í það minnsta einhverjir af hinum 239 farþegum hafi lifað af.
Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira